Vægar viðreynslur en engir pervertar Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 27. júní 2025 14:39 Björk starfaði í fjölmiðlum í um tuttugu ár. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Björk Eiðsdóttir, fyrrverandi ritstjóri og upplýsingafulltrúi, ákvað að segja skilið við fjölmiðlana eftir tuttugu ár og snúa sér aftur til fyrri starfa sem flugfreyja hjá Icelandair. Hún segir gott að geta slökkt á símanum og þurfa ekki að vera alltaf tengd umheiminum. „Ég er með ákveðið comeback. Ég var í þessu í gamla daga. Nú er ég búin að vera í fjölmiðlum í tuttugu ár og langaði að taka mér smá pásu frá því. Í staðinn fyrir að vera með símann on allan sólarhringinn og að fara í vinnu þar sem ég þarf að slökkva á símanum. Það er bara gott frelsi. Maður klæðir sig bara í og úr júniforminu og þá er bara vinnan hengd upp,“ segir Björk í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Björk mundaði pennann á Fréttablaðinu, Glamour, Vikunni, Séð & heyrt og MAN-Magasíni svo eitthvað sé nefnt. Eftir gjaldþrot Fréttablaðsins hóf hún störf fyrir Björgólf Thor Björgólfsson fjárfesti. Hún var honum meðal annars innan handar á dögunum þegar hann sendi frá sér yfirlýsingu eftir umfjöllun Kveiks um njósnir fyrir rúmum áratug. Í Bítinu var farið um víðan völl, en með Björk var Jakob Birgisson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og skemmtikraftur. Hann viðurkennir að hann öfundi fólk sem má mæta í vinnuna í einkennisbúningi. „Það er eitthvað við þetta sem er bara geggjað. Það er líka þessir búningar hjá Icelandair. Það er einhver klassík í þessu. Mér líður alltaf vel í þessum Icelandair vélum og þú veist að hverju þú gengur,“ segir hann. Ekki lent í flugdólg Talið berst að framkomu Íslendinga um borð og segir Björk flesta vera til fyrirmyndar. Enn sem komið er hefur hún ekki lent í neinum flugdólgum. „Þeir eru bara dásamlegir,“ segir Björk. Jakob spyr þá, hálfkíminn, hvort hún hafi lent í einhverjum pervertum. „Nei, ekki alvöru pervertum. Bara vægum viðreynslum, það er alltaf smá gaman að því,“ segir hún með bros á vör. „Það er eitthvað við það að eldast. Maður verður bara þakklátari með hverju árinu. Þegar ég var 25 ára fannst mér þetta ekki jafn skemmtilegt – en núna nýt ég þess miklu meira og ræð betur við allt. Maður segir fólki bara að setjast niður.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Bítið Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Borið gæfu til að gera drastískar breytingar á högum sínum Björk Eiðsdóttir, ævintýrakona og upplýsingafulltrúi Björgólfs Thor Björgólfssonar og fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, segist hafa borið gæfa til að gera drastískar breytingar á högum sínum. Hún fagnar stórafmæli á árinu og ætlar á fimmtíu fjöll í tilefni af öllum árunum. 1. apríl 2024 07:00 Björk Eiðsdóttir vinnur fyrir Björgólf Thor Björk Eiðsdóttir, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, hefur ráðið sig til starfa hjá Björgólfi Thor Björgólfssyni, viðskiptamanni. 23. júní 2023 22:59 Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira
„Ég er með ákveðið comeback. Ég var í þessu í gamla daga. Nú er ég búin að vera í fjölmiðlum í tuttugu ár og langaði að taka mér smá pásu frá því. Í staðinn fyrir að vera með símann on allan sólarhringinn og að fara í vinnu þar sem ég þarf að slökkva á símanum. Það er bara gott frelsi. Maður klæðir sig bara í og úr júniforminu og þá er bara vinnan hengd upp,“ segir Björk í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Björk mundaði pennann á Fréttablaðinu, Glamour, Vikunni, Séð & heyrt og MAN-Magasíni svo eitthvað sé nefnt. Eftir gjaldþrot Fréttablaðsins hóf hún störf fyrir Björgólf Thor Björgólfsson fjárfesti. Hún var honum meðal annars innan handar á dögunum þegar hann sendi frá sér yfirlýsingu eftir umfjöllun Kveiks um njósnir fyrir rúmum áratug. Í Bítinu var farið um víðan völl, en með Björk var Jakob Birgisson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og skemmtikraftur. Hann viðurkennir að hann öfundi fólk sem má mæta í vinnuna í einkennisbúningi. „Það er eitthvað við þetta sem er bara geggjað. Það er líka þessir búningar hjá Icelandair. Það er einhver klassík í þessu. Mér líður alltaf vel í þessum Icelandair vélum og þú veist að hverju þú gengur,“ segir hann. Ekki lent í flugdólg Talið berst að framkomu Íslendinga um borð og segir Björk flesta vera til fyrirmyndar. Enn sem komið er hefur hún ekki lent í neinum flugdólgum. „Þeir eru bara dásamlegir,“ segir Björk. Jakob spyr þá, hálfkíminn, hvort hún hafi lent í einhverjum pervertum. „Nei, ekki alvöru pervertum. Bara vægum viðreynslum, það er alltaf smá gaman að því,“ segir hún með bros á vör. „Það er eitthvað við það að eldast. Maður verður bara þakklátari með hverju árinu. Þegar ég var 25 ára fannst mér þetta ekki jafn skemmtilegt – en núna nýt ég þess miklu meira og ræð betur við allt. Maður segir fólki bara að setjast niður.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Bítið Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Borið gæfu til að gera drastískar breytingar á högum sínum Björk Eiðsdóttir, ævintýrakona og upplýsingafulltrúi Björgólfs Thor Björgólfssonar og fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, segist hafa borið gæfa til að gera drastískar breytingar á högum sínum. Hún fagnar stórafmæli á árinu og ætlar á fimmtíu fjöll í tilefni af öllum árunum. 1. apríl 2024 07:00 Björk Eiðsdóttir vinnur fyrir Björgólf Thor Björk Eiðsdóttir, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, hefur ráðið sig til starfa hjá Björgólfi Thor Björgólfssyni, viðskiptamanni. 23. júní 2023 22:59 Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira
Borið gæfu til að gera drastískar breytingar á högum sínum Björk Eiðsdóttir, ævintýrakona og upplýsingafulltrúi Björgólfs Thor Björgólfssonar og fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, segist hafa borið gæfa til að gera drastískar breytingar á högum sínum. Hún fagnar stórafmæli á árinu og ætlar á fimmtíu fjöll í tilefni af öllum árunum. 1. apríl 2024 07:00
Björk Eiðsdóttir vinnur fyrir Björgólf Thor Björk Eiðsdóttir, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, hefur ráðið sig til starfa hjá Björgólfi Thor Björgólfssyni, viðskiptamanni. 23. júní 2023 22:59