Við þurfum hagkvæmu virkjunarkostina Gunnar Guðni Tómasson skrifar 22. júní 2025 09:03 Við þurfum meiri raforku á næstu árum og áratugum. Víðtæk samstaða hefur náðst um að kerfið okkar verði að vera skilvirkara, svo virkjunarkostir lendi ekki í margra ára, jafnvel áratuga skilvindu stjórnsýslunnar þar sem tímafrestir eru ekki virtir og mörg tækifæri eru til að kæra þau fjölmörgu leyfi sem veitt eru fyrir hverri virkjanaframkvæmd. Í þessari stöðu er ekki tilefni til að setja álitlega virkjunarkosti í verndarflokk rammaáætlunar; virkjunarkosti sem Alþingi hefur áður metið að eigi heima í biðflokki. Því miður hefur meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar lagt til að vísa Skatastaðavirkjun í verndarflokk, en sá kostur var áður settur í biðflokk 2022. Hins vegar er mjög ánægjulegt að sjá að meirihlutinn hafnar því að færa Kjalölduveitu úr biðflokki í verndarflokk, með vísan til þess að það þurfi að vera hafið yfir allan vafa að virkjunarkosturinn hafi fengið fullnægjandi málsmeðferð. Hvaða kostir eru þetta? Kjalölduveita sunnan Þjórsárvera er hagkvæmasti virkjunarkostur Landsvirkjunar. Með henni er vatni veitt úr Efri-Þjórsá til Þórisvatns þar sem því er miðlað áður en það rennur um allar virkjanir Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Með henni yrði skotið sterkari stoðum undir orkuvinnslu á stærsta vinnslusvæði orkufyrirtækis þjóðarinnar og núverandi innviðir á svæðinu nýttir enn betur. Í slökum vatnsárum eins og við höfum ítrekað upplifað síðustu ár og kallað hafa á skerðingar á afhendingu orku hefði vatn frá Kjalölduveitu komið sér einstaklega vel. Þótt formlegu umhverfismati sé ekki lokið benda þær rannsóknir sem þegar hafa verið gerðar til þess að umhverfisáhrif Kjalölduveitu verði mjög takmörkuð. Alfarið utan friðlands Verkefnisstjórn 5. áfanga rammaáætlunar vill að Kjalölduveita fari í verndarflokk og byggir á því að virkjunarkosturinn sé sambærilegur við eldri kost, Norðlingaölduveitu. Sá kostur var hins vegar ekki tækur til umfjöllunar í rammaáætlun af því að þar féll fyrirhugað lón innan marka friðlandsins í Þjórsárverum. Mannvirki og lón Kjalölduveitu eru hins vegar alfarið utan marka friðlandsins svo augljósari getur munurinn ekki verið. Lónstæðið hefur engin áhrif á Eyvafen sem talið var að Norðlingaölduveita gæti haft áhrif á og að Eyvindarverum eru um 23 km. Þá er fjarlægð að núverandi Ramsar-svæði um 7 km. Áhrif á Þjórsárver yrðu engin og Kjalalda myndi hafa takmörkuð áhrif á rennsli fossins Dynks. Það yrði áfram mikið, sumarrennslið yrði svipað og í Gullfossi. Kjalölduveita er hagkvæmasti virkjunarkostur Landsvirkjunar Áhrif Kjalölduveitu á umhverfi eru önnur en Norðlingaölduveitu og mikilvægt að hún fái rétta lögformlega efnismeðferð. Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar tekur undir að við þurfum að halda þessum möguleika til hagkvæmrar orkuvinnslu opnum. Ef Kjalölduveita verður að veruleika eykst orkugeta virkjana á svæðinu sem nemur einni nýrri virkjun. Þessi hagkvæmasti virkjunarkostur okkar í rammaáætlun fær nú vonandi efnislega meðferð, verði tillaga meirihlutans að veruleika. Sveigjanleiki til orkuskipta Skatastaðavirkjun í Austari Jökulsá í Skagafirði, sem meirihluti nefndarinnar leggur til að fari í verndarflokk, er líklega besti framtíðar virkjunarkostur í landinu til að skapa sveigjanleika fyrir orkuskipti og vindorku. Virkjunin er hagkvæm með miklu uppsettu afli sem skapar tækifæri til jöfnunar vindorku og þar að auki utan eldvirkra svæða sem tryggir aukið rekstraröryggi í raforkukerfinu. Við höfum séð hvernig eldsumbrot undanfarinna missera hafa ógnað orkuvinnslu á Reykjanesi. Virkjanir okkar á Suðurlandi eru líka skammt frá eldstöðvum. Við verðum að hafa orkuöryggi þjóðarinnar í huga og gæta þess að dreifa þessari áhættu. Við höfum öll gert okkur grein fyrir aukinni orkuþörf samfélagsins, enda blasir hún við. Það er mikilvægt að við útilokum ekki möguleika framtíðar kynslóða til frekari orkuöflunar. Ef virkjunarkostur er settur í verndarflokk er ljóst að ekki verður virkjað. Fari hann í biðflokk er ekki þar með sagt að virkjun rísi. Ef kostur fer í nýtingarflokk er í framhaldinu gert mat á umhverfisáhrifum þar sem eru könnuð þau áhrif sem virkjunin mun hafa á umhverfi og samfélag. Að okkar mati verða áhrif Skatastaðavirkjunar á umhverfi sitt, þ.m.t. flæðiengjar við Héraðsvötn, innan ásættanlegra marka. Úr því yrði þó endanlega skorið í vönduðu mati á umhverfisáhrifum sem síðan yrði lagt til grundvallar ákvörðunar um hvort virkjunarleyfi yrði veitt. Við þurfum að fara afar varlega í að útiloka möguleika komandi kynslóða til hagkvæmrar og öruggrar orkuvinnslu. Betur má ef duga skal Fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir á næstu 5 árum ná rétt svo að halda í horfinu í orkumálum. Við vitum að betur má ef duga skal. Núna er staðan sú að allir kostir í nýtingarflokki rammaáætlunar duga ekki til að halda í við eftirspurn til lengri tíma og er þar miðað við stefnu stjórnvalda sjálfra. Það skýtur því skökku við ef 5. áfangi rammaáætlunar verður afgreiddur með þeim hætti að draga enn úr möguleikum okkar til að mæta vaxandi orkuþörf með hagkvæmum virkjunarkostum. Ákvörðun sem leiðir til þess að við gætum þurft að fara í óhagkvæmari virkjunarkosti, t.d. í vindorku, sem enn hafa ekki fengið umfjöllun verkefnisstjórnar og geta mögulega haft neikvæðari umhverfisáhrif en þeir vatnsaflskostir sem nú er lagt til að setja í verndarflokk. Við erum beinlínis skuldbundin til að mæta markmiðum í loftslagsmálum og þar gegna orkuskipti lykilhlutverki. Höfundur er framkvæmdastjóri Vatnsafls hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Guðni Tómasson Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Ásahreppur Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiði Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiði skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við þurfum meiri raforku á næstu árum og áratugum. Víðtæk samstaða hefur náðst um að kerfið okkar verði að vera skilvirkara, svo virkjunarkostir lendi ekki í margra ára, jafnvel áratuga skilvindu stjórnsýslunnar þar sem tímafrestir eru ekki virtir og mörg tækifæri eru til að kæra þau fjölmörgu leyfi sem veitt eru fyrir hverri virkjanaframkvæmd. Í þessari stöðu er ekki tilefni til að setja álitlega virkjunarkosti í verndarflokk rammaáætlunar; virkjunarkosti sem Alþingi hefur áður metið að eigi heima í biðflokki. Því miður hefur meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar lagt til að vísa Skatastaðavirkjun í verndarflokk, en sá kostur var áður settur í biðflokk 2022. Hins vegar er mjög ánægjulegt að sjá að meirihlutinn hafnar því að færa Kjalölduveitu úr biðflokki í verndarflokk, með vísan til þess að það þurfi að vera hafið yfir allan vafa að virkjunarkosturinn hafi fengið fullnægjandi málsmeðferð. Hvaða kostir eru þetta? Kjalölduveita sunnan Þjórsárvera er hagkvæmasti virkjunarkostur Landsvirkjunar. Með henni er vatni veitt úr Efri-Þjórsá til Þórisvatns þar sem því er miðlað áður en það rennur um allar virkjanir Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Með henni yrði skotið sterkari stoðum undir orkuvinnslu á stærsta vinnslusvæði orkufyrirtækis þjóðarinnar og núverandi innviðir á svæðinu nýttir enn betur. Í slökum vatnsárum eins og við höfum ítrekað upplifað síðustu ár og kallað hafa á skerðingar á afhendingu orku hefði vatn frá Kjalölduveitu komið sér einstaklega vel. Þótt formlegu umhverfismati sé ekki lokið benda þær rannsóknir sem þegar hafa verið gerðar til þess að umhverfisáhrif Kjalölduveitu verði mjög takmörkuð. Alfarið utan friðlands Verkefnisstjórn 5. áfanga rammaáætlunar vill að Kjalölduveita fari í verndarflokk og byggir á því að virkjunarkosturinn sé sambærilegur við eldri kost, Norðlingaölduveitu. Sá kostur var hins vegar ekki tækur til umfjöllunar í rammaáætlun af því að þar féll fyrirhugað lón innan marka friðlandsins í Þjórsárverum. Mannvirki og lón Kjalölduveitu eru hins vegar alfarið utan marka friðlandsins svo augljósari getur munurinn ekki verið. Lónstæðið hefur engin áhrif á Eyvafen sem talið var að Norðlingaölduveita gæti haft áhrif á og að Eyvindarverum eru um 23 km. Þá er fjarlægð að núverandi Ramsar-svæði um 7 km. Áhrif á Þjórsárver yrðu engin og Kjalalda myndi hafa takmörkuð áhrif á rennsli fossins Dynks. Það yrði áfram mikið, sumarrennslið yrði svipað og í Gullfossi. Kjalölduveita er hagkvæmasti virkjunarkostur Landsvirkjunar Áhrif Kjalölduveitu á umhverfi eru önnur en Norðlingaölduveitu og mikilvægt að hún fái rétta lögformlega efnismeðferð. Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar tekur undir að við þurfum að halda þessum möguleika til hagkvæmrar orkuvinnslu opnum. Ef Kjalölduveita verður að veruleika eykst orkugeta virkjana á svæðinu sem nemur einni nýrri virkjun. Þessi hagkvæmasti virkjunarkostur okkar í rammaáætlun fær nú vonandi efnislega meðferð, verði tillaga meirihlutans að veruleika. Sveigjanleiki til orkuskipta Skatastaðavirkjun í Austari Jökulsá í Skagafirði, sem meirihluti nefndarinnar leggur til að fari í verndarflokk, er líklega besti framtíðar virkjunarkostur í landinu til að skapa sveigjanleika fyrir orkuskipti og vindorku. Virkjunin er hagkvæm með miklu uppsettu afli sem skapar tækifæri til jöfnunar vindorku og þar að auki utan eldvirkra svæða sem tryggir aukið rekstraröryggi í raforkukerfinu. Við höfum séð hvernig eldsumbrot undanfarinna missera hafa ógnað orkuvinnslu á Reykjanesi. Virkjanir okkar á Suðurlandi eru líka skammt frá eldstöðvum. Við verðum að hafa orkuöryggi þjóðarinnar í huga og gæta þess að dreifa þessari áhættu. Við höfum öll gert okkur grein fyrir aukinni orkuþörf samfélagsins, enda blasir hún við. Það er mikilvægt að við útilokum ekki möguleika framtíðar kynslóða til frekari orkuöflunar. Ef virkjunarkostur er settur í verndarflokk er ljóst að ekki verður virkjað. Fari hann í biðflokk er ekki þar með sagt að virkjun rísi. Ef kostur fer í nýtingarflokk er í framhaldinu gert mat á umhverfisáhrifum þar sem eru könnuð þau áhrif sem virkjunin mun hafa á umhverfi og samfélag. Að okkar mati verða áhrif Skatastaðavirkjunar á umhverfi sitt, þ.m.t. flæðiengjar við Héraðsvötn, innan ásættanlegra marka. Úr því yrði þó endanlega skorið í vönduðu mati á umhverfisáhrifum sem síðan yrði lagt til grundvallar ákvörðunar um hvort virkjunarleyfi yrði veitt. Við þurfum að fara afar varlega í að útiloka möguleika komandi kynslóða til hagkvæmrar og öruggrar orkuvinnslu. Betur má ef duga skal Fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir á næstu 5 árum ná rétt svo að halda í horfinu í orkumálum. Við vitum að betur má ef duga skal. Núna er staðan sú að allir kostir í nýtingarflokki rammaáætlunar duga ekki til að halda í við eftirspurn til lengri tíma og er þar miðað við stefnu stjórnvalda sjálfra. Það skýtur því skökku við ef 5. áfangi rammaáætlunar verður afgreiddur með þeim hætti að draga enn úr möguleikum okkar til að mæta vaxandi orkuþörf með hagkvæmum virkjunarkostum. Ákvörðun sem leiðir til þess að við gætum þurft að fara í óhagkvæmari virkjunarkosti, t.d. í vindorku, sem enn hafa ekki fengið umfjöllun verkefnisstjórnar og geta mögulega haft neikvæðari umhverfisáhrif en þeir vatnsaflskostir sem nú er lagt til að setja í verndarflokk. Við erum beinlínis skuldbundin til að mæta markmiðum í loftslagsmálum og þar gegna orkuskipti lykilhlutverki. Höfundur er framkvæmdastjóri Vatnsafls hjá Landsvirkjun.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar