Þeim sem skaut þingmenn lýst sem kristilegum íhaldsmanni Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2025 13:52 Mikil leit var gerð að Vance Luther Boelter (t.h.) eftir að hann skaut tvo ríkisþingmenn demókrata í Minnesota um helgina. Annar þeirra og maki hans létu lífið. AP Karlmaður á sextugsaldri sem skaut ríkisþingkonu og eiginmann hennar til bana og særði tvennt til viðbótar í Minnesota í Bandaríkjunum er lýst sem sannkristnum og hægrisinnuðum íhaldsmanni. Hann er meðal annars sagður hafa sótt kosningafundi sitjandi Bandaríkjaforseta. Lögreglan í Minnesota hafði hendur í hári Vance Luther Boelter eftir tveggja daga leit seint í gærkvöldi. Hann er grunaður um að hafa skotið Melissu Hortman, ríkisþingmann demókrata, og eiginmann hennar á heimili þeirra og sært annan ríkisþingmann demókrata og konu hans. Boelter er sakaður um að hafa dulbúið sig sem lögreglumann og látið jeppabifreið sína líta út eins og lögreglubíl þegar hann skaut fólkið. Listi með nöfnum tuga manna, þar á meðal annarra þingmanna demókrata, baráttufólks fyrir réttindum kvenna til þungunarrofs og heilbrigðisstarfsmanna, fannst í bifreið hans. Báðir þingmennirnir sem hann skaut voru stuðningsmenn þungunarrofsréttinda. Repúblikanar halda fram að Boelter hafi verið „marxisti“ Upplýsingaóreiða hefur ríkt um pólitíska hugmyndafræði og ástæður Boelter fyrir drápunum. Repúblikanar hafa þannig haldið því fram að Boelter hafi í raun verið öfgavinstrimaður. Öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins birti til dæmis mynd af Boelter á samfélagsmiðlinum X með orðunum: „Þetta er það sem gerist þegar marxistar fá ekki sínu fram“. Færsla öldungadeildarþingmannsins Mike Lee um morð á ríkisþingmanni demókrata í Minnesota. Skjáskot Vísað er til þess að lögregla hafi fundið dreifibréf um mótmæli gegn sitjandi forseta sem fóru fram um helgina í bíl hans. Þá hafi Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota og fyrrverandi varaforsetaefni demókrata, skipað Boelter í opinbera nefnd um atvinnuþróun. Forveri Walz, sem er einnig demókrati, skipaði Boelter fyrst í nefndina árið 2016 en Walz endurskipaði hann síðar. John Hoffman, þingmaður sem Boelter, særði sat í sömu nefnd en ekki liggur fyrir hversu mikið þeir kunni að hafa átt í samskiptum áður. Vinir Boelter og fyrrverandi samstarfsmenn sem AP-fréttastofan hefur rætt við draga hins vegar upp allt aðra mynd af honum. Skráður repúblikani og algerlega á móti þungunarrofi Boelter er sagður hafa verið trúrækinn kristinn maður sem hafi sótt kirkju evangelísks safnaðar og kosningafundi sitjandi Bandaríkjaforseta. Opinber gögn sýna að Boelter var skráður repúblikani þegar hann bjó í Oklahoma fyrir tuttugu árum. Slíkar upplýsingar um kjósendur eru ekki skráðar í Minnesota. „Hann hallaðist til hægri í stjórnmálum en aldrei ofstækisfullur af því sem ég sá, bara sterkar skoðanir,“ segir einn vinur Boelter til fjölda ára. Aðrir segja að hann hafi ekki rætt mikið um stjórnmál. AP segir að svo virðist sem að Boelter hafi ekki haft hátt um öfgafyllri skoðanir sínar við vini sína. Á upptöku af predikun hans þegar hann heimsótti Kongó árið 2023 heyrist hann tala um siðferðislega hnignun Bandaríkjanna þar sem margrir trúarsöfnuðir átti sig ekki á að þungunarrof sé siðferðislega rangt. „Hann ræddi aldrei við mig um þungunarrof. Hann virtist bara vera íhaldssamur repúblikani sem fylgdi náttúrulega [núverandi Bandaríkjaforseta],“ hefur AP eftir vini hans. Sendi skilaboð um að hann gæti dáið skömmu fyrir árásirnar Lögregla segist ekki hafa fundið neinar vísbendingar um að Boelter hafi haft í hótunum opinberlega áður en hann framdi ódæðin. AP segir að hann hafi sent einkaskilboð nokkrum klukkustundum fyrir árásirnar um að hann gæti dáið innan skamms. Hann vildi þó ekki segja meira til þess að bendla ekki móttakanda skilaboðanna við neitt. Þá segir AP að svo virðist sem að Boelter hafi átt í fjárhagskröggum á síðustu árum. Hann hafi lengi starfað sem stjórnandi hjá matvæla- og drykkjarfyrirtækjum en síðar reynt að stofna öryggisfyrirtæki. Síðustu tvö árin hafi hann meðal annars unnið við að flytja lík látinna íbúa á dvarlarheimilum fyrir aldraða. Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Lögreglan í Minnesota hafði hendur í hári Vance Luther Boelter eftir tveggja daga leit seint í gærkvöldi. Hann er grunaður um að hafa skotið Melissu Hortman, ríkisþingmann demókrata, og eiginmann hennar á heimili þeirra og sært annan ríkisþingmann demókrata og konu hans. Boelter er sakaður um að hafa dulbúið sig sem lögreglumann og látið jeppabifreið sína líta út eins og lögreglubíl þegar hann skaut fólkið. Listi með nöfnum tuga manna, þar á meðal annarra þingmanna demókrata, baráttufólks fyrir réttindum kvenna til þungunarrofs og heilbrigðisstarfsmanna, fannst í bifreið hans. Báðir þingmennirnir sem hann skaut voru stuðningsmenn þungunarrofsréttinda. Repúblikanar halda fram að Boelter hafi verið „marxisti“ Upplýsingaóreiða hefur ríkt um pólitíska hugmyndafræði og ástæður Boelter fyrir drápunum. Repúblikanar hafa þannig haldið því fram að Boelter hafi í raun verið öfgavinstrimaður. Öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins birti til dæmis mynd af Boelter á samfélagsmiðlinum X með orðunum: „Þetta er það sem gerist þegar marxistar fá ekki sínu fram“. Færsla öldungadeildarþingmannsins Mike Lee um morð á ríkisþingmanni demókrata í Minnesota. Skjáskot Vísað er til þess að lögregla hafi fundið dreifibréf um mótmæli gegn sitjandi forseta sem fóru fram um helgina í bíl hans. Þá hafi Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota og fyrrverandi varaforsetaefni demókrata, skipað Boelter í opinbera nefnd um atvinnuþróun. Forveri Walz, sem er einnig demókrati, skipaði Boelter fyrst í nefndina árið 2016 en Walz endurskipaði hann síðar. John Hoffman, þingmaður sem Boelter, særði sat í sömu nefnd en ekki liggur fyrir hversu mikið þeir kunni að hafa átt í samskiptum áður. Vinir Boelter og fyrrverandi samstarfsmenn sem AP-fréttastofan hefur rætt við draga hins vegar upp allt aðra mynd af honum. Skráður repúblikani og algerlega á móti þungunarrofi Boelter er sagður hafa verið trúrækinn kristinn maður sem hafi sótt kirkju evangelísks safnaðar og kosningafundi sitjandi Bandaríkjaforseta. Opinber gögn sýna að Boelter var skráður repúblikani þegar hann bjó í Oklahoma fyrir tuttugu árum. Slíkar upplýsingar um kjósendur eru ekki skráðar í Minnesota. „Hann hallaðist til hægri í stjórnmálum en aldrei ofstækisfullur af því sem ég sá, bara sterkar skoðanir,“ segir einn vinur Boelter til fjölda ára. Aðrir segja að hann hafi ekki rætt mikið um stjórnmál. AP segir að svo virðist sem að Boelter hafi ekki haft hátt um öfgafyllri skoðanir sínar við vini sína. Á upptöku af predikun hans þegar hann heimsótti Kongó árið 2023 heyrist hann tala um siðferðislega hnignun Bandaríkjanna þar sem margrir trúarsöfnuðir átti sig ekki á að þungunarrof sé siðferðislega rangt. „Hann ræddi aldrei við mig um þungunarrof. Hann virtist bara vera íhaldssamur repúblikani sem fylgdi náttúrulega [núverandi Bandaríkjaforseta],“ hefur AP eftir vini hans. Sendi skilaboð um að hann gæti dáið skömmu fyrir árásirnar Lögregla segist ekki hafa fundið neinar vísbendingar um að Boelter hafi haft í hótunum opinberlega áður en hann framdi ódæðin. AP segir að hann hafi sent einkaskilboð nokkrum klukkustundum fyrir árásirnar um að hann gæti dáið innan skamms. Hann vildi þó ekki segja meira til þess að bendla ekki móttakanda skilaboðanna við neitt. Þá segir AP að svo virðist sem að Boelter hafi átt í fjárhagskröggum á síðustu árum. Hann hafi lengi starfað sem stjórnandi hjá matvæla- og drykkjarfyrirtækjum en síðar reynt að stofna öryggisfyrirtæki. Síðustu tvö árin hafi hann meðal annars unnið við að flytja lík látinna íbúa á dvarlarheimilum fyrir aldraða.
Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira