Við verðum í beinni frá Alþingi í kvöldfréttum Sýnar þar sem farið verður yfir stöðuna.
Bandaríkjaforseti fékk draum sinn uppfylltan í gær þegar fram fór allmikil hersýning og skrúðganga í höfuðborginni Washington. Á sama tíma var stjórnarháttum forsetans mótmælt víða um landið.
Í fréttatímanum ræðum við einnig við konu sem greindist með hryggskekkju þegar hún var fimmtán ára, en hún segir mikilvægt að fólk taki tillit til þeirra sem þjást af kvillanum. Júnímánuður er tileinkaður vitundarvakningu um hryggskekkju en hún undirgekkst sjálf tíu klukkutíma aðgerð það sem bak hennar var spengt með 23 skrúfum.
Íslenski handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Krisjánsson var stórkostlegur þegar hann leiddi Magdeburg til sigurs í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í dag, en leikurinn verður gerður upp í sportpakkanum.
Þetta og fleira í kvöldfréttum Sýnar á slaginu klukkan 18:30.