„Ég held samt að hann sé að bulla“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2025 11:30 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, komst ekki upp með þá froðu að hann horfi ekki á töfluna. Ásta Eir Árnadóttir, sérfræðingur Bestu markanna, kom upp um hann þar. Sýn Þróttarakonur byrjuðu tímabilið frábærlega, töpuðu ekki í fyrstu átta leikjum sínum í Bestu deildinni og komust í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins. Liðið tapaði síðan tveimur leikjum með nokkra daga millibili. Bestu mörkin fóru yfir stöðuna í Laugardalnum. Þróttur tapaði 2-1 á móti Val í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins 11. júní og svo fyrir Stjörnunni í Bestu deildinni aðeins fjórum dögum síðar. Ekkert tap í tvo mánuði og svo tvö töp á fimm dögum. Bestu mörkin sýndu viðtal við Ólaf Kristjánsson, þjálfara Þróttar, sem var mjög jákvæður þrátt fyrir töpin tvö og taldi það mikilvægast hvernig liðið myndi rísa upp í framhaldinu. Væri fáránlegt að segja eitthvað annað „Við horfum ekkert í töfluna. Við söfnum bara stigum og til að safna stigum þarftu góða frammistöðu. Við náðum því ekki í dag. Frammistaða okkar var ekki nægilega til að vinna og verðskuldaður Stjörnusigur. Svo er þetta bara með töfluna. Þú mátt ekki ef þú ert neðarlega að fara í “panic” eða ef þú ert ofarlega að vera ofsa kátur,” sagði Ólaftur við Vísi eftir tapleikinn á móti Stjörnunni. Klippa: Bestu mörkin ræddu stöðuna á Þrótti eftir tvö töp á fimm dögum „Bara halda áfram að sigla í gegnum tímabilið og muna hvað gefur þér stigin. Það er svona það sem við þurfum að vinna en það er geysileg tilhlökkun fyrir restinni af sumrinu og væri fáránlegt að segja eitthvað annað og leggjast í eitthvað þunglyndi. Auðvitað er maður fúll að tapa leik en það kemur fyrir bestu lið að tapa leikjum. Það er eins og maðurinn sagði það er hvernig maður kemur út úr tapinu. Hvernig þú reisir þig en ekki að tapið skilgreini mann,” sagði Ólaftur. Þetta kallaði á umræðu í Bestu mörkunum. „Ég hef pínu áhyggjur því þetta er ekki reynslumikið lið. Þetta er ekki lið sem hefur unnið titla. Þær hafa verið á fljúgandi starti og voru voða spenntar fyrir vikuna áður en þær fóru í bikarleikinn, svo áttu þær að fara í þennan Stjörnuleik og svo í erfiðan næsta leik,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Bjóst við meiru af þeim í þessum leik Helena velti því fyrir sér hvort það væri aðvörun fyrir Þrótt að tapa tveimur leikjum á stuttum tíma. „Þú getur lent í þessu síki að tapa fleiri leikjum,“ sagði Helena. „Ég bjóst við meiru af þeim í þessum leik eftir tapið í bikarnum. Þær komu á óvart og ég held að það þær hafi ekki búist við þessu frá Stjörnunni,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Leikmenn voru ólíkir sér en áhyggjur? Nei, ekki eins og Óli segir: Lið tapa. Bestu liðin tapa. Ég held að það sé engin örvænting þarna og ég held að hann (Ólafur Kristjánsson) sé með mjög góðan stjórn á því,“ sagði Ásta Eir. „Ég held samt að hann sé að bulla þegar hann segir að hann kíki ekkert á töfluna. Ég held að það séu allir að fylgjast með töflunni,“ sagði Ásta Eir. Það má sjá umræðuna um Þrótt hér fyrir ofan. Bestu mörkin Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira
Þróttur tapaði 2-1 á móti Val í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins 11. júní og svo fyrir Stjörnunni í Bestu deildinni aðeins fjórum dögum síðar. Ekkert tap í tvo mánuði og svo tvö töp á fimm dögum. Bestu mörkin sýndu viðtal við Ólaf Kristjánsson, þjálfara Þróttar, sem var mjög jákvæður þrátt fyrir töpin tvö og taldi það mikilvægast hvernig liðið myndi rísa upp í framhaldinu. Væri fáránlegt að segja eitthvað annað „Við horfum ekkert í töfluna. Við söfnum bara stigum og til að safna stigum þarftu góða frammistöðu. Við náðum því ekki í dag. Frammistaða okkar var ekki nægilega til að vinna og verðskuldaður Stjörnusigur. Svo er þetta bara með töfluna. Þú mátt ekki ef þú ert neðarlega að fara í “panic” eða ef þú ert ofarlega að vera ofsa kátur,” sagði Ólaftur við Vísi eftir tapleikinn á móti Stjörnunni. Klippa: Bestu mörkin ræddu stöðuna á Þrótti eftir tvö töp á fimm dögum „Bara halda áfram að sigla í gegnum tímabilið og muna hvað gefur þér stigin. Það er svona það sem við þurfum að vinna en það er geysileg tilhlökkun fyrir restinni af sumrinu og væri fáránlegt að segja eitthvað annað og leggjast í eitthvað þunglyndi. Auðvitað er maður fúll að tapa leik en það kemur fyrir bestu lið að tapa leikjum. Það er eins og maðurinn sagði það er hvernig maður kemur út úr tapinu. Hvernig þú reisir þig en ekki að tapið skilgreini mann,” sagði Ólaftur. Þetta kallaði á umræðu í Bestu mörkunum. „Ég hef pínu áhyggjur því þetta er ekki reynslumikið lið. Þetta er ekki lið sem hefur unnið titla. Þær hafa verið á fljúgandi starti og voru voða spenntar fyrir vikuna áður en þær fóru í bikarleikinn, svo áttu þær að fara í þennan Stjörnuleik og svo í erfiðan næsta leik,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Bjóst við meiru af þeim í þessum leik Helena velti því fyrir sér hvort það væri aðvörun fyrir Þrótt að tapa tveimur leikjum á stuttum tíma. „Þú getur lent í þessu síki að tapa fleiri leikjum,“ sagði Helena. „Ég bjóst við meiru af þeim í þessum leik eftir tapið í bikarnum. Þær komu á óvart og ég held að það þær hafi ekki búist við þessu frá Stjörnunni,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Leikmenn voru ólíkir sér en áhyggjur? Nei, ekki eins og Óli segir: Lið tapa. Bestu liðin tapa. Ég held að það sé engin örvænting þarna og ég held að hann (Ólafur Kristjánsson) sé með mjög góðan stjórn á því,“ sagði Ásta Eir. „Ég held samt að hann sé að bulla þegar hann segir að hann kíki ekkert á töfluna. Ég held að það séu allir að fylgjast með töflunni,“ sagði Ásta Eir. Það má sjá umræðuna um Þrótt hér fyrir ofan.
Bestu mörkin Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira