Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. júní 2025 14:52 Halldór Árnason segir Daniel Obbekjær ekki hafa hentað leikstíl Breiðabliks og hann sé of góður til að sitja á bekknum. vísir Daniel Obbekjær hefur yfirgefið herbúðir Breiðabliks og heldur nú aftur til Færeyja, þaðan sem hann kom fyrir ári síðan. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, segir leikstíl liðsins ekki hafa hentað honum og Daniel sé of góður miðvörður til að sitja bara á bekknum. Áhugaverður kostur sem bauðst óvænt Halldór segir Daniel hafa komið óvænt til liðsins rétt fyrir tímabilið í fyrra og leyst miðvarðarstöðuna óaðfinnanlega í leikjunum sem hann spilaði, en liðið þurfti að aðlaga leikstílinn að honum í þeim leikjum. „Daniel kemur til okkar í fyrra til að auka breiddina og ýta aðeins við Damir og Viktori. Kemur óvænt stuttu fyrir tímabilið og var áhugaverður kostur. Strákur sem hafði spilað tíu yngri landsleiki fyrir Dani, spilaði í dönsku úrvalsdeildinni sautján ára og hafði verið allra besti hafsentinn í Færeyjum árið áður [en hann kom til Breiðabliks.] Ekki alveg þessi týpiski Breiðabliksleikmaður en hafði samt mjög margt sem við töldum okkar getað nýtt og hann var frábær fyrir okkur í fyrra. Ekki í stóru hlutverki framan af en leysir leikina þegar Damir rófubeinsbrotnaði og gerði það bara óaðfinnanlega, en vissulega þurftum við aðeins að aðlaga liðið til að fá það besta út úr honum. Gerðum það í fjórum, fimm leikjum og hann átti ristastóran þátt í þessum Íslandsmeistaratitli“ sagði Halldór um danska miðvörðinn sem hefur nú skrifað undir hjá RSÍ Runavík. View this post on Instagram A post shared by NSÍ Runavík FC (@nsirunavikfc) Hentar ekki leikstílnum Daniel hefur lítið komið við sögu á þessu tímabili. Halldór segir hans eiginlega ekki hafa hentað leikstílnum sem liðið hefur lagt upp með á þessu tímabili. „Það er bara þannig að við erum orðnir töluvert öfgafyllri í því hversu hátt við erum með liðið og í maður á mann pressunni. Það er kannski ekki alveg hans leikur. Hann hefur verið mjög dýrmætur liðsfélagi og fagmaður frá því hann kom, en alltof góður leikmaður til að sitja bara á bekknum og spila ekki. Þannig að ég held að þetta sé bara fín lausn fyrir hann.“ Vel mannaðir í miðvarðastöðunum Breiðablik mun ekki koma til með að sakna Daniels mikið, enda miðjumenn frekar verið settir í miðvarðarstöðurnar fram yfir Daniel. „Við höfum spilað með Viktor Örn, Ásgeir Orra, Arnór Gauta og Anton Loga í hafsent og Daniel hefur verið á bekknum. Svo styttist í að Damir fái leikheimild… Leiðinlegt að missa Daniel sem liðsmann en hlutverkið var þannig að við komum kannski ekki til með að finna mikið fyrir því á vellinum“ sagði Halldór. Breiðablik heimsækir Stjörnuna í Garðabæ klukkan 19:15 í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn Sport. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti Fleiri fréttir Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Sjá meira
Áhugaverður kostur sem bauðst óvænt Halldór segir Daniel hafa komið óvænt til liðsins rétt fyrir tímabilið í fyrra og leyst miðvarðarstöðuna óaðfinnanlega í leikjunum sem hann spilaði, en liðið þurfti að aðlaga leikstílinn að honum í þeim leikjum. „Daniel kemur til okkar í fyrra til að auka breiddina og ýta aðeins við Damir og Viktori. Kemur óvænt stuttu fyrir tímabilið og var áhugaverður kostur. Strákur sem hafði spilað tíu yngri landsleiki fyrir Dani, spilaði í dönsku úrvalsdeildinni sautján ára og hafði verið allra besti hafsentinn í Færeyjum árið áður [en hann kom til Breiðabliks.] Ekki alveg þessi týpiski Breiðabliksleikmaður en hafði samt mjög margt sem við töldum okkar getað nýtt og hann var frábær fyrir okkur í fyrra. Ekki í stóru hlutverki framan af en leysir leikina þegar Damir rófubeinsbrotnaði og gerði það bara óaðfinnanlega, en vissulega þurftum við aðeins að aðlaga liðið til að fá það besta út úr honum. Gerðum það í fjórum, fimm leikjum og hann átti ristastóran þátt í þessum Íslandsmeistaratitli“ sagði Halldór um danska miðvörðinn sem hefur nú skrifað undir hjá RSÍ Runavík. View this post on Instagram A post shared by NSÍ Runavík FC (@nsirunavikfc) Hentar ekki leikstílnum Daniel hefur lítið komið við sögu á þessu tímabili. Halldór segir hans eiginlega ekki hafa hentað leikstílnum sem liðið hefur lagt upp með á þessu tímabili. „Það er bara þannig að við erum orðnir töluvert öfgafyllri í því hversu hátt við erum með liðið og í maður á mann pressunni. Það er kannski ekki alveg hans leikur. Hann hefur verið mjög dýrmætur liðsfélagi og fagmaður frá því hann kom, en alltof góður leikmaður til að sitja bara á bekknum og spila ekki. Þannig að ég held að þetta sé bara fín lausn fyrir hann.“ Vel mannaðir í miðvarðastöðunum Breiðablik mun ekki koma til með að sakna Daniels mikið, enda miðjumenn frekar verið settir í miðvarðarstöðurnar fram yfir Daniel. „Við höfum spilað með Viktor Örn, Ásgeir Orra, Arnór Gauta og Anton Loga í hafsent og Daniel hefur verið á bekknum. Svo styttist í að Damir fái leikheimild… Leiðinlegt að missa Daniel sem liðsmann en hlutverkið var þannig að við komum kannski ekki til með að finna mikið fyrir því á vellinum“ sagði Halldór. Breiðablik heimsækir Stjörnuna í Garðabæ klukkan 19:15 í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn Sport.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti Fleiri fréttir Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Sjá meira