Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2025 12:49 Nicolas Jackson fær hér að líta rauða spjaldið á HM í gær. Getty/Stephen Nadler Nicolas Jackson, hinn 24 ára gamli framherji Chelsea, kveðst reiður út í sjálfan sig og lofar stuðningsmönnum að gera betur, eftir rauða spjaldið sem hann fékk rétt eftir að hafa komið inn á sem varamaður í gær. Jackson kom inn á þegar tæpur hálftími var eftir af leik Chelsea við brasilíska liðið Flamengo á HM félagsliða i fótbolta. Flamengo komst í 2-1 og staða Chelsea varð svo enn erfiðari eftir glórulaust brot Jackson sem fór með takkana á undan sér í leikmann Flamengo og fékk strax að líta rauða spjaldið. Atvikið má sjá í hápunktum leiksins hér að neðan. Flamengo vann leikinn 3-1 og Chelsea þarf nú að sleppa við tap gegn Espérance á þriðjudagskvöld til að komast áfram í 16-liða úrslitin. Jackson, sem nú hefur fengið aukna samkeppni með tilkomu Liam Delap til Chelsea, var harðlega gagnrýndur af fyrrverandi leikmanni Chelsea, John Obi Mikel, í sjónvarpsútsendingu DAZN eftir leik: „Þetta eru ótrúlega heimskuleg mistök. Ég veit ekki hvað er í gangi í hausnum á honum. Hann kemur inn í þennan leik þegar liðið hans er 2-1 undir og þarf á honum að halda, og hann gerir þetta,“ sagði Mikel og rifjaði upp rauða spjaldið sem Jackson fékk í maí í ensku úrvalsdeildinni. „Hann gerði þetta gegn Newcastle, í mjög mikilvægum leik sem við þurftum að vinna til að komast í Meistaradeild Evrópu. Menn geta ekki haldið áfram að gera svona mistök. Mér er sama yfir hverju hann er pirraður. Þetta er stórt félag, Chelsea Football Club. Ef að hann er pirraður yfir samkeppninni við Delap… góðir leikmenn þurfa að fagna því. Við getum náð árangri saman sem lið,“ sagði Mikel. Jackson sendi frá sér skrif á samfélagsmiðlum innan við tveimur tímum eftir að leiknum við Flamengo lauk og þar sagði: „Mig langar að biðjast afsökunar. Biðja félagið, liðsfélagana og alla stuðningsmennina afsökunar því ég brást ykkur. Annað rautt spjald og ég er svo reiður út í sjálfan mig. Ég legg mikið á mig á hverjum degi til að hjálpa liðinu að lenda ekki í svona stöðu. Ég skil enn ekki alveg hvað gerðist. Eitt er þó á hreinu: þetta var ekki viljandi. Bara augnablik í fótbolta sem fór úrskeiðis. Engar afsakanir. Ég tek fulla ábyrgð. Ég skoða þetta, þroskast og kem til baka sterkari fyrir félagið og alla sem hafa trú á mér. Afsakið mig.“ HM félagsliða í fótbolta 2025 Enski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Jackson kom inn á þegar tæpur hálftími var eftir af leik Chelsea við brasilíska liðið Flamengo á HM félagsliða i fótbolta. Flamengo komst í 2-1 og staða Chelsea varð svo enn erfiðari eftir glórulaust brot Jackson sem fór með takkana á undan sér í leikmann Flamengo og fékk strax að líta rauða spjaldið. Atvikið má sjá í hápunktum leiksins hér að neðan. Flamengo vann leikinn 3-1 og Chelsea þarf nú að sleppa við tap gegn Espérance á þriðjudagskvöld til að komast áfram í 16-liða úrslitin. Jackson, sem nú hefur fengið aukna samkeppni með tilkomu Liam Delap til Chelsea, var harðlega gagnrýndur af fyrrverandi leikmanni Chelsea, John Obi Mikel, í sjónvarpsútsendingu DAZN eftir leik: „Þetta eru ótrúlega heimskuleg mistök. Ég veit ekki hvað er í gangi í hausnum á honum. Hann kemur inn í þennan leik þegar liðið hans er 2-1 undir og þarf á honum að halda, og hann gerir þetta,“ sagði Mikel og rifjaði upp rauða spjaldið sem Jackson fékk í maí í ensku úrvalsdeildinni. „Hann gerði þetta gegn Newcastle, í mjög mikilvægum leik sem við þurftum að vinna til að komast í Meistaradeild Evrópu. Menn geta ekki haldið áfram að gera svona mistök. Mér er sama yfir hverju hann er pirraður. Þetta er stórt félag, Chelsea Football Club. Ef að hann er pirraður yfir samkeppninni við Delap… góðir leikmenn þurfa að fagna því. Við getum náð árangri saman sem lið,“ sagði Mikel. Jackson sendi frá sér skrif á samfélagsmiðlum innan við tveimur tímum eftir að leiknum við Flamengo lauk og þar sagði: „Mig langar að biðjast afsökunar. Biðja félagið, liðsfélagana og alla stuðningsmennina afsökunar því ég brást ykkur. Annað rautt spjald og ég er svo reiður út í sjálfan mig. Ég legg mikið á mig á hverjum degi til að hjálpa liðinu að lenda ekki í svona stöðu. Ég skil enn ekki alveg hvað gerðist. Eitt er þó á hreinu: þetta var ekki viljandi. Bara augnablik í fótbolta sem fór úrskeiðis. Engar afsakanir. Ég tek fulla ábyrgð. Ég skoða þetta, þroskast og kem til baka sterkari fyrir félagið og alla sem hafa trú á mér. Afsakið mig.“
HM félagsliða í fótbolta 2025 Enski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti