Höskuldur fékk rautt spjald í jafnteflinu á móti Fram, strax eftir að hann hafði skorað jöfnunarmark Blika undir lok leiksins.
Höskuldur hrinti fyrst fyrirliða Fram og sneri síðan niður markvörð Framliðsins. Honum lenti síðan saman við Kyle McLagan hjá Fram sem fékk líka rauða spjaldið.
Kyle McLagan fékk eins leiks bann en Höskuldur fékk því harðari refsingu vegna þessarar ofsalegu framkomu.
Höskuldur tekur út leikbannið sitt í leikjum Blika á móti Stjörnunni á föstudagskvöld og í útileik gegn Aftureldingu í næstu viku.
Nokkrir aðrir leikmenn voru líka dæmdir í bann vegna uppsafnaðra áminninga en þar á meðal er Tobias Thomsen, markahæsti leikmaður Blika. Blika verða því bæði án fyrirliða síns og markahæsta manns síns á móti nágrönnum sínum í Garðabæ.
KA-maðurinn Ívar Örn Árnason verður í banni þegar KA fær Val í heimsókn á föstudag en Valsmaðurinn Kristinn Freyr Sigurðsson tekur einnig út leikbann í þeim leik. Kristinn átti frábæran leik í stórsigrinum á KR.
FH-ingarnir Böðvar Böðvarsson og Tómas Orri Róbertsson verða í banni þegar FH-liðið mætir KR á sunnudag.
Auk Kyle þá verður Framarinn Haraldur Einar Ásgrímsson í banni hjá Fram þegar liðið mætir ÍBV á sunnudag.
Marko Vardic verður banni þegar ÍA heimsækir Vestra á sunnudag.