Húsið býður upp á fjölbreytta nýtingarmöguleika, hvort sem er sem eitt einbýlishús eða þrjár sjálfstæðar íbúðir með sérinngangi. Í húsinu eru samtals fimm svefnherbergi og þrjú baðherbergi.

Tíðarandinn varðveittur
Sveitserstíllinn, sem naut mikilla vinsælda í Evrópu á síðari hluta 19. aldar og fram á 20. öld, einkennist meðal annars af háum sökkli, ríflegri lofthæð, stórum gluggum, útstæðum þakskeggi og skrautmiklum smáatriðum.
Við endurnýjunina var lögð sérstök áhersla á að viðhalda sögulegum einkennum hússins. Meðal annars var útlit upprunalegs rafmagnsbúnaðar valið með tilliti til gamla tíðarandans, veggir klæddir að hluta með eikarþiljum, auk þess sem upprunalegir gólfborðar voru endurnýttir.
Þrjár hæðir eða ein glæsileg heild
Frá norðurhlið hússins er gengið inn á miðhæðina sem skiptist í forstofu og hol sem leiðir inn í rúmgóða stofu og barnaherbergi. Til vinstri er viðbygging með eldhúsi, sem var endurnýjað fyrir tveimur árum, bjartri borðstofu og setustofu með útgengi í gróinn og fallegan garð.
Rishæðin er björt og notaleg með fallegu útsýni út í garð og svölum til austurs. Hæðin skiptist í rúmgott alrými, sem samanstendur af stofu, borðstofu og eldhús, baðherbergi og þrjú svefnherbergi.
Frá suðurhlið hússins er gengið inn í kjallara með fullri lofthæð. Hæðin skiptist í stofu með mögulegri eldunaraðstöðu, svefnrými og baðherbergi með glugga og sturtu.
Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.





