Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2025 10:32 Valsarar binda vonir við að Re´Shawna Stone styrki liðið verulega. Instagram/@_bbabyfface_ Valsarar hafa tryggt sér öflugan leikmann fyrir næstu leiktíð í körfubolta kvenna því félagið hefur samið við Re´Shawna Stone sem farið hefur á kostum í Finnlandi síðustu tvö tímabil. Stone lék með Kouvottaret í Finnlandi og var þar að meðaltali með 21,5 stig í leik, 7 fráköst, 4,7 stoðsendingar og 2,5 stolna bolta. Síða hárið hennar, sem sjálf Hallgerður langbrók hefði sjálfsagt orðið stolt af, vakti athygli finnskra fjölmiðla þó að hæfileikar hennar gerðu það fyrst og fremst. Hún var til að mynda valin leikmaður mánaðarins í febrúar síðastliðnum og skilaði þá stórkostlegum tölum því hún skoraði að meðaltali 27,3 stig í leik, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Finnski miðillinn Kouvolan Sanomat sagði í fyrirsögn að það skipti ekki máli þó að Stone væri með hárið fyrir augunum, hún næði samt að skora.Skjáskot/Kouvolan Sanomat „Reshawna er fjölhæfur bakvörður sem getur búið til körfur fyrir sjálfa sig og aðra og getur einnig skotið afar vel. Auk þess að búa yfir miklum hæfileikum er hún frábær leiðtogi og við hlökkum til að sjá hana á vellinum í vetur,“ segir í tilkynningu frá Val. Þjálfarinn Jamil Abiad fagnar komu Stone: „Reshawna er nákvæmlega sú tegund leikmanns sem okkur hefur vantað til að komast á næsta stig. Hún kemur úr sterkri deildarkeppni þar sem hún stóð sig frábærlega. Ég er mjög spenntur að sjá hana á vellinum með stelpunum okkar í vetur,“ segir Jamil í tilkynningunni og sjálf er Stone spennt: „Ég hlakka virkilega til að vinna með Jamil þjálfara liðsins, nýjum liðsfélögum mínum og samfélaginu hjá Val. Ég er mjög þakklát fyrir þetta tækifæri og get ekki beðið eftir að leggja mitt af mörkum til áframhaldandi velgengni liðsins.“ Bónus-deild kvenna Valur Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjá meira
Stone lék með Kouvottaret í Finnlandi og var þar að meðaltali með 21,5 stig í leik, 7 fráköst, 4,7 stoðsendingar og 2,5 stolna bolta. Síða hárið hennar, sem sjálf Hallgerður langbrók hefði sjálfsagt orðið stolt af, vakti athygli finnskra fjölmiðla þó að hæfileikar hennar gerðu það fyrst og fremst. Hún var til að mynda valin leikmaður mánaðarins í febrúar síðastliðnum og skilaði þá stórkostlegum tölum því hún skoraði að meðaltali 27,3 stig í leik, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Finnski miðillinn Kouvolan Sanomat sagði í fyrirsögn að það skipti ekki máli þó að Stone væri með hárið fyrir augunum, hún næði samt að skora.Skjáskot/Kouvolan Sanomat „Reshawna er fjölhæfur bakvörður sem getur búið til körfur fyrir sjálfa sig og aðra og getur einnig skotið afar vel. Auk þess að búa yfir miklum hæfileikum er hún frábær leiðtogi og við hlökkum til að sjá hana á vellinum í vetur,“ segir í tilkynningu frá Val. Þjálfarinn Jamil Abiad fagnar komu Stone: „Reshawna er nákvæmlega sú tegund leikmanns sem okkur hefur vantað til að komast á næsta stig. Hún kemur úr sterkri deildarkeppni þar sem hún stóð sig frábærlega. Ég er mjög spenntur að sjá hana á vellinum með stelpunum okkar í vetur,“ segir Jamil í tilkynningunni og sjálf er Stone spennt: „Ég hlakka virkilega til að vinna með Jamil þjálfara liðsins, nýjum liðsfélögum mínum og samfélaginu hjá Val. Ég er mjög þakklát fyrir þetta tækifæri og get ekki beðið eftir að leggja mitt af mörkum til áframhaldandi velgengni liðsins.“
Bónus-deild kvenna Valur Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjá meira