Botafogo vann og hélt hreinu gegn PSG Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. júní 2025 08:30 PSG kom jöfnunarmarki í netið en það fékk ekki að standa og Botafogo slapp með sigur. Harry How/Getty Images Nýkrýndir Evrópumeistarar Paris Saint-Germain töpuðu nokkuð óvænt í nótt, 1-0 gegn Suður-Ameríkumeisturum Botafogo, í leik liðanna á heimsmeistaramóti félagsliða. Botafogo varð þar með eitt af aðeins sex liðum til að halda hreinu gegn stórskotaliði PSG á tímabilinu. PSG var frá upphafi til enda mun meira með boltann en fékk á sig mark eftir að hafa tapað honum á slæmum stað undir lok fyrri hálfleiks. Igor Jesus fékk boltann skyndilega í fætur, skaut að marki og smá snerting varnarmanns hjálpaði til við að stýra boltanum framhjá markmanninum. This Celebration was absolute GOLD by Jesus Igor Watch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #PSGBOT pic.twitter.com/XtZVeg5O9t— DAZN Football (@DAZNFootball) June 20, 2025 Í seinni hálfleik herjaði PSG af enn meiri krafti að marki Botafogo, sem varðist með kjafti og klóm. PSG tókst svo að setja boltann í netið í tuttugasta sinn í síðustu fimm leikjum, en markið fékk ekki að telja vegna rangstöðu í aðdragandanum. Botafogo-menn prísuðu sig sæla og héldu út eftir það, þar til lokaflautið gall og 1-0 sigur varð niðurstaðan. Absolute scenes at full-time! 😱🔥Botafogo celebrate a stunning upset over PSG in the FIFA Club World Cup 🙌🏾Catch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every game. Free. | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld pic.twitter.com/yEMFO8i7Xx— DAZN Football (@DAZNFootball) June 20, 2025 Þetta var í fyrsta sinn í sögunni sem liðin tvö mætast og Botafogo varð eitt af fáum liðum til að halda marki sínu hreinu gegn PSG á tímabilinu. Síðasti leikur sem PSG tókst ekki að skora í var gegn Liverpool í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar þann 5. mars. Í heildina hafði aðeins fimm liðum tekist að halda hreinu í leik gegn PSG á tímabilinu. PSG: 70%+ possessionBotafogo: The win.Sometimes it’s not about how much you have — it’s what you do with it 🔥Watch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #PSGBOT pic.twitter.com/seBhcExs0h— DAZN Football (@DAZNFootball) June 20, 2025 Botafogo er því í efsta sæti B-riðilsins með fullt hús stiga en PSG í öðru sæti með þrjú stig og betri markatölu en Atlético Madrid sem er í þriðja sæti, einnig með þrjú stig. Seattle Sounders sitja neðstir, stigalausir. Í lokaumferðinni dugir PSG að vinna Seattle til að tryggja sig áfram. Til að forðast heimför þarf Atlético hins vegar að vinna Botafogo með þremur mörkum eða meira, eða treysta á að PSG tapi stigum gegn Seattle. HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Sjá meira
PSG var frá upphafi til enda mun meira með boltann en fékk á sig mark eftir að hafa tapað honum á slæmum stað undir lok fyrri hálfleiks. Igor Jesus fékk boltann skyndilega í fætur, skaut að marki og smá snerting varnarmanns hjálpaði til við að stýra boltanum framhjá markmanninum. This Celebration was absolute GOLD by Jesus Igor Watch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #PSGBOT pic.twitter.com/XtZVeg5O9t— DAZN Football (@DAZNFootball) June 20, 2025 Í seinni hálfleik herjaði PSG af enn meiri krafti að marki Botafogo, sem varðist með kjafti og klóm. PSG tókst svo að setja boltann í netið í tuttugasta sinn í síðustu fimm leikjum, en markið fékk ekki að telja vegna rangstöðu í aðdragandanum. Botafogo-menn prísuðu sig sæla og héldu út eftir það, þar til lokaflautið gall og 1-0 sigur varð niðurstaðan. Absolute scenes at full-time! 😱🔥Botafogo celebrate a stunning upset over PSG in the FIFA Club World Cup 🙌🏾Catch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every game. Free. | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld pic.twitter.com/yEMFO8i7Xx— DAZN Football (@DAZNFootball) June 20, 2025 Þetta var í fyrsta sinn í sögunni sem liðin tvö mætast og Botafogo varð eitt af fáum liðum til að halda marki sínu hreinu gegn PSG á tímabilinu. Síðasti leikur sem PSG tókst ekki að skora í var gegn Liverpool í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar þann 5. mars. Í heildina hafði aðeins fimm liðum tekist að halda hreinu í leik gegn PSG á tímabilinu. PSG: 70%+ possessionBotafogo: The win.Sometimes it’s not about how much you have — it’s what you do with it 🔥Watch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #PSGBOT pic.twitter.com/seBhcExs0h— DAZN Football (@DAZNFootball) June 20, 2025 Botafogo er því í efsta sæti B-riðilsins með fullt hús stiga en PSG í öðru sæti með þrjú stig og betri markatölu en Atlético Madrid sem er í þriðja sæti, einnig með þrjú stig. Seattle Sounders sitja neðstir, stigalausir. Í lokaumferðinni dugir PSG að vinna Seattle til að tryggja sig áfram. Til að forðast heimför þarf Atlético hins vegar að vinna Botafogo með þremur mörkum eða meira, eða treysta á að PSG tapi stigum gegn Seattle.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Sjá meira