Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Árni Sæberg skrifar 18. júní 2025 16:00 Ólöf Dóra og vinkona hennar tilltu sér á Hressó í gær í tilefni þjóðhátíðardagsins. Hún segir farir sínar ekki sléttar eftir heimsóknina. Vísir Konu sem ætlaði, eins og svo margir, að gera sér glaðan dag í miðborginni á þjóðhátíðardaginn í gær var verulega brugðið yfir viðskiptaháttum veitingamanns þar. Hún var ásamt vinkonu sinni rukkuð um 1.500 krónur fyrir það eitt að setjast til borðs. Veitingamaðurinn stendur keikur og segir gjaldið ekkert nema eðlilegt. Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir greindi frá því í Facebookhópnum Neytendahorninu í dag að hún hefði ásamt vinkonu sest inn á veitingastaðinn Hressó við Austurstræti í Reykjavík í gær til þess að fá sér í gogginn. Þegar þær greiddu reikninginn hafi þeim verið tjáð að staðurinn rukkaði 1.500 krónur fyrir setuna á staðnum. „Auka 1500 kr. fyrir borðið því það var þjóðhátíðardagur!“ Á kvittunum sem hún lætur fylgja færslunni má sjá liðinn „0.50 Holiday fee — 750 kr.“ Það mætti útleggjast sem „0,50 stórhátíðargjald — 750 kr.“ Það gerir sum sé fimmtánhundruðkall fyrir tvo að setjast til snæðings á 17. júní. Enginn kannaðist við að hafa verið látinn vita „Mér náttúrulega snarbrá af því að við höfðum ekki verið látnar vita fyrir fram. Ég náttúrulega röflaði pínulítið af því að þarna var bara saklaus ungur maður að afgreiða. Hann átti ekkert að verða fyrir barðinu á ákvörðunum eigandans um að rukka sérstaklega fyrir borðið,“ segir Ólöf Dóra í samtali við Vísi. Annar starfsmaður á staðnum hafi þá skorist í leikinn og tjáð þeim að allir væru látnir vita fyrir fram af stórhátíðargjaldinu. Þær hafi spurt fólk á nærliggjandi borðum hvort það vissi af gjaldinu en enginn hafi kannast við það. Þeim hafi þá verið boðið upp á kakóbolla í boði hússins fyrir ómakið en þær afþakkað hann pent. „Okkur fannst það líka heldur skrýtið.“ Vöruðu fólk við í dyrunum Á útleið hafi þær mætt fólki og vinkonan látið það vita að rukkað væri fyrir að setjast til borðs á staðnum. „Það voru Íslendingar sem voru að koma inn og þau náttúrulega bara sneru sér við á punktinum. Mig grunar að veitingahúseigendur séu að reyna að pumpa gjaldið upp eins og þeir geta vegna þess að túrista vita ekki betur. Þeir vita ekki að þetta er óeðlilegt. Við sem Íslendingar höfum aldrei lent í öðru eins. Það er auðvitað hægt að græða heilmikið á því að rukka fimmtánhundruðkall fyrir borðið á 17. júní, sérstaklega af túristum sem vita ekki betur.“ Hún hafi fundið sig knúna til að vara við þessum viðskiptaháttum á Facebook til þess að reyna að koma í veg fyrir að svona lagað endurtaki sig. „Til að reyna að setja stopp á þessa gengdarlausu græðgi.“ Þá hafi hún haft sambandi við Neytendasamtökin, sem hafi kvatt hana til að tilkynna málið til Neytendastofu. Neytendastofa geti í framhaldinu úrskurðað hvort gjaldið standist yfir höfuð lög. Alþekkt í bransanum en mun glaður endurgreiða Bragi Skaftason, eigandi Hressó, segir í samtali við Vísi að fjöldi veitingastaða leggi á stórhátíðargjald á svokölluðum rauðum dögum. Það sé alþekkt í bransanum að á rauðum dögum sé greitt himinhátt álag á dagvinnutaxta og því sé launakostnaður hár á dögum sem 17. júní. Þá bendir hann á að veitingamaður geri vel nái hann að halda launakostnaði undir helmingi veltu veitingastaðarins. „Þannig að ég stend alveg við þetta, við erum að bera alveg gríðarlega mikinn kostnað af þessum degi. Þegar við fáum níutíu prósent ofan á, þá er þetta þungur róður.“ Þá segir hann að eftir því sem hann komist næst hafi allir verið látnir vita af gjaldinu fyrir fram og engar mótbárur hafi borist nema frá borði Ólafar Dóru og vinkonu hennar. „Ef það er eins og hún segir, að henni hafi ekki verið tilkynnt um þetta, þá skal ég glaður endurgreiða henni þetta gjald og biðjast afsökunar á því.“ Veitingastaðir Neytendur Reykjavík Verðlag 17. júní Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira
Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir greindi frá því í Facebookhópnum Neytendahorninu í dag að hún hefði ásamt vinkonu sest inn á veitingastaðinn Hressó við Austurstræti í Reykjavík í gær til þess að fá sér í gogginn. Þegar þær greiddu reikninginn hafi þeim verið tjáð að staðurinn rukkaði 1.500 krónur fyrir setuna á staðnum. „Auka 1500 kr. fyrir borðið því það var þjóðhátíðardagur!“ Á kvittunum sem hún lætur fylgja færslunni má sjá liðinn „0.50 Holiday fee — 750 kr.“ Það mætti útleggjast sem „0,50 stórhátíðargjald — 750 kr.“ Það gerir sum sé fimmtánhundruðkall fyrir tvo að setjast til snæðings á 17. júní. Enginn kannaðist við að hafa verið látinn vita „Mér náttúrulega snarbrá af því að við höfðum ekki verið látnar vita fyrir fram. Ég náttúrulega röflaði pínulítið af því að þarna var bara saklaus ungur maður að afgreiða. Hann átti ekkert að verða fyrir barðinu á ákvörðunum eigandans um að rukka sérstaklega fyrir borðið,“ segir Ólöf Dóra í samtali við Vísi. Annar starfsmaður á staðnum hafi þá skorist í leikinn og tjáð þeim að allir væru látnir vita fyrir fram af stórhátíðargjaldinu. Þær hafi spurt fólk á nærliggjandi borðum hvort það vissi af gjaldinu en enginn hafi kannast við það. Þeim hafi þá verið boðið upp á kakóbolla í boði hússins fyrir ómakið en þær afþakkað hann pent. „Okkur fannst það líka heldur skrýtið.“ Vöruðu fólk við í dyrunum Á útleið hafi þær mætt fólki og vinkonan látið það vita að rukkað væri fyrir að setjast til borðs á staðnum. „Það voru Íslendingar sem voru að koma inn og þau náttúrulega bara sneru sér við á punktinum. Mig grunar að veitingahúseigendur séu að reyna að pumpa gjaldið upp eins og þeir geta vegna þess að túrista vita ekki betur. Þeir vita ekki að þetta er óeðlilegt. Við sem Íslendingar höfum aldrei lent í öðru eins. Það er auðvitað hægt að græða heilmikið á því að rukka fimmtánhundruðkall fyrir borðið á 17. júní, sérstaklega af túristum sem vita ekki betur.“ Hún hafi fundið sig knúna til að vara við þessum viðskiptaháttum á Facebook til þess að reyna að koma í veg fyrir að svona lagað endurtaki sig. „Til að reyna að setja stopp á þessa gengdarlausu græðgi.“ Þá hafi hún haft sambandi við Neytendasamtökin, sem hafi kvatt hana til að tilkynna málið til Neytendastofu. Neytendastofa geti í framhaldinu úrskurðað hvort gjaldið standist yfir höfuð lög. Alþekkt í bransanum en mun glaður endurgreiða Bragi Skaftason, eigandi Hressó, segir í samtali við Vísi að fjöldi veitingastaða leggi á stórhátíðargjald á svokölluðum rauðum dögum. Það sé alþekkt í bransanum að á rauðum dögum sé greitt himinhátt álag á dagvinnutaxta og því sé launakostnaður hár á dögum sem 17. júní. Þá bendir hann á að veitingamaður geri vel nái hann að halda launakostnaði undir helmingi veltu veitingastaðarins. „Þannig að ég stend alveg við þetta, við erum að bera alveg gríðarlega mikinn kostnað af þessum degi. Þegar við fáum níutíu prósent ofan á, þá er þetta þungur róður.“ Þá segir hann að eftir því sem hann komist næst hafi allir verið látnir vita af gjaldinu fyrir fram og engar mótbárur hafi borist nema frá borði Ólafar Dóru og vinkonu hennar. „Ef það er eins og hún segir, að henni hafi ekki verið tilkynnt um þetta, þá skal ég glaður endurgreiða henni þetta gjald og biðjast afsökunar á því.“
Veitingastaðir Neytendur Reykjavík Verðlag 17. júní Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira