„Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2025 08:02 Lando Norris gerði svakaleg mistök sem kostuðu hann og McLaren dýrmæt stig í Kanada. Norris baðst strax afsökunar og kallaði akstur sinn heimskulegan. Getty/Jared C. Tilton Lýsendurnir í formúlu 1 trúði varla því sem þeir heyrðu og sáu í dramtískum tíunda kappastkri tímabilsins. Kristján Einar Kristjánsson og Bragi Þórðarson lýstu Kanadakappakstrinum í gær þegar bílar liðsfélaganna hjá McLaren-Mercedes lentu saman. Oscar Piastri og Lando Norris eru í tveimur efstu sætunum í heimsmeistarakeppni ökumanna en Norris kláraði ekki Kanadakappaksturinn í gær. Hann var líka nánast búinn að eyðileggja kappaksturinn líka fyrir liðsfélaga sínum Piastri. Norris reyndi að troða sér fram úr Piastri þegar fjórir hringir voru eftir. Það fór ekki betur en að Norris keyrði aftan á bíl Piastri. Á Pittinum má sjá þá Kristján Einar og Braga og lýsa keppninni þegar þessi árekstur var. „Lando Norris keyrði aftan á hann. Þetta var alltaf að fara að gerast. Lando Norris er út úr keppninni,“ sagði Kristján Einar. „Norris hefði getað tekið þá báða út þarna,“ sagði Bragi. Þeir fengu síðan að sjá endursýninguna. „Norris var að reyna að troða sér í pláss sem var ekki til. Það hlaut að koma að þessu,“ sagði Kristján. Norris var úr leik en Piastri gat klárað keppnina og tryggt sér fjórða sætið. Það má sjá þá viðbrögð þeirra félaga við árekstrinum sem og við því sem Lando Norris sagði strax á eftir. Norris baðst strax afsökunar og sagði þetta hefði verið heimskulegt hjá sér. „Þetta, Bragi Þórðarson, hef ég aldrei á ævinni minni heyrt kappakstursökumann segja áður,“ sagði Kristján Einar eftir afsökunarbeiðni Norris. „Hvað þá kappakstursmann sem er að keppa um heimsmeistaratitilinn í formúlu 1,“ sagði Bragi. Það má sjá þetta allt saman hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Pitturinn (@pitturinn) Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Kristján Einar Kristjánsson og Bragi Þórðarson lýstu Kanadakappakstrinum í gær þegar bílar liðsfélaganna hjá McLaren-Mercedes lentu saman. Oscar Piastri og Lando Norris eru í tveimur efstu sætunum í heimsmeistarakeppni ökumanna en Norris kláraði ekki Kanadakappaksturinn í gær. Hann var líka nánast búinn að eyðileggja kappaksturinn líka fyrir liðsfélaga sínum Piastri. Norris reyndi að troða sér fram úr Piastri þegar fjórir hringir voru eftir. Það fór ekki betur en að Norris keyrði aftan á bíl Piastri. Á Pittinum má sjá þá Kristján Einar og Braga og lýsa keppninni þegar þessi árekstur var. „Lando Norris keyrði aftan á hann. Þetta var alltaf að fara að gerast. Lando Norris er út úr keppninni,“ sagði Kristján Einar. „Norris hefði getað tekið þá báða út þarna,“ sagði Bragi. Þeir fengu síðan að sjá endursýninguna. „Norris var að reyna að troða sér í pláss sem var ekki til. Það hlaut að koma að þessu,“ sagði Kristján. Norris var úr leik en Piastri gat klárað keppnina og tryggt sér fjórða sætið. Það má sjá þá viðbrögð þeirra félaga við árekstrinum sem og við því sem Lando Norris sagði strax á eftir. Norris baðst strax afsökunar og sagði þetta hefði verið heimskulegt hjá sér. „Þetta, Bragi Þórðarson, hef ég aldrei á ævinni minni heyrt kappakstursökumann segja áður,“ sagði Kristján Einar eftir afsökunarbeiðni Norris. „Hvað þá kappakstursmann sem er að keppa um heimsmeistaratitilinn í formúlu 1,“ sagði Bragi. Það má sjá þetta allt saman hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Pitturinn (@pitturinn)
Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira