Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Lovísa Arnardóttir skrifar 20. júní 2025 06:54 Tunnurnar verða settar víða um svæðið. Aðsend Íþróttabandalag Akraness (ÍA) og Terra hafa hafið formlegt samstarf um markvissari úrgangsflokkun á íþróttaviðburðum. Byrjað verður á Norðurálsmótinu sem fer fram á Akranesi í vikunni og um helgina. Í tilkynningu segir að markmiðið með átakinu sé að stuðla að hreinni og umhverfisvænni framkvæmd mótsins með bættri aðstöðu til flokkunar úrgangs. „Þar sem fjöldi fólks kemur saman fellur yfirleitt til mikið magn úrgangs. Til að mæta þessari áskorun hafa ÍA og Terra fjölgað flokkunartunnum víða á svæðinu. Á íþróttasvæðum, tjaldsvæðum og skólum þar sem keppendur dvelja. Þar verður nú hægt að flokka úrgang í fjóra meginflokka, það er blandaðan úrgang, pappír, plast og skilagjaldsskyldar umbúðir,“ segir Erna Björk Hasler, markaðsstjóri Terra. Hún segir þetta í fyrsta skipti sem óskað er eftir frekari flokkun á úrgangi á íþróttaviðburði. „Hingað til hefur bara verið ein tunna þar sem allur úrgangur hefur farið í. Þetta eru mikil gleðitíðindi í okkar huga og við erum ákaflega stolt og ánægð að svara ákalli barna og foreldra. Ég á ekki von á öðru en fleiri íþróttafélög muni fylgja þessu fordæmi.“ Tunnurnar eru á mótssvæðinu og svo aukalega matarflokkun í matsal. Aðsend Rétt flokkun tryggir endurvinnslu Hún segir mikilvægt að gestir og þátttakendur sýni ábyrgð og flokki rétt. „Með réttri flokkun tryggjum við að úrgangurinn nýtist sem auðlind og fari í endurvinnslu. Þetta skiptir máli fyrir náttúruna og framtíðina. Börn eru þegar vön að flokka úrgang í skólum og heima og nú höldum við því áfram á mótum. Þetta er mikilvægt skref í átt að sjálfbærari íþróttaviðburðum.“ Auk þess að bæta við flokkunartunnum verður flokkunarílát fyrir matarleifar staðsett í matsal Íþróttamiðstöðvarinnar á Jaðarsbökkum, þar sem morgun-, hádegis- og kvöldverður er framreiddur. Þjálfarar, iðkendur og fararstjórar eru hvattir til að skila matarafgöngum í viðeigandi ílát. Erna segir gilda ástæðu fyrir því að koma flokkunartunnu fyrir matarleifar aðeins fyrir í matsal. „Hvað varðar matarleifar þá eru nokkrar ástæður fyrir því að við viljum byrja á matsalnum, enda metum við það sem svo að mesti úrgangur hvað varðar matarleifar verði á því svæði. Þar sem mótið fer að mestu fram úti þá er alltaf hætta á að mávar fari að leita í þessi ílát í leit af mat. Einnig þarf að hugsa um hreina strauma og er nóg að það fari eitt plast með matarleifum þá er búið að menga allan farminn og þá getum við ekki látið hann fara með matarleifum heldur mundi hann fall í flokkinn blandaður úrgangur.“ Jóhannes Geir Guðnason, rekstrarstjóri Terra á Akranesi, og Ingimar Elí Hlynsson, framkvæmdarstjóri KFÍA handsala samstarfið. Aðsend Vigta úrganginn Erna segir að loknu móti verður allur úrgangur sem fellur til vigtaður. Það sé sameiginlegt markmið mótshaldara og Terra að minnka hlutfall blandaðs úrgangs frá fyrri árum og skapa þannig fordæmi fyrir aðra viðburði. „Þar sem verið er að gera þetta í fyrsta sinn og því erum við ekki með nein önnur gögn um alla þessa flokka. Þetta verður allt vigtað eftir mótið niður á flokka og svo ætlum við að gera enn betur að ári liðnu. Markmiðið með þessu er að fá hreinni strauma frá móti sem þessu og viljum við að það sem fellur til í flokkinn blandaður úrgangur fari minnkandi milli ára. Með því að fá hreina strauma minnkum við sóun og náum að endurnýta verðmæti í stað þess að þeim sé hent, það er send í brennslu.“ Erna segir afar ánægjulegt að ÍA hafi tekið svo vel í þessa hugmynd þeirra. „Við hjá ÍA erum afar stolt af því að taka þátt í þessari mikilvægu vegferð með Terra. Norðurálsmótið er einn stærsti viðburður ársins á Akranesi með markvissari úrgangsflokkun sýnum við samfélagslega ábyrgð og gefum börnunum sem taka þátt gott fordæmi. Þetta samstarf er skref í rétta átt og við vonum að fleiri íþróttaviðburðir fylgi í kjölfarið,“ segir Ingimar Elí Hlynsson, framkvæmdarstjóri KFÍA Sorphirða Akranes Íþróttir barna ÍA Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Í tilkynningu segir að markmiðið með átakinu sé að stuðla að hreinni og umhverfisvænni framkvæmd mótsins með bættri aðstöðu til flokkunar úrgangs. „Þar sem fjöldi fólks kemur saman fellur yfirleitt til mikið magn úrgangs. Til að mæta þessari áskorun hafa ÍA og Terra fjölgað flokkunartunnum víða á svæðinu. Á íþróttasvæðum, tjaldsvæðum og skólum þar sem keppendur dvelja. Þar verður nú hægt að flokka úrgang í fjóra meginflokka, það er blandaðan úrgang, pappír, plast og skilagjaldsskyldar umbúðir,“ segir Erna Björk Hasler, markaðsstjóri Terra. Hún segir þetta í fyrsta skipti sem óskað er eftir frekari flokkun á úrgangi á íþróttaviðburði. „Hingað til hefur bara verið ein tunna þar sem allur úrgangur hefur farið í. Þetta eru mikil gleðitíðindi í okkar huga og við erum ákaflega stolt og ánægð að svara ákalli barna og foreldra. Ég á ekki von á öðru en fleiri íþróttafélög muni fylgja þessu fordæmi.“ Tunnurnar eru á mótssvæðinu og svo aukalega matarflokkun í matsal. Aðsend Rétt flokkun tryggir endurvinnslu Hún segir mikilvægt að gestir og þátttakendur sýni ábyrgð og flokki rétt. „Með réttri flokkun tryggjum við að úrgangurinn nýtist sem auðlind og fari í endurvinnslu. Þetta skiptir máli fyrir náttúruna og framtíðina. Börn eru þegar vön að flokka úrgang í skólum og heima og nú höldum við því áfram á mótum. Þetta er mikilvægt skref í átt að sjálfbærari íþróttaviðburðum.“ Auk þess að bæta við flokkunartunnum verður flokkunarílát fyrir matarleifar staðsett í matsal Íþróttamiðstöðvarinnar á Jaðarsbökkum, þar sem morgun-, hádegis- og kvöldverður er framreiddur. Þjálfarar, iðkendur og fararstjórar eru hvattir til að skila matarafgöngum í viðeigandi ílát. Erna segir gilda ástæðu fyrir því að koma flokkunartunnu fyrir matarleifar aðeins fyrir í matsal. „Hvað varðar matarleifar þá eru nokkrar ástæður fyrir því að við viljum byrja á matsalnum, enda metum við það sem svo að mesti úrgangur hvað varðar matarleifar verði á því svæði. Þar sem mótið fer að mestu fram úti þá er alltaf hætta á að mávar fari að leita í þessi ílát í leit af mat. Einnig þarf að hugsa um hreina strauma og er nóg að það fari eitt plast með matarleifum þá er búið að menga allan farminn og þá getum við ekki látið hann fara með matarleifum heldur mundi hann fall í flokkinn blandaður úrgangur.“ Jóhannes Geir Guðnason, rekstrarstjóri Terra á Akranesi, og Ingimar Elí Hlynsson, framkvæmdarstjóri KFÍA handsala samstarfið. Aðsend Vigta úrganginn Erna segir að loknu móti verður allur úrgangur sem fellur til vigtaður. Það sé sameiginlegt markmið mótshaldara og Terra að minnka hlutfall blandaðs úrgangs frá fyrri árum og skapa þannig fordæmi fyrir aðra viðburði. „Þar sem verið er að gera þetta í fyrsta sinn og því erum við ekki með nein önnur gögn um alla þessa flokka. Þetta verður allt vigtað eftir mótið niður á flokka og svo ætlum við að gera enn betur að ári liðnu. Markmiðið með þessu er að fá hreinni strauma frá móti sem þessu og viljum við að það sem fellur til í flokkinn blandaður úrgangur fari minnkandi milli ára. Með því að fá hreina strauma minnkum við sóun og náum að endurnýta verðmæti í stað þess að þeim sé hent, það er send í brennslu.“ Erna segir afar ánægjulegt að ÍA hafi tekið svo vel í þessa hugmynd þeirra. „Við hjá ÍA erum afar stolt af því að taka þátt í þessari mikilvægu vegferð með Terra. Norðurálsmótið er einn stærsti viðburður ársins á Akranesi með markvissari úrgangsflokkun sýnum við samfélagslega ábyrgð og gefum börnunum sem taka þátt gott fordæmi. Þetta samstarf er skref í rétta átt og við vonum að fleiri íþróttaviðburðir fylgi í kjölfarið,“ segir Ingimar Elí Hlynsson, framkvæmdarstjóri KFÍA
Sorphirða Akranes Íþróttir barna ÍA Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira