Heyr, heyr-ið í þingsal veldur Snorra hugarangri Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2025 11:24 Snorri Másson taldi sig hafa greint ákveðið mynstur í þeirri hefði að hrópa heyr, heyr! í þingsal; þar réði ekki fölskvalaus aðdáun á ræðumanni heldur stundaði meirihlutinn þetta þegar hann væri hvað minnstur í sér. vísir/vilhelm Snorri Másson Miðflokki velti fyrir sér þeirri hefð sem myndast hefur í þingsal, þegar heyrist „Heyr, heyr!“ Hann taldi það misvísandi, þar lægi fiskur undir steini. Snorri var meðal þeirra þingmanna sem kvaddi sér hljóðs í dagskrárliðnum Störf þingsins sem var á dagskrá nú fyrir hádegi. Snorri var síðastur á mælendaskrá og kom fólki nokkuð á óvart þegar hann vildi gera þetta Heyr, heyr! að umtalsefni. Áður höfðu stjórnarliðar gert málþóf minnihlutans að umtalsefni, að það væri lítilsvirðandi og þingmenn minnihlutans sagt að þar væri verklagi ríkisstjórnar um að ræða. Halla Hrund Logadóttir Framsókn hafði opinberað að þingkonan Melissa Hortmann sem myrt var í Minnesota í Bandaríkjunum á dögunum, hafi verið með henni í skóla og Eydís Ásbjörnsdóttir Samfylkingu hafði þakkað heilbrigðisráðherra fyrir að vilja loks gera eitthvað í málefnum þeirra kvenna sem þjáðust af endómedríósu – sjálf væri hún meðal þeirra sem þjáðst hefði í fjóra áratugi af slíku. Halla Hrund Logadóttir greindi frá því að hún hafi verið með Melissu Hortmann, sem myrt var af manni sem var henni ósammála, í skóla. Hún taldi þennan voveiflega atburð til marks um pólaríseringu og væri brýning um að menn tækjust á en í vinsemd.vísir/vilhelm En Snorri fór í óvænta átt í ræðu sinni, eins og áður sagði. Hann taldi að þetta „Heyr, heyr!“ gæfi ekki rétta mynd af því sem í gangi væri í þinginu. Þetta gæti verið ruglandi fyrir þá sem fylgdust með Alþingisrásinni. Snorri hafði greint mynstur í „heyr, heyr-inu“, sem sagt því að þetta væri að mestu bundið við vinstri flokkana. „Við þingmenn vitum hvernig landið liggur. Og er þetta vegna þess að þau eru svona ánægð með sig? Nei, þau gera þetta þegar þau eru hvað minnst í sér. Þetta er ekki flöskvalaus aðdáun á ræðumanni sem ræður,“ sagði Snorri. Og uppskar hraustlegt „heyr, heyr!“ úr þingsal í lok ræðu sinnar. Þetta var þrátt fyrir að hann hafi farið sérstaklega fram á að það yrði ekki gert. Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Snorri var meðal þeirra þingmanna sem kvaddi sér hljóðs í dagskrárliðnum Störf þingsins sem var á dagskrá nú fyrir hádegi. Snorri var síðastur á mælendaskrá og kom fólki nokkuð á óvart þegar hann vildi gera þetta Heyr, heyr! að umtalsefni. Áður höfðu stjórnarliðar gert málþóf minnihlutans að umtalsefni, að það væri lítilsvirðandi og þingmenn minnihlutans sagt að þar væri verklagi ríkisstjórnar um að ræða. Halla Hrund Logadóttir Framsókn hafði opinberað að þingkonan Melissa Hortmann sem myrt var í Minnesota í Bandaríkjunum á dögunum, hafi verið með henni í skóla og Eydís Ásbjörnsdóttir Samfylkingu hafði þakkað heilbrigðisráðherra fyrir að vilja loks gera eitthvað í málefnum þeirra kvenna sem þjáðust af endómedríósu – sjálf væri hún meðal þeirra sem þjáðst hefði í fjóra áratugi af slíku. Halla Hrund Logadóttir greindi frá því að hún hafi verið með Melissu Hortmann, sem myrt var af manni sem var henni ósammála, í skóla. Hún taldi þennan voveiflega atburð til marks um pólaríseringu og væri brýning um að menn tækjust á en í vinsemd.vísir/vilhelm En Snorri fór í óvænta átt í ræðu sinni, eins og áður sagði. Hann taldi að þetta „Heyr, heyr!“ gæfi ekki rétta mynd af því sem í gangi væri í þinginu. Þetta gæti verið ruglandi fyrir þá sem fylgdust með Alþingisrásinni. Snorri hafði greint mynstur í „heyr, heyr-inu“, sem sagt því að þetta væri að mestu bundið við vinstri flokkana. „Við þingmenn vitum hvernig landið liggur. Og er þetta vegna þess að þau eru svona ánægð með sig? Nei, þau gera þetta þegar þau eru hvað minnst í sér. Þetta er ekki flöskvalaus aðdáun á ræðumanni sem ræður,“ sagði Snorri. Og uppskar hraustlegt „heyr, heyr!“ úr þingsal í lok ræðu sinnar. Þetta var þrátt fyrir að hann hafi farið sérstaklega fram á að það yrði ekki gert.
Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira