Skorar á Unu Torfa í tilefni dagsins Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. júní 2025 12:19 Einar Á. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. vísir/arnar Þjóðgarðsvörður Þingvalla hvetur fólk til að taka saman höndum og treysta sín heit á Þingvöllum í sól og sumaryl í dag. Þar fer fram sérstök hátíðardagskrá með það fyrir stafni að hita upp fyrir þjóðhátíðardaginn á þriðjudag. „Skjótum upp fána, skært lúðrar hljóma, skundum á Þingvöll og treystum vor heit.“ Svo orti skáldið hér um árið en Íslendingar eru einmitt hvattir til að fjölmenna á Þingvöll í dag og taka þátt í sérstakri hátíðardagskrá sem ber nafnið Skundum á Þingvöll til að hita upp fyrir 17. júní. Skorar á Unu Torfa Um fjölbreytta dagskrá er að ræða en Einar Á. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir að þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. „Það verður kórsöngur hér við Lögberg fram til þrjú. Svo kemur leikhópurinn Lotta klukkan fjögur. Svo mun Una Torfa loka dagskránni í dag með tónleikum sem hefjast klukkan hálf sex og mun spila einhverja stund. Þar fyrir utan er líka hin sívinsæli fornleifaskóli barnanna.“ Mun Una taka sín lög eða mun hún jafnvel syngja Öxar við ána í tilefni dagsins? „Ég bara treysti því og skora á hana hér í þessu viðtali líka. Hún mun auðvitað taka öll sín frábæru lög en ég verð illa svikinn ef hún tekur ekki Öxar við ána líka.“ Guðni Th. standi sig prýðilega Að auki heldur Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti, utan um söng og sögugöngu sem stendur nú yfir á Þingvöllum. Guðni starfar sem landvörður í hlutastarfi í sumar og hefur staðið sig með prýði í starfi að sögn Einars. „Hann stendur sig ógnarvel eins og hans er von og vísa. Hann stendur svo hérna vaktina í allan dag eftir að hann hefur lokið sinni gönguferð.“ Einar bendir fólki á tímabundin bílastæði sem er búið að koma upp við grasflötinn við Öxarárfoss og hvetur fólk til að taka saman höndum í sumarblíðunni. „Það er staðurinn þar sem menn eiga að safnast saman og treysta sín heit.“ Þingvellir 17. júní Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
„Skjótum upp fána, skært lúðrar hljóma, skundum á Þingvöll og treystum vor heit.“ Svo orti skáldið hér um árið en Íslendingar eru einmitt hvattir til að fjölmenna á Þingvöll í dag og taka þátt í sérstakri hátíðardagskrá sem ber nafnið Skundum á Þingvöll til að hita upp fyrir 17. júní. Skorar á Unu Torfa Um fjölbreytta dagskrá er að ræða en Einar Á. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir að þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. „Það verður kórsöngur hér við Lögberg fram til þrjú. Svo kemur leikhópurinn Lotta klukkan fjögur. Svo mun Una Torfa loka dagskránni í dag með tónleikum sem hefjast klukkan hálf sex og mun spila einhverja stund. Þar fyrir utan er líka hin sívinsæli fornleifaskóli barnanna.“ Mun Una taka sín lög eða mun hún jafnvel syngja Öxar við ána í tilefni dagsins? „Ég bara treysti því og skora á hana hér í þessu viðtali líka. Hún mun auðvitað taka öll sín frábæru lög en ég verð illa svikinn ef hún tekur ekki Öxar við ána líka.“ Guðni Th. standi sig prýðilega Að auki heldur Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti, utan um söng og sögugöngu sem stendur nú yfir á Þingvöllum. Guðni starfar sem landvörður í hlutastarfi í sumar og hefur staðið sig með prýði í starfi að sögn Einars. „Hann stendur sig ógnarvel eins og hans er von og vísa. Hann stendur svo hérna vaktina í allan dag eftir að hann hefur lokið sinni gönguferð.“ Einar bendir fólki á tímabundin bílastæði sem er búið að koma upp við grasflötinn við Öxarárfoss og hvetur fólk til að taka saman höndum í sumarblíðunni. „Það er staðurinn þar sem menn eiga að safnast saman og treysta sín heit.“
Þingvellir 17. júní Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög