Færeyingar í undanúrslitin á HM og gætu mætt Dönum í úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2025 20:45 Óli Mittun hefur verið frábær á þessu heimsmeistaramóti og er bæði að skora og leggja upp mörk fyrir liðið. Getty/Andreas Gora Færeyska 21 árs landsliðið í handbolta er komið alla leið í undanúrslitin á heimsmeistaramótinu í handbolta í Póllandi eftir sigur á Slóvenum í kvöld. Færeyingar unnu tveggja marka sigur á Slóveníu, 35-33, í átta liða úrslitum í kvöld og tryggðu sér undanúrslitaleik á móti Portúgal. Vinni færeyska liðið þennan undanúrslitaleik þá gætum við fengið úrslitaleik á HM í ár á milli Danmerkur og Færeyjar. Danir komust í undanúrslit með 25-23 sigri á Norðmönnum. Færeyingar skildu Íslendinga eftir í riðlinum og unnu síðan Frakka á leið sinni í átta liða úrslitin. Frábær fyrri hálfleikur skilaði færeyska liðinu sex marka forystu í hálfleik, 19-13. Slóvenska liðið beit aðeins frá sér í seinni hálfleiknum og minnkuðu muninn í eitt mark undir blálokin. Færeyingar héldu hins vegar út og fögnuðu frábærum sigri. Þetta er þegar orðinn besti árangur færeyska 21 árs landsliðsins sem endaði í sjöunda sæti á síðasta HM sem var áður besta frammistaðan. Það er magnað að þessi litla þjóð sé að skila landsliði í leik um verðlaun á heimsmeistaramóti. Óli Mittún fór að venju fyrir færeyska liðinu en Isak Vedelsbol átti líka stórleik og skoraði tíu mörk. Mittún var með sex mörk og þrjár stoðsendingar en var í strangri gæslu hjá Slóvenum. Niklas Gaard var með fimm mörk og Högni Heinason skoraði fjögur mörk auk þess að gefa átta stoðsendingar. Svíar komust líka í undanúrslit eftir sex marka sigur á Þjóðverjum, 32-26, og Norðurlandaþjóðirnar verða því þrjár í undanúrslitunum í ár. Portúgal er eina þjóðin sem er ekki þaðan en Portúgalar slógu Egypta út úr átta liða úrslitunum. View this post on Instagram A post shared by Handballnews24 (@handballnews24) Handbolti Færeyjar Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Færeyingar unnu tveggja marka sigur á Slóveníu, 35-33, í átta liða úrslitum í kvöld og tryggðu sér undanúrslitaleik á móti Portúgal. Vinni færeyska liðið þennan undanúrslitaleik þá gætum við fengið úrslitaleik á HM í ár á milli Danmerkur og Færeyjar. Danir komust í undanúrslit með 25-23 sigri á Norðmönnum. Færeyingar skildu Íslendinga eftir í riðlinum og unnu síðan Frakka á leið sinni í átta liða úrslitin. Frábær fyrri hálfleikur skilaði færeyska liðinu sex marka forystu í hálfleik, 19-13. Slóvenska liðið beit aðeins frá sér í seinni hálfleiknum og minnkuðu muninn í eitt mark undir blálokin. Færeyingar héldu hins vegar út og fögnuðu frábærum sigri. Þetta er þegar orðinn besti árangur færeyska 21 árs landsliðsins sem endaði í sjöunda sæti á síðasta HM sem var áður besta frammistaðan. Það er magnað að þessi litla þjóð sé að skila landsliði í leik um verðlaun á heimsmeistaramóti. Óli Mittún fór að venju fyrir færeyska liðinu en Isak Vedelsbol átti líka stórleik og skoraði tíu mörk. Mittún var með sex mörk og þrjár stoðsendingar en var í strangri gæslu hjá Slóvenum. Niklas Gaard var með fimm mörk og Högni Heinason skoraði fjögur mörk auk þess að gefa átta stoðsendingar. Svíar komust líka í undanúrslit eftir sex marka sigur á Þjóðverjum, 32-26, og Norðurlandaþjóðirnar verða því þrjár í undanúrslitunum í ár. Portúgal er eina þjóðin sem er ekki þaðan en Portúgalar slógu Egypta út úr átta liða úrslitunum. View this post on Instagram A post shared by Handballnews24 (@handballnews24)
Handbolti Færeyjar Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni