Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2025 12:49 Nicolas Jackson fær hér að líta rauða spjaldið á HM í gær. Getty/Stephen Nadler Nicolas Jackson, hinn 24 ára gamli framherji Chelsea, kveðst reiður út í sjálfan sig og lofar stuðningsmönnum að gera betur, eftir rauða spjaldið sem hann fékk rétt eftir að hafa komið inn á sem varamaður í gær. Jackson kom inn á þegar tæpur hálftími var eftir af leik Chelsea við brasilíska liðið Flamengo á HM félagsliða i fótbolta. Flamengo komst í 2-1 og staða Chelsea varð svo enn erfiðari eftir glórulaust brot Jackson sem fór með takkana á undan sér í leikmann Flamengo og fékk strax að líta rauða spjaldið. Atvikið má sjá í hápunktum leiksins hér að neðan. Flamengo vann leikinn 3-1 og Chelsea þarf nú að sleppa við tap gegn Espérance á þriðjudagskvöld til að komast áfram í 16-liða úrslitin. Jackson, sem nú hefur fengið aukna samkeppni með tilkomu Liam Delap til Chelsea, var harðlega gagnrýndur af fyrrverandi leikmanni Chelsea, John Obi Mikel, í sjónvarpsútsendingu DAZN eftir leik: „Þetta eru ótrúlega heimskuleg mistök. Ég veit ekki hvað er í gangi í hausnum á honum. Hann kemur inn í þennan leik þegar liðið hans er 2-1 undir og þarf á honum að halda, og hann gerir þetta,“ sagði Mikel og rifjaði upp rauða spjaldið sem Jackson fékk í maí í ensku úrvalsdeildinni. „Hann gerði þetta gegn Newcastle, í mjög mikilvægum leik sem við þurftum að vinna til að komast í Meistaradeild Evrópu. Menn geta ekki haldið áfram að gera svona mistök. Mér er sama yfir hverju hann er pirraður. Þetta er stórt félag, Chelsea Football Club. Ef að hann er pirraður yfir samkeppninni við Delap… góðir leikmenn þurfa að fagna því. Við getum náð árangri saman sem lið,“ sagði Mikel. Jackson sendi frá sér skrif á samfélagsmiðlum innan við tveimur tímum eftir að leiknum við Flamengo lauk og þar sagði: „Mig langar að biðjast afsökunar. Biðja félagið, liðsfélagana og alla stuðningsmennina afsökunar því ég brást ykkur. Annað rautt spjald og ég er svo reiður út í sjálfan mig. Ég legg mikið á mig á hverjum degi til að hjálpa liðinu að lenda ekki í svona stöðu. Ég skil enn ekki alveg hvað gerðist. Eitt er þó á hreinu: þetta var ekki viljandi. Bara augnablik í fótbolta sem fór úrskeiðis. Engar afsakanir. Ég tek fulla ábyrgð. Ég skoða þetta, þroskast og kem til baka sterkari fyrir félagið og alla sem hafa trú á mér. Afsakið mig.“ HM félagsliða í fótbolta 2025 Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Jackson kom inn á þegar tæpur hálftími var eftir af leik Chelsea við brasilíska liðið Flamengo á HM félagsliða i fótbolta. Flamengo komst í 2-1 og staða Chelsea varð svo enn erfiðari eftir glórulaust brot Jackson sem fór með takkana á undan sér í leikmann Flamengo og fékk strax að líta rauða spjaldið. Atvikið má sjá í hápunktum leiksins hér að neðan. Flamengo vann leikinn 3-1 og Chelsea þarf nú að sleppa við tap gegn Espérance á þriðjudagskvöld til að komast áfram í 16-liða úrslitin. Jackson, sem nú hefur fengið aukna samkeppni með tilkomu Liam Delap til Chelsea, var harðlega gagnrýndur af fyrrverandi leikmanni Chelsea, John Obi Mikel, í sjónvarpsútsendingu DAZN eftir leik: „Þetta eru ótrúlega heimskuleg mistök. Ég veit ekki hvað er í gangi í hausnum á honum. Hann kemur inn í þennan leik þegar liðið hans er 2-1 undir og þarf á honum að halda, og hann gerir þetta,“ sagði Mikel og rifjaði upp rauða spjaldið sem Jackson fékk í maí í ensku úrvalsdeildinni. „Hann gerði þetta gegn Newcastle, í mjög mikilvægum leik sem við þurftum að vinna til að komast í Meistaradeild Evrópu. Menn geta ekki haldið áfram að gera svona mistök. Mér er sama yfir hverju hann er pirraður. Þetta er stórt félag, Chelsea Football Club. Ef að hann er pirraður yfir samkeppninni við Delap… góðir leikmenn þurfa að fagna því. Við getum náð árangri saman sem lið,“ sagði Mikel. Jackson sendi frá sér skrif á samfélagsmiðlum innan við tveimur tímum eftir að leiknum við Flamengo lauk og þar sagði: „Mig langar að biðjast afsökunar. Biðja félagið, liðsfélagana og alla stuðningsmennina afsökunar því ég brást ykkur. Annað rautt spjald og ég er svo reiður út í sjálfan mig. Ég legg mikið á mig á hverjum degi til að hjálpa liðinu að lenda ekki í svona stöðu. Ég skil enn ekki alveg hvað gerðist. Eitt er þó á hreinu: þetta var ekki viljandi. Bara augnablik í fótbolta sem fór úrskeiðis. Engar afsakanir. Ég tek fulla ábyrgð. Ég skoða þetta, þroskast og kem til baka sterkari fyrir félagið og alla sem hafa trú á mér. Afsakið mig.“
HM félagsliða í fótbolta 2025 Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira