Nýja lið Sveindísar Jane gaf öllum innflytjendatreyjur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2025 09:30 Sveindís Jane Jónsdóttir er á leiðinni til bandaríska félagsins Angel City en leikmenn liðsins vöktu um helgina athygli á slæmri stöðu innflytjenda í Los Angeles. Getty/@justwomenssports Sveindís Jane Jónsdóttir er á leiðinni til bandaríska félagsins Angel City FC en tímabilið í Bandaríkjunum er nú í fullum gangi. Nýja liðið kom sér í fréttirnar með því að blanda sér í pólitíkina í Bandaríkjunum um helgina. Sveindís er enn í sumarfríi enda tímabilinu hennar nýlokið í Þýskalandi. Hún mun síðan spila með nýja liði sínu seinna í sumar. Um helgina mætti Angel City liði North Carolina Courage í NWSL deildinni og fyrir leikinn blönduðu leikmenn og starfsmenn þess sér í heitasta pólitíska málið í Bandaríkjunum. Leikmenn hituðu nefnilega upp í sérstökum upphitunartreyjum til stuðnings innflytjendum í Los Angeles. View this post on Instagram A post shared by Just Women’s Sports (@justwomenssports) Donald Trump Bandarikjaforseti skar upp herör gegn ólöglegum innflytjendum í landinu en hörð mótmæli hófust í Los Angeles eftir að sérsveit fór að safna saman fólki í borginni. Trump brást illa við mótmælunum og sendi hermenn á staðinn þvert gegn vilja fylkisstjóra Kaliforníu. Angel City hafði áður lýst yfir áhyggjum sínum og sorg yfir kringumstæðunum sem margir borgarbúar þurfa að ganga í gegnum vegna aðgerða útlendingasérsveitar Trumps. Yfirlýsing á samfélagsmiðlum var þó bara fyrsta skrefið. Angel City vakti enn frekari athygli á málefninu og mikilvægi þess á síðasta leik liðsins. Á bolunum stóð „Immigrant City Football Club“ eða „Fótboltafélag innflytjenda“. Aftan á honum stóð síðan „Los Angeles is for Everyone“ á bæði ensku og spænsku sem á íslensku er: „Los Angeles borg er fyrr alla“. Félagið dreifði einnig alls tíu þúsund treyja til stuðningsmanna sinna. Bolirnir biðu í sætunum þegar fólkið mætti á völlinn. View this post on Instagram A post shared by Angel City FC (@weareangelcity) Bandaríski fótboltinn Mest lesið KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Sveindís er enn í sumarfríi enda tímabilinu hennar nýlokið í Þýskalandi. Hún mun síðan spila með nýja liði sínu seinna í sumar. Um helgina mætti Angel City liði North Carolina Courage í NWSL deildinni og fyrir leikinn blönduðu leikmenn og starfsmenn þess sér í heitasta pólitíska málið í Bandaríkjunum. Leikmenn hituðu nefnilega upp í sérstökum upphitunartreyjum til stuðnings innflytjendum í Los Angeles. View this post on Instagram A post shared by Just Women’s Sports (@justwomenssports) Donald Trump Bandarikjaforseti skar upp herör gegn ólöglegum innflytjendum í landinu en hörð mótmæli hófust í Los Angeles eftir að sérsveit fór að safna saman fólki í borginni. Trump brást illa við mótmælunum og sendi hermenn á staðinn þvert gegn vilja fylkisstjóra Kaliforníu. Angel City hafði áður lýst yfir áhyggjum sínum og sorg yfir kringumstæðunum sem margir borgarbúar þurfa að ganga í gegnum vegna aðgerða útlendingasérsveitar Trumps. Yfirlýsing á samfélagsmiðlum var þó bara fyrsta skrefið. Angel City vakti enn frekari athygli á málefninu og mikilvægi þess á síðasta leik liðsins. Á bolunum stóð „Immigrant City Football Club“ eða „Fótboltafélag innflytjenda“. Aftan á honum stóð síðan „Los Angeles is for Everyone“ á bæði ensku og spænsku sem á íslensku er: „Los Angeles borg er fyrr alla“. Félagið dreifði einnig alls tíu þúsund treyja til stuðningsmanna sinna. Bolirnir biðu í sætunum þegar fólkið mætti á völlinn. View this post on Instagram A post shared by Angel City FC (@weareangelcity)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira