„Það er trú, power, orka og bara gæði í þessu Fram liði“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 15. júní 2025 16:33 Óskar Smári á hliðarlínunni. Vísir/Anton Brink Fram gerðu sér góða ferð niður á Hlíðarenda þar sem þær heimsóttu Val í níundu umferð Bestu deild kvenna. Eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik snéru Fram taflinu við í þeim síðari og fóru með sterkan sigur af hólmi 1-2. „Seinni hálfleikur gjörsamlega geggjaður hjá okkur. Við hlupum yfir þær í seinni hálfleik“ sagði Óskar Smári Haraldsson þjálfari Fram eftir sigurinn í dag. „Kannski spilar það svolítið inn í að leikurinn á miðvikudaginn hafi setið smá í Valskonum. Þær voru þreyttar og við vorum með orkustigið hátt“ Valur var með yfirhöndina í fyrri hálfleiknum en hvað var sagt í hálfleik til þess að snúa þessu við? „Ég sagði ekkert voðalega mikið. Við breyttum í tígulinn aftur og settum smá áherslubreytingar sem heppnuðust vel“ Fram skoraði snemma í síðari hálfleiknum og það gaf þeim mikið sjálfstraust. „Geggjað mark, frábært mark hjá Unu. Spólar sig í gegn, frábært mark og 1-0 undir á móti Val á útivelli er erfið staða að vera í. Erfitt að koma tilbaka á móti svona góðu liði eins og Val“ „Það er bara trú, power, orka og bara gæði í þessu Fram liði. Stelpurnar eiga bara skilið sigurinn að mínu mati og voru bara betri heilt yfir í 90 mínútur“ Fram var nálægt því að skora þriðja markið alveg í blálok leiks en Kamila Pickett var þá sloppin ein í gegn og reyndi að lyfta boltanum yfir Tinnu Brá í marki Vals. „Við eigum skot í stöngina, slánna og svo eiga Valur auðvitað sín færi líka. Við erum að spila á móti frábæru Valsliði. Auðvitað hefði verið gott að ná þriðja markinu. Þú getur aldrei verið rólegur að spila á móti liði eins og Val“ „Tölfræðilega eiga þær að vera í öðru sæti í deildinni. Þessi sigur er því risastór fyrir okkur en á sama tíma verðskuldaður“ Það er stutt á milli leikja en þetta gefur liðinu mikið fyrir framhaldið. „Nú er Þróttur bara á föstudaginn, stutt á milli leikja og við þurfum að passa vel upp á þreytta skrokka. Við fáum Þróttara, toppliðið í heimsókn og það verður bara mjög gaman að fá Óla og hans stúlkur í heimsókn og taka á móti þeim í síðasta leik fyrir pásu“ Fram Besta deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
„Seinni hálfleikur gjörsamlega geggjaður hjá okkur. Við hlupum yfir þær í seinni hálfleik“ sagði Óskar Smári Haraldsson þjálfari Fram eftir sigurinn í dag. „Kannski spilar það svolítið inn í að leikurinn á miðvikudaginn hafi setið smá í Valskonum. Þær voru þreyttar og við vorum með orkustigið hátt“ Valur var með yfirhöndina í fyrri hálfleiknum en hvað var sagt í hálfleik til þess að snúa þessu við? „Ég sagði ekkert voðalega mikið. Við breyttum í tígulinn aftur og settum smá áherslubreytingar sem heppnuðust vel“ Fram skoraði snemma í síðari hálfleiknum og það gaf þeim mikið sjálfstraust. „Geggjað mark, frábært mark hjá Unu. Spólar sig í gegn, frábært mark og 1-0 undir á móti Val á útivelli er erfið staða að vera í. Erfitt að koma tilbaka á móti svona góðu liði eins og Val“ „Það er bara trú, power, orka og bara gæði í þessu Fram liði. Stelpurnar eiga bara skilið sigurinn að mínu mati og voru bara betri heilt yfir í 90 mínútur“ Fram var nálægt því að skora þriðja markið alveg í blálok leiks en Kamila Pickett var þá sloppin ein í gegn og reyndi að lyfta boltanum yfir Tinnu Brá í marki Vals. „Við eigum skot í stöngina, slánna og svo eiga Valur auðvitað sín færi líka. Við erum að spila á móti frábæru Valsliði. Auðvitað hefði verið gott að ná þriðja markinu. Þú getur aldrei verið rólegur að spila á móti liði eins og Val“ „Tölfræðilega eiga þær að vera í öðru sæti í deildinni. Þessi sigur er því risastór fyrir okkur en á sama tíma verðskuldaður“ Það er stutt á milli leikja en þetta gefur liðinu mikið fyrir framhaldið. „Nú er Þróttur bara á föstudaginn, stutt á milli leikja og við þurfum að passa vel upp á þreytta skrokka. Við fáum Þróttara, toppliðið í heimsókn og það verður bara mjög gaman að fá Óla og hans stúlkur í heimsókn og taka á móti þeim í síðasta leik fyrir pásu“
Fram Besta deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki