Versta staða Fylkismanna í næstum því fjörutíu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2025 14:47 Fylkismenn spiluðu í Bestu deildinni í fyrrasumar en er núna á leiðinni í fallbaráttu í Lengjudeildinni. Vísir/Diego Það er þungt yfir Lautinni þessa dagana því karlalið Fylkis er líklegra til að berjast fyrir lífi sínu í Lengjudeildinni en að vinna sér sæti í Bestu deildinni. Fylkismenn hafa ekki fagnað sigri í sex leikjum í röð í Lengjudeild karla í fótbolta og liðið sem spilaði í Bestu deildinni síðasta sumar situr nú í fjórða neðsta sæti B-deildarinnar. Fylkir hefur aðeins unnið einn af fyrstu átta leikjum sínum og aðeins botnlið Fjölnis er með færri sigra til þessa í sumar. Naumt tap á móti Val í úrslitaleik Lengjubikarsins gaf von um stutt stopp utan Bestu deildarinnar en nú þremur mánuðum síðar hefur dimmt verulega yfir í Árbænum. Fylkir gerði jafntefli við Grindavík og Keflavík í síðustu leikjum sínum en tapaði þar á undan þremur leikjum í röð á móti Leikni, Þór og Þrótti. Eini sigurleikurinn í sumar kom á heimavelli á móti Selfossi 9. maí síðastliðinn eða fyrir meira en mánuði síðan. Á þessari öld hafa Fylkismenn ávallt verið í efstu deild fyrir utan þessi þrjú tímabil þegar Árbæingar féllu. Í hin tvö skiptið fór liðið strax upp aftur með því að vinna B-deildina árið eftir. Staðan í Lengjudeildinni eftir átta umferðir.Knattspyrnusamband Íslands Liðið var síðast lengur en eitt ár í B-deildinni á árunum 1997 til 1999. 1996 féll liðið úr úrvalsdeild og endaði bara í sjötta sæti í B-deildinni sumarið eftir. Það er versti árangur Fylkis síðustu 38 ár eða síðan liðið spilaði í C-deildinni sumarið 1987 en Fylkir endaði líka í sjötta sæti í B-deildinni sumarið 1991. Liðið varð í fjórða sæti í B-deildinni sumarið 1998 og vann síðan B-deildina 1999. Frá árinu 2000 hefur Fylkisliðið verið úrvalsdeildarlið með fyrrnefndum örfáum undantekningum. Fyrstu skrefin í átt að því voru tekin um miðjan níunda áratuginn þegar Fylkismenn fóru upp um tvær deildir á tveimur árum. Árbæjarliðið vann C-deildina sumarið 1987 og fór upp en endaði svo í öðru sæti í B-deildinni sumarið 1988 og komst þá upp í efstu deild í fyrsta skiptið. Fyrstu þrjú tímabil Fylkis í efstu deild, 1989, 1993 og 1996, þá féll liðið aftur niður í B-deild. Rúnar Páll Sigmundsson hætti með Fylki eftir síðasta tímabil og við tók Árni Freyr Guðnason. Fylkismenn fengu Árna frá ÍR. ÍR-ingar náðu aftur á móti að leysa vel úr því, réðu Jóhann Birni Guðmundsson, og þeir sitja nú í efsta sæti Lengjudeildarinnar með sæti í Bestu deildinni í augsýn. Nú reynir á Árna og Fylkismenn að snúa við skútunni því með sama áframhaldi þá er hún að leiðinni niður í C-deild í fyrsta sinn í næstum því fjóra áratugi. Versta staða Fylkismanna undanfarin fjörutíu ár 3. sæti í C-deild - 1986 1. sæti í C-deild - 1987 [Eru núna í 9. sæti í B-deild] 6. sæti í B-deild - 1991 6. sæti í B-deild - 1997 4. sæti í B-deild - 1998 3. sæti í B-deild - 1990 2. sæti í B-deild - 1988 1. sæti í B-deild - 1992 1. sæti í B-deild - 1999 1. sæti í B-deild - 2017 1. sæti í B-deild - 2022 12. sæti í A-deild - 2021 12. sæti í A- deild - 2024 11. sæti í A-deild - 2016 Lengjudeild karla Fylkir Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira
Fylkismenn hafa ekki fagnað sigri í sex leikjum í röð í Lengjudeild karla í fótbolta og liðið sem spilaði í Bestu deildinni síðasta sumar situr nú í fjórða neðsta sæti B-deildarinnar. Fylkir hefur aðeins unnið einn af fyrstu átta leikjum sínum og aðeins botnlið Fjölnis er með færri sigra til þessa í sumar. Naumt tap á móti Val í úrslitaleik Lengjubikarsins gaf von um stutt stopp utan Bestu deildarinnar en nú þremur mánuðum síðar hefur dimmt verulega yfir í Árbænum. Fylkir gerði jafntefli við Grindavík og Keflavík í síðustu leikjum sínum en tapaði þar á undan þremur leikjum í röð á móti Leikni, Þór og Þrótti. Eini sigurleikurinn í sumar kom á heimavelli á móti Selfossi 9. maí síðastliðinn eða fyrir meira en mánuði síðan. Á þessari öld hafa Fylkismenn ávallt verið í efstu deild fyrir utan þessi þrjú tímabil þegar Árbæingar féllu. Í hin tvö skiptið fór liðið strax upp aftur með því að vinna B-deildina árið eftir. Staðan í Lengjudeildinni eftir átta umferðir.Knattspyrnusamband Íslands Liðið var síðast lengur en eitt ár í B-deildinni á árunum 1997 til 1999. 1996 féll liðið úr úrvalsdeild og endaði bara í sjötta sæti í B-deildinni sumarið eftir. Það er versti árangur Fylkis síðustu 38 ár eða síðan liðið spilaði í C-deildinni sumarið 1987 en Fylkir endaði líka í sjötta sæti í B-deildinni sumarið 1991. Liðið varð í fjórða sæti í B-deildinni sumarið 1998 og vann síðan B-deildina 1999. Frá árinu 2000 hefur Fylkisliðið verið úrvalsdeildarlið með fyrrnefndum örfáum undantekningum. Fyrstu skrefin í átt að því voru tekin um miðjan níunda áratuginn þegar Fylkismenn fóru upp um tvær deildir á tveimur árum. Árbæjarliðið vann C-deildina sumarið 1987 og fór upp en endaði svo í öðru sæti í B-deildinni sumarið 1988 og komst þá upp í efstu deild í fyrsta skiptið. Fyrstu þrjú tímabil Fylkis í efstu deild, 1989, 1993 og 1996, þá féll liðið aftur niður í B-deild. Rúnar Páll Sigmundsson hætti með Fylki eftir síðasta tímabil og við tók Árni Freyr Guðnason. Fylkismenn fengu Árna frá ÍR. ÍR-ingar náðu aftur á móti að leysa vel úr því, réðu Jóhann Birni Guðmundsson, og þeir sitja nú í efsta sæti Lengjudeildarinnar með sæti í Bestu deildinni í augsýn. Nú reynir á Árna og Fylkismenn að snúa við skútunni því með sama áframhaldi þá er hún að leiðinni niður í C-deild í fyrsta sinn í næstum því fjóra áratugi. Versta staða Fylkismanna undanfarin fjörutíu ár 3. sæti í C-deild - 1986 1. sæti í C-deild - 1987 [Eru núna í 9. sæti í B-deild] 6. sæti í B-deild - 1991 6. sæti í B-deild - 1997 4. sæti í B-deild - 1998 3. sæti í B-deild - 1990 2. sæti í B-deild - 1988 1. sæti í B-deild - 1992 1. sæti í B-deild - 1999 1. sæti í B-deild - 2017 1. sæti í B-deild - 2022 12. sæti í A-deild - 2021 12. sæti í A- deild - 2024 11. sæti í A-deild - 2016
Versta staða Fylkismanna undanfarin fjörutíu ár 3. sæti í C-deild - 1986 1. sæti í C-deild - 1987 [Eru núna í 9. sæti í B-deild] 6. sæti í B-deild - 1991 6. sæti í B-deild - 1997 4. sæti í B-deild - 1998 3. sæti í B-deild - 1990 2. sæti í B-deild - 1988 1. sæti í B-deild - 1992 1. sæti í B-deild - 1999 1. sæti í B-deild - 2017 1. sæti í B-deild - 2022 12. sæti í A-deild - 2021 12. sæti í A- deild - 2024 11. sæti í A-deild - 2016
Lengjudeild karla Fylkir Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira