Viktor Gísli endaði tíma sinn í Póllandi með því að verða pólskur meistari með Wisla Plock. Hann færur sig til Spánar í sumar og byrjar að spila með stórliði Barcelona.

Mikill heiður fyrir aðalmarkvörð íslenska landsliðsins að fá að spreyta sig með spænsku meisturunum á komandi leiktíð.
Á næstu leiktíð verða Viktor Gísli og besti markvörður heims, hinn danski Emil Nielsen, samherjar en Daninn færir sig síðan til Veszprém í Ungverjalandi.
Viktor kemur í stað spænska landsliðsmarkvarðarins Gonzalo Pérez de Vargas sem fer til Kiel í sumar.
Viktor Gísli byrjaði þó sumarið á öðrum stórum tímamótum.
Viktor kláraði í vetur nám sitt við Háskólann á Akureyri en 14. júní síðastliðinn útskrifaðist hann með BS prós í sálfræði.
Viktor stundaði námið með fram atvinnumennsku í bæði Póllandi og í Frakklandi.
Flestir hefðbundnir fyrirlestrar eru teknir upp og settir á kennsluvef. Þannig getur þú horft á fyrirlestra þegar þér hentar og eins oft og þú vilt.
Eins og kemur fram á heimasíðu Háskólans á Akureyri þá er í náminu lögð áhersla á að fræðast um mannlega hegðun, hugsun og tilfinningar. Sálfræðinámið er víðtækt og opnar margar dyr til starfa og frekara náms.
Sérstaða sálfræðinámsins við Háskólann á Akureyri felst í sveigjanlegu námi og námsmati.