Fangar fluttir á spítala nokkrum sinnum á ári vegna ofneyslu vímuefna Lovísa Arnardóttir skrifar 20. júní 2025 06:30 Fangelsið á Hólmsheiði. Vísir/Vilhelm Fangar eru fluttir nokkrum sinnum á ári á spítala vegna gruns um ofnotkun vímuefna. Í nánast hverri viku koma upp mál þar sem fangaverðir leggja hald á lyf eða fíkniefni. Þetta kemur fram í svari frá Fangelsismálastofnun um umfang vímuefnanotkunar í fangelsum. Samkvæmt svari Fangelsismálastofnunar voru alls níu andlát í fangelsum landsins frá 2021 til 2024. Í fimm tilfellum lék grunur á sjálfsvígi. Fangelsismálastofnun fær ekki upplýsingar um niðurstöður krufningar í kjölfar andláts og segir í svari að því sé erfitt að fullyrða um dánarorsök. Andlát á Litla-Hrauni og Hólmsheiði Fjallað var um það í maí í fyrra að karlmaður á þrítugsaldri hefði fundist látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni. Faðir hans opnaði sig um vímuefnavanda sonar síns eftir andlát hans og kallaði eftir umbótum innan fangelsanna. Síðar sama ár var fjallað um karlmann á sextugsaldri sem lést á Litla-Hrauni. Aðeins kom fram í fréttum að andlátið hefði ekki borið að með saknæmum hætti. Í desember sama ár lést fangi af fangelsinu í Hólmsheiði á spítala eftir að hafa verið fluttur þangað veikur. Ekki kom fram hvers kyns veikindin hefðu verið í fréttum. Þá var einnig fjallað um það í apríl árið 2023 að karlmaður hefði fundist látinn í klefa sínum á Hólmsheiði. Um var að ræða fyrsta andlátið í fangelsinu eftir að það var tekið í notkun.Í apríl árið 2021 var einnig fjallað um að fangi hefði fundist látinn og að andlátið hefði ekki borið að með saknæmum hætti. Tilkynnt var í síðustu viku að Naloxone væri nú aðgengilegt í öllum fangelsum landsins. Naloxone er bráðalyf gegn ofskömmtun á ópíóíðum. Ef það er gefið tímanlega getur það bjargað mannslífum með því að snúa við öndunarbælingu og öðrum skaðlegum afleiðingum ofskömmtunar. Naloxone hefur hingað til aðeins verið fáanlegt hjá Frú Ragnheiði, í neyslurýminu Ylju og hjá Matthildarsamtökunum. Dreifingin er í samstarfi Matthildar, samtaka um skaðaminnkun, Afstöðu, félags um betrun og bætt fangelsismál og Fangelsismálastofnunar. Fangelsismál Fíkn Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira
Samkvæmt svari Fangelsismálastofnunar voru alls níu andlát í fangelsum landsins frá 2021 til 2024. Í fimm tilfellum lék grunur á sjálfsvígi. Fangelsismálastofnun fær ekki upplýsingar um niðurstöður krufningar í kjölfar andláts og segir í svari að því sé erfitt að fullyrða um dánarorsök. Andlát á Litla-Hrauni og Hólmsheiði Fjallað var um það í maí í fyrra að karlmaður á þrítugsaldri hefði fundist látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni. Faðir hans opnaði sig um vímuefnavanda sonar síns eftir andlát hans og kallaði eftir umbótum innan fangelsanna. Síðar sama ár var fjallað um karlmann á sextugsaldri sem lést á Litla-Hrauni. Aðeins kom fram í fréttum að andlátið hefði ekki borið að með saknæmum hætti. Í desember sama ár lést fangi af fangelsinu í Hólmsheiði á spítala eftir að hafa verið fluttur þangað veikur. Ekki kom fram hvers kyns veikindin hefðu verið í fréttum. Þá var einnig fjallað um það í apríl árið 2023 að karlmaður hefði fundist látinn í klefa sínum á Hólmsheiði. Um var að ræða fyrsta andlátið í fangelsinu eftir að það var tekið í notkun.Í apríl árið 2021 var einnig fjallað um að fangi hefði fundist látinn og að andlátið hefði ekki borið að með saknæmum hætti. Tilkynnt var í síðustu viku að Naloxone væri nú aðgengilegt í öllum fangelsum landsins. Naloxone er bráðalyf gegn ofskömmtun á ópíóíðum. Ef það er gefið tímanlega getur það bjargað mannslífum með því að snúa við öndunarbælingu og öðrum skaðlegum afleiðingum ofskömmtunar. Naloxone hefur hingað til aðeins verið fáanlegt hjá Frú Ragnheiði, í neyslurýminu Ylju og hjá Matthildarsamtökunum. Dreifingin er í samstarfi Matthildar, samtaka um skaðaminnkun, Afstöðu, félags um betrun og bætt fangelsismál og Fangelsismálastofnunar.
Fangelsismál Fíkn Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira