Leggur til meiriháttar átak til að lengja svefn Íslendinga Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 14. júní 2025 20:02 Það getur verið ljúft en líka mikilvægt að sofa nógu lengi. Getty Images Offita er vaxandi vandamál hér landi og við eltum þá þróun sem er að gerast í Bandaríkjunum þar sem fitulifur er orðin algengari vegna sykurs en áfengis. Í dag eru um 70 prósent landsmanna í yfirþyngd, 30 prósent fullorðinna skilgreinast með offitu og undanfarin ár hefur algengi offitu barna á Íslandi aukist verulega en um 7,5 prósent barna eru nú talin vera með offitu. Offita eykur hættuna á rúmlega 200 öðrum sjúkdómum Tryggvi Helgason barnalæknir ræddi þessi mál með Lukku og Jóhönnu Vilhjálms í Heilsuhlaðvarpi þeirra en hann hefur í 15 ár unnið með börnum með offitu og fjölskyldum þeirra í Heilsuskóla Barnaspítalans. Tryggvi segir að offita auki líkur á hvorki meira né minna en 200 öðrum sjúkdómum. Offita hafi t.d. í för með sér hættu á sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum, fitulifur, háþrýsting, nýrnasjúkdómum og jafnvel á ákveðnum tegundum krabbameina. Hann segir að í dag sé hann að sjá meira frávik í blóðprufum sem þýði að börnin sem leiti aðstoðar séu orðin veikari en áður, sum með fitulifur, háan blóðþrýsting og byrjunareinkenni hjarta- og æðasjúkdóma. Fyrir utan líkamlega heilsu hefur offita áhrif á andlega heilsu barna. „Það er sorglegt að sjá börn með lágt sjálfstraust vegna líkamsþyngdar sinnar. Þau lenda oftar í einelti og eru í aukinni hættu á að þróa með sér kvíða og þunglyndi,“ segir Tryggvi. Börn borða oftar næringasnauðan mat Tryggvi leggur áherslu á að þetta sé samfélagslegt vandamál. Ein helsta ástæðan fyrir offitu barna er breyttar neyslu-, svefn- og hreyfivenjur í samfélaginu. Tryggvi bendir á að fæðuframboðið hafi breyst mikið og miklu meira sé til að unnum matvælum. „Börn borða oftar næringasnauðan, unninn mat sem inniheldur mikinn sykur og hátt hlutfall einfaldra kolvetna,“ útskýrir Tryggvi. „Við sjáum líka aukna neyslu á gosdrykkjum og koffíndrykkjum, sem geta haft áhrif á bæði svefn og blóðsykurstjórn.“ Tími foreldra með börnum skiptir máli Jafnframt hafi hreyfing barna minnkað og kyrrseta aukist. „Það er ekki bara maturinn, heldur líka minnkandi hreyfing. Börn eyða meiri tíma fyrir framan skjáinn og hreyfa sig minna en áður,“ segir Tryggvi og segir alveg ljóst að þessi þáttur spili stórt hlutverk í vaxandi vanda. Tryggvi vill einnig benda á tímann og hvetur fjölskyldur til að skoða hvernig þær skipuleggja tímann sinn. „Hvaða tíma hefur fólk til að elda, hvað er það lengi í vinnunni, hvað er fólk að gera eftir vinnu, hvað er það mikið með börnunum sínum, borðar fjölskyldan saman og hvernig gengur að halda svefninum í lagi?“ Ósofin börn með lélegri seddustjórnun Stór áhrifaþáttur í þessari þróun, sem Tryggvi segir að gleymist oft sé að börn sofi of lítið og undantekningarlaust byrji hann á laga svefninn hjá börnum sem hann hjálpar. „Svefn skiptir sköpum. Börn sem sofa illa borða meira og velja frekar óhollari fæðu. Foreldrar þurfa að tryggja fastar svefnrútínur.“ Tryggvi bendir á að insúlínnæmi minnki með of litlum svefni og seddustjórnun verði lélegri og hann leggur til að farið verði í meiriháttar átak til að lengja svefn Íslendinga sem hann fer yfir í þættinum. Aukin fræðsla um hollt mataræði Góður morgunmatur skiptir líka miklu máli samkvæmt Tryggva. „Ég mæli t.d. með hafragraut, grófu brauði með skinku og osti, eggjum og ávöxtum. Það hjálpar börnum að viðhalda jafnvægi í blóðsykri yfir daginn.“ Tryggvi telur nauðsynlegt að auka fræðslu um hollt mataræði og það þurfi að endurskoða skólamatinn. „Við verðum að tryggja að börn fái næringarríkan mat, frekar en sykraðan og unninn mat.“ Enn stærri faraldur sjúkdóma grípi yfirvöld ekki í taumana Um 1960 voru um eitt prósent barna með offitu. Það fór síðan að aukast hratt upp úr 1980 en frá aldamótum hafði hlutfallið haldist í 5% þangað til að rétt fyrir Covid, þá hafi þessi aukning hafist sem sér ekki fyrir endann á. Tryggvi varar við því að ef ekki verði tekið í taumana á þessari þróun eigum við eftir að sjá enn stærri faraldur fjölda sjúkdóma sem séu fylgikvillar offitu - því ef börn þrói með sér offitu séu miklar líkur á að þau verði með offitu sem fullorðnir einstaklingar. „Við getum séð verulegar breytingar ef stjórnvöld kæmu inn í þetta með afgerandi aðgerðum,“ segir hann. „Við getum ekki leyft þessu að þróast áfram án viðbragða.“ Tryggvi er mjög gagnrýninn á viðbragðsleysi stjórnvalda í þættinum og fer yfir fjölda leiða sem hann leggur til, til að bæta ástandið því horfurnar séu ekki góðar. Hér má hlusta á þáttinn í Heilsuhlaðvarpi Lukku og Jóhönnu Vilhjálms. Heilbrigðismál Svefn Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í tuttugu og fimm ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira
Offita eykur hættuna á rúmlega 200 öðrum sjúkdómum Tryggvi Helgason barnalæknir ræddi þessi mál með Lukku og Jóhönnu Vilhjálms í Heilsuhlaðvarpi þeirra en hann hefur í 15 ár unnið með börnum með offitu og fjölskyldum þeirra í Heilsuskóla Barnaspítalans. Tryggvi segir að offita auki líkur á hvorki meira né minna en 200 öðrum sjúkdómum. Offita hafi t.d. í för með sér hættu á sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum, fitulifur, háþrýsting, nýrnasjúkdómum og jafnvel á ákveðnum tegundum krabbameina. Hann segir að í dag sé hann að sjá meira frávik í blóðprufum sem þýði að börnin sem leiti aðstoðar séu orðin veikari en áður, sum með fitulifur, háan blóðþrýsting og byrjunareinkenni hjarta- og æðasjúkdóma. Fyrir utan líkamlega heilsu hefur offita áhrif á andlega heilsu barna. „Það er sorglegt að sjá börn með lágt sjálfstraust vegna líkamsþyngdar sinnar. Þau lenda oftar í einelti og eru í aukinni hættu á að þróa með sér kvíða og þunglyndi,“ segir Tryggvi. Börn borða oftar næringasnauðan mat Tryggvi leggur áherslu á að þetta sé samfélagslegt vandamál. Ein helsta ástæðan fyrir offitu barna er breyttar neyslu-, svefn- og hreyfivenjur í samfélaginu. Tryggvi bendir á að fæðuframboðið hafi breyst mikið og miklu meira sé til að unnum matvælum. „Börn borða oftar næringasnauðan, unninn mat sem inniheldur mikinn sykur og hátt hlutfall einfaldra kolvetna,“ útskýrir Tryggvi. „Við sjáum líka aukna neyslu á gosdrykkjum og koffíndrykkjum, sem geta haft áhrif á bæði svefn og blóðsykurstjórn.“ Tími foreldra með börnum skiptir máli Jafnframt hafi hreyfing barna minnkað og kyrrseta aukist. „Það er ekki bara maturinn, heldur líka minnkandi hreyfing. Börn eyða meiri tíma fyrir framan skjáinn og hreyfa sig minna en áður,“ segir Tryggvi og segir alveg ljóst að þessi þáttur spili stórt hlutverk í vaxandi vanda. Tryggvi vill einnig benda á tímann og hvetur fjölskyldur til að skoða hvernig þær skipuleggja tímann sinn. „Hvaða tíma hefur fólk til að elda, hvað er það lengi í vinnunni, hvað er fólk að gera eftir vinnu, hvað er það mikið með börnunum sínum, borðar fjölskyldan saman og hvernig gengur að halda svefninum í lagi?“ Ósofin börn með lélegri seddustjórnun Stór áhrifaþáttur í þessari þróun, sem Tryggvi segir að gleymist oft sé að börn sofi of lítið og undantekningarlaust byrji hann á laga svefninn hjá börnum sem hann hjálpar. „Svefn skiptir sköpum. Börn sem sofa illa borða meira og velja frekar óhollari fæðu. Foreldrar þurfa að tryggja fastar svefnrútínur.“ Tryggvi bendir á að insúlínnæmi minnki með of litlum svefni og seddustjórnun verði lélegri og hann leggur til að farið verði í meiriháttar átak til að lengja svefn Íslendinga sem hann fer yfir í þættinum. Aukin fræðsla um hollt mataræði Góður morgunmatur skiptir líka miklu máli samkvæmt Tryggva. „Ég mæli t.d. með hafragraut, grófu brauði með skinku og osti, eggjum og ávöxtum. Það hjálpar börnum að viðhalda jafnvægi í blóðsykri yfir daginn.“ Tryggvi telur nauðsynlegt að auka fræðslu um hollt mataræði og það þurfi að endurskoða skólamatinn. „Við verðum að tryggja að börn fái næringarríkan mat, frekar en sykraðan og unninn mat.“ Enn stærri faraldur sjúkdóma grípi yfirvöld ekki í taumana Um 1960 voru um eitt prósent barna með offitu. Það fór síðan að aukast hratt upp úr 1980 en frá aldamótum hafði hlutfallið haldist í 5% þangað til að rétt fyrir Covid, þá hafi þessi aukning hafist sem sér ekki fyrir endann á. Tryggvi varar við því að ef ekki verði tekið í taumana á þessari þróun eigum við eftir að sjá enn stærri faraldur fjölda sjúkdóma sem séu fylgikvillar offitu - því ef börn þrói með sér offitu séu miklar líkur á að þau verði með offitu sem fullorðnir einstaklingar. „Við getum séð verulegar breytingar ef stjórnvöld kæmu inn í þetta með afgerandi aðgerðum,“ segir hann. „Við getum ekki leyft þessu að þróast áfram án viðbragða.“ Tryggvi er mjög gagnrýninn á viðbragðsleysi stjórnvalda í þættinum og fer yfir fjölda leiða sem hann leggur til, til að bæta ástandið því horfurnar séu ekki góðar. Hér má hlusta á þáttinn í Heilsuhlaðvarpi Lukku og Jóhönnu Vilhjálms.
Heilbrigðismál Svefn Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í tuttugu og fimm ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira