33 ára sósíalisti hafði betur gegn Cuomo í New York Atli Ísleifsson skrifar 25. júní 2025 06:38 Hinn 33 ára Zohran Mamdani yrði fyrsti músliminn til að stýra New York-borg, verði hann kjörinn í nóvember næstkomandi. AP Andrew Cuomo, fyrrverandi ríkisstjóri New York-ríkis, hefur ákveðið að draga framboð sitt til baka í forkosningum Demókrata um hver verður frambjóðandi flokksins í borgarstjórakosningum í New York sem fram fara í nóvember. Ákvörðun Cuomo þýðir að allt bendi til að hinn 33 ára Zohran Mamdani, sósíalisti og þingmaður á ríkisþingi New York, verði frambjóðandi Demókrata. Verði Mamdami kjörinn borgarstjóri verður hann fyrsti músliminn og Bandaríkjamaðurinn af indverskum uppruna til að stýra þessari einni af stærstu borgum Bandaríkjanna. Cuomo hafði sett stefnuna á óvænta pólitíska endurkomu eftir að hann sagði af sér sem ríkisstjóri fyrir fjórum árum í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni. Hann var ríkisstjóri New York á árunum 2011 til 2021. Fréttaskýrendur vestanhafs segja ósigur Cuomo einn þann óvæntasta í sögu New York-borgar. Fluttist til Bandaríkjanna sjö ára Mamdami fæddist í Úganda en fjölskylda hans fluttist til New York þegar hann var sjö ára gamall. Í frétt BBC segir að í kosningabaráttunni hafi hann meðal annars birt kosningamyndbönd þar sem hann talar urdu og þar sem hann nýtti myndefni úr Bollywood-myndum. Í öðru myndbandi ávarpaði hann kjósendur á spænsku. Mamdami hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við baráttu Palesínumanna við Ísraela og hefur málflutningur hans sætt gagnrýni innan raða Demókrataflokksins. Hann hefur sömuleiðis talað fyrir fríum almenningssamgöngum og heilbrigðisþjónustu, frystingu leiguverðs og einnig að borgin reki matvöruverslanir. Andrew Cuomo var ríkisstjóri New York-ríkis á árunum 2011 til 2021 en sagði af sér í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni. Hann hugði á endurkomu í pólitíkina.AP Mamdami „vann“ Í ávarpi til stuðningsmanna sinna í gærkvöldi sagði hinn 67 ára Cuomo að Mamdano hafi „unnið“ forkosningarnar og að Cuomo ætli sér nú að endurmeta stöðuna og „taka ákvarðanir“. Forkosningar Demókrata eru almennt taldar ákvarða hver verður borgarstjóri New York-borgar, en borgin er eitt helsta vígi Demókrata og meirihluti íbúa frjálslyndir í skoðunum. Niðurstöður gærkvöldsins sýndu Mamdami með öruggt forskot en þó ekki þann hreina meirihluta sem þarf til að hljóta útnefningu. Tilkynning Cuomo kom nokkuð á óvart þar sem talning mun halda áfram eitthvað fram í næstu viku. Í forkosningunum mega flokksmenn raða fimm frambjóðendum í röð og er talning fyrir vikið tímafrek. Í samtali við New York Times segir Cuomo að hann eigi enn eftir að taka ákvörðun um hvort að hann muni bjóða sig fram sem óháður í kosningunum sem fram fara í nóvember. Bandaríkin Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Ákvörðun Cuomo þýðir að allt bendi til að hinn 33 ára Zohran Mamdani, sósíalisti og þingmaður á ríkisþingi New York, verði frambjóðandi Demókrata. Verði Mamdami kjörinn borgarstjóri verður hann fyrsti músliminn og Bandaríkjamaðurinn af indverskum uppruna til að stýra þessari einni af stærstu borgum Bandaríkjanna. Cuomo hafði sett stefnuna á óvænta pólitíska endurkomu eftir að hann sagði af sér sem ríkisstjóri fyrir fjórum árum í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni. Hann var ríkisstjóri New York á árunum 2011 til 2021. Fréttaskýrendur vestanhafs segja ósigur Cuomo einn þann óvæntasta í sögu New York-borgar. Fluttist til Bandaríkjanna sjö ára Mamdami fæddist í Úganda en fjölskylda hans fluttist til New York þegar hann var sjö ára gamall. Í frétt BBC segir að í kosningabaráttunni hafi hann meðal annars birt kosningamyndbönd þar sem hann talar urdu og þar sem hann nýtti myndefni úr Bollywood-myndum. Í öðru myndbandi ávarpaði hann kjósendur á spænsku. Mamdami hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við baráttu Palesínumanna við Ísraela og hefur málflutningur hans sætt gagnrýni innan raða Demókrataflokksins. Hann hefur sömuleiðis talað fyrir fríum almenningssamgöngum og heilbrigðisþjónustu, frystingu leiguverðs og einnig að borgin reki matvöruverslanir. Andrew Cuomo var ríkisstjóri New York-ríkis á árunum 2011 til 2021 en sagði af sér í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni. Hann hugði á endurkomu í pólitíkina.AP Mamdami „vann“ Í ávarpi til stuðningsmanna sinna í gærkvöldi sagði hinn 67 ára Cuomo að Mamdano hafi „unnið“ forkosningarnar og að Cuomo ætli sér nú að endurmeta stöðuna og „taka ákvarðanir“. Forkosningar Demókrata eru almennt taldar ákvarða hver verður borgarstjóri New York-borgar, en borgin er eitt helsta vígi Demókrata og meirihluti íbúa frjálslyndir í skoðunum. Niðurstöður gærkvöldsins sýndu Mamdami með öruggt forskot en þó ekki þann hreina meirihluta sem þarf til að hljóta útnefningu. Tilkynning Cuomo kom nokkuð á óvart þar sem talning mun halda áfram eitthvað fram í næstu viku. Í forkosningunum mega flokksmenn raða fimm frambjóðendum í röð og er talning fyrir vikið tímafrek. Í samtali við New York Times segir Cuomo að hann eigi enn eftir að taka ákvörðun um hvort að hann muni bjóða sig fram sem óháður í kosningunum sem fram fara í nóvember.
Bandaríkin Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira