Kvikmyndaskólinn lifir og skólagjöld verða hóflegri Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. júní 2025 12:13 Nýtt húsnæði skólans er í Vatnagörðum 4. Aðsend Skráning er hafin fyrir nýnema í haust á vef Kvikmyndaskóla Íslands. Góður gangur þykir í viðræðum mennta- og barnamálaráðuneytisins og Rafmenntar, og ljóst þykir að nám haldi áfram við skólann í haust. Skólagjöld verða hóflegri en áður, og mun hver önn kosta 390 þúsund krónur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rafmennt, sem hefur tekið við rekstri Kvikmyndaskóla Íslands. Forsaga málsins er í grófum dráttum sú að rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands varð gjaldþrofa í lok mars. Rekstur skólans hafði verið erfiður um langt skeið en stofnandi skólans sá ekki fram á að geta klárað önnina með þá fjármuni sem skólinn átti. Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands sagði gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakaði þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hefðu neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Þannig fór að þekkingarfyrirtækið Rafmennt gekk til samninga við skiptastjóra þrotabús skólans og tryggði sér allar eignir þess. Rafmennt sá svo til þess að skólaárið yrði klárað. Stofnandi Kvikmyndaskólans sagðist svo hafa áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt. Auk þess sagðist hann ekki myndu hika við að lögsækja Rafmennt, skyldi félagið nota nafn Kvikmyndaskóla Íslands eða námskrána sem notast var við. Þór Pálsson, framkvæmdastjóri Rafmenntar, sagði ekkert því til fyrirstöðu að skólinn noti sama nafn og sömu námskrá og áður. Í dag var tilkynnt um að skráning nýnema væri hafin á vef Kvikmyndaskólans. „Mikil óvissa skapaðist um framtíð skólans við gjaldþrot hans í mars. Eftir að Rafmennt keypti allar eigur þrotabús skólans hélt kennsla áfram og 21 nemandi útskrifaðist frá skólanum 7. júní sl,“ segir í tilkynningu. Auk þess kom fram að tilkynnt hefði verið um það í gær að menntasjóður námsmanna hefði staðfest lánshæfi námsins í Kvikmyndaskólanum, og nemendur gætu því fjármagnað skólagjöld og uppihald með námslánum. „Tæplega 40 nemendur halda námi áfram í haust í glæsilegri aðstöðu skólans í húsnæði Stúdíó Sýrlands við Vatnagarða. Þar hafa nemendur aðgang að fjölda mynd- og hljóðvera auk þess sem fullkominn tækjabúnaður, alls að verðmæti um 200 milljónir króna, stendur þeim til boða til framleiðslu skólaverkefna.“ Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rafmennt, sem hefur tekið við rekstri Kvikmyndaskóla Íslands. Forsaga málsins er í grófum dráttum sú að rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands varð gjaldþrofa í lok mars. Rekstur skólans hafði verið erfiður um langt skeið en stofnandi skólans sá ekki fram á að geta klárað önnina með þá fjármuni sem skólinn átti. Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands sagði gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakaði þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hefðu neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Þannig fór að þekkingarfyrirtækið Rafmennt gekk til samninga við skiptastjóra þrotabús skólans og tryggði sér allar eignir þess. Rafmennt sá svo til þess að skólaárið yrði klárað. Stofnandi Kvikmyndaskólans sagðist svo hafa áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt. Auk þess sagðist hann ekki myndu hika við að lögsækja Rafmennt, skyldi félagið nota nafn Kvikmyndaskóla Íslands eða námskrána sem notast var við. Þór Pálsson, framkvæmdastjóri Rafmenntar, sagði ekkert því til fyrirstöðu að skólinn noti sama nafn og sömu námskrá og áður. Í dag var tilkynnt um að skráning nýnema væri hafin á vef Kvikmyndaskólans. „Mikil óvissa skapaðist um framtíð skólans við gjaldþrot hans í mars. Eftir að Rafmennt keypti allar eigur þrotabús skólans hélt kennsla áfram og 21 nemandi útskrifaðist frá skólanum 7. júní sl,“ segir í tilkynningu. Auk þess kom fram að tilkynnt hefði verið um það í gær að menntasjóður námsmanna hefði staðfest lánshæfi námsins í Kvikmyndaskólanum, og nemendur gætu því fjármagnað skólagjöld og uppihald með námslánum. „Tæplega 40 nemendur halda námi áfram í haust í glæsilegri aðstöðu skólans í húsnæði Stúdíó Sýrlands við Vatnagarða. Þar hafa nemendur aðgang að fjölda mynd- og hljóðvera auk þess sem fullkominn tækjabúnaður, alls að verðmæti um 200 milljónir króna, stendur þeim til boða til framleiðslu skólaverkefna.“
Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?