Hinn 22. maí tilkynnti Ingvar að hann væri á leið í meðferð á Vogi vegna þess að hann hefði um hríð átt við áfengisvanda að stríða. Hann tók sér þar af leiðandi leyfi frá þingstörfum.
Ingvar fagnaði afmælisdegi sínum í gær og skrifar á Facebook að hann hafi varið afmælisdeginum á meðferðarstöðinni Vík, „þaðan sem ég útskrifaðist í morgun“.
„Árangur áfram ekkert stopp eins og góðvinir mínir í Framsóknarflokknum sögðu eitt sinn!“
Heiða Ingimarsdóttir varaþingmaður hefur leyst Ingvar af hólmi í þingstörfum og Grímur Grímsson leyst Ingvar af hólmi í skyldum hans sem annar varaforseti þingsins.