Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Lovísa Arnardóttir skrifar 28. júní 2025 22:20 Til vinstri er Sæþór Benjamín Randalsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins og til hægri Sara Stef Hildardóttir starfandi gjaldkeri Vorstjörnunnar. Samsett Sara Stef Hildardóttir starfandi gjaldkeri Vorstjörnu, Védís Guðjónsdóttir formaður Vorstjörnu og Guðmundur Auðunsson, gjaldkeri kosningastjórnar Sósíalistaflokksins, hafa öll verið kærð til lögreglu af nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins fyrir efnahagsbrot. „Við erum öll sjálfboðaliðar sem höfum starfað fyrir grasrótarhreyfingu Sósíalista síðastliðin fimm ár. Kærurnar eru settar fram af mönnum sem hafa setið í stjórnum flokksins sl. ár og samþykkt fjárhagsráðstöfun hans ár eftir ár. Þessir menn hafa aldrei andmælt ráðstöfun ríkisstyrkjanna til Vorstjörnunnar eða Samstöðvarinnar —þar til nú,“ segir Sara í færslu í spjallhópi Sósíalistaflokksins í kvöld. Fjallað hefur verið um það um helgina að ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hafi sakað fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins um að hafa tæmt sjóði flokksins. Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar, segir ásakanirnar kjaftæði og íhugar að höfða meiðyrðamál gegn nýrri stjórn. Sjá einnig: Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Hallarbylting varð á aðalfundi Sósíalistaflokksins í maí þar sem hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára og fylkingu hans hlaut kjör í stjórn. Miklar deilur höfðu staðið yfir innan raða flokksins undanfarna mánuði, þar sem hópur fólks hafði beitt sér í miklum mæli gegn Gunnari Smára sem þá var formaður framkvæmdastjórnar. „Það er súrrealískt að upplifa þetta. Það er með ólíkindum að þeir ráðist svona á fyrrum félaga sína, eins og þeir séu þeirra verstu óvinir. Ég hef ekki séð aðrar eins aðfarir, og fólk sem er mér eldra talar um að hafa ekki séð aðrar eins aðfarir að gömlum samherjum,“ segir Sara í samtali við fréttastofu. Hún segir þessar kærur með ólíkindum. Sömu menn og leggi þær fram hafi á aðalfundi í maí samþykkt ársreikninga félagsins og ekki gert athugasemd þá, eða áður, við þá ráðstöfun flokksins að láta opinbera styrki og styrki frá Reykjavíkurborg renna til Vorstjörnunnar og Samstöðvarinnar. „Frá því í vetur hafa þessir menn talað fyrir því að nauðsynlegt sé að halda aðalfund Vorstjörnu en þegar formaður og starfandi gjaldkeri hófu undirbúning fundarins hófst atburðarás sem sér ekki fyrir endann á. Fyrst er vefur Vorstjörnu tekinn ófrjálsri hendi og stjórn félagsins komst ekki inn á hann. Félagaskrá Vorstjörnu var yfirtekin og gerð óaðgengileg stjórn félagsins. Pósthólf Vorstjörnu var yfirtekið og aðgangi lokað. Nú hefur húsnæði Vorstjörnu í Bolholti verið boltað upp og læst svo stjórn félagsins hefur ekki aðgang að því,“ segir Sara í færslunni og spyr hvað sé næst. Samstöðin lifi ekki flutninga af Hún segir liggja fyrir að ef ný framkvæmdastjórn flokksins nái að taka yfir Vorstjörnuna sé ljóst að félaginu verði lokað. Verði af því verði Samstöðin án húsnæðis og það sé ljóst að miðillinn muni ekki lifa það af. „Þetta er með ólíkindum. Við erum öll sjálfboðaliðar og ég hef verið það síðustu fimm ár. Þetta eru mínir fyrrum félagar sem ætla núna að kæra mig fyrir efnahagsbrot þrátt fyrir að það liggi fyrir samþykktir um að þetta fjármagn hafi mátt renna til Vorstjörnunnar,“ segir Sara í samtali við fréttastofu. Það séu til endurskoðaðir ársreikningar og samþykktir á fundum félagsins um að nýta ætti fjármagnið með þessum hætti. Það sé því ekki rétt sem til dæmis kom fram í kvöldfréttum Sýnar í kvöld í máli Sigrúnar Unnsteinsdóttur, varaformanns framkvæmdastjórnar, að ekki séu til samþykktir um flutning fjármagnsins og að umboðið sé óskýrt. Vorstjarnan hafi verið stofnuð á Sósíalistaþingi og það alltaf legið fyrir að það ætti að vera styrktarsjóður og að flokkurinn myndi gefa frá sér það fé sem hann fengi frá ríkinu og Reykjavíkurborg. „Það er ekkert nýtt í þessu, þannig það er með ólíkindum að þeir séu að leggja fram kæru um efnahagsbrot.“ Handrit um atkvæðagreiðslu á aðalfundi Sara leggur fram með færslunni sinni mynd af „tossamiða“ sem gekk á milli manna á aðalfundi í maí þegar ný framkvæmdastjórn tók við völdum. Á miðanum er að finna leiðbeiningar til þeirra sem ætluðu að kjósa nýja framkvæmdastjórn um hvernig þau áttu að kjósa á fundinum. Þar er þeim til dæmis leiðbeint að kjósa já þegar greidd eru atkvæði um ársreikning. „Þetta var handrit um það hvernig þau áttu að kjósa og á þessum aðalfundi samþykktu þau ársreikning, þar sem er einmitt gert grein fyrir því að helmingur fari til Vorstjörnu og helmingur til Samstöðvarinnar, og að styrkurinn frá Reykjavíkurborg renni líka til Vorstjörnu,“ segir Sara sem furðar sig á þessari samþykkt í ljósi kærunnar sem nú er komin fram. Tossamiðinn sem gekk á milli á aðalfundiFacebook Tortryggni og illindi Sara segist sakna hjá nýrri framkvæmdastjórn að sjá það sama og þau kölluðu eftir á aðalfundi, það er breytt vinnubrögð, betri menningu og opin og gagnsæ samskipti. „Ég hef ekki séð neitt af því. Ég hef bara séð tortryggni og illindi,“ segir hún og gerir alvarlegar athugasemdir við það að ný framkvæmdastjórn hafi frá því að hún tók við ráðstafað allt að tveimur milljónum í lögfræðikostnað vegna þessara deilna. Sara segir réttast fyrir nýja framkvæmdastjórn að kalla til félagsfundar vilji þau ekki að fjármagn frá ríki og borg renni áfram til Vorstjörnunnar og Samstöðvarinnar. „Þau verða að kalla saman félagsfund og biðja félaga að samþykkja að hætta að veita þessu fé til Vorstjörnunnar, en þau hafa heldur ekki gert það. Þessi stjórn fer fram eins og hún ráði öllu, en það er ekki þannig. Stjórnin tekur vald sitt frá félögunum,“ segir Sara. Það hafi verið eitt af slagorðum hópsins í maí að efla lýðræði innan flokksins en hún geti ekki séð að það sé verið að gera það. Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Fjölmiðlar Alþingi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
„Við erum öll sjálfboðaliðar sem höfum starfað fyrir grasrótarhreyfingu Sósíalista síðastliðin fimm ár. Kærurnar eru settar fram af mönnum sem hafa setið í stjórnum flokksins sl. ár og samþykkt fjárhagsráðstöfun hans ár eftir ár. Þessir menn hafa aldrei andmælt ráðstöfun ríkisstyrkjanna til Vorstjörnunnar eða Samstöðvarinnar —þar til nú,“ segir Sara í færslu í spjallhópi Sósíalistaflokksins í kvöld. Fjallað hefur verið um það um helgina að ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hafi sakað fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins um að hafa tæmt sjóði flokksins. Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar, segir ásakanirnar kjaftæði og íhugar að höfða meiðyrðamál gegn nýrri stjórn. Sjá einnig: Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Hallarbylting varð á aðalfundi Sósíalistaflokksins í maí þar sem hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára og fylkingu hans hlaut kjör í stjórn. Miklar deilur höfðu staðið yfir innan raða flokksins undanfarna mánuði, þar sem hópur fólks hafði beitt sér í miklum mæli gegn Gunnari Smára sem þá var formaður framkvæmdastjórnar. „Það er súrrealískt að upplifa þetta. Það er með ólíkindum að þeir ráðist svona á fyrrum félaga sína, eins og þeir séu þeirra verstu óvinir. Ég hef ekki séð aðrar eins aðfarir, og fólk sem er mér eldra talar um að hafa ekki séð aðrar eins aðfarir að gömlum samherjum,“ segir Sara í samtali við fréttastofu. Hún segir þessar kærur með ólíkindum. Sömu menn og leggi þær fram hafi á aðalfundi í maí samþykkt ársreikninga félagsins og ekki gert athugasemd þá, eða áður, við þá ráðstöfun flokksins að láta opinbera styrki og styrki frá Reykjavíkurborg renna til Vorstjörnunnar og Samstöðvarinnar. „Frá því í vetur hafa þessir menn talað fyrir því að nauðsynlegt sé að halda aðalfund Vorstjörnu en þegar formaður og starfandi gjaldkeri hófu undirbúning fundarins hófst atburðarás sem sér ekki fyrir endann á. Fyrst er vefur Vorstjörnu tekinn ófrjálsri hendi og stjórn félagsins komst ekki inn á hann. Félagaskrá Vorstjörnu var yfirtekin og gerð óaðgengileg stjórn félagsins. Pósthólf Vorstjörnu var yfirtekið og aðgangi lokað. Nú hefur húsnæði Vorstjörnu í Bolholti verið boltað upp og læst svo stjórn félagsins hefur ekki aðgang að því,“ segir Sara í færslunni og spyr hvað sé næst. Samstöðin lifi ekki flutninga af Hún segir liggja fyrir að ef ný framkvæmdastjórn flokksins nái að taka yfir Vorstjörnuna sé ljóst að félaginu verði lokað. Verði af því verði Samstöðin án húsnæðis og það sé ljóst að miðillinn muni ekki lifa það af. „Þetta er með ólíkindum. Við erum öll sjálfboðaliðar og ég hef verið það síðustu fimm ár. Þetta eru mínir fyrrum félagar sem ætla núna að kæra mig fyrir efnahagsbrot þrátt fyrir að það liggi fyrir samþykktir um að þetta fjármagn hafi mátt renna til Vorstjörnunnar,“ segir Sara í samtali við fréttastofu. Það séu til endurskoðaðir ársreikningar og samþykktir á fundum félagsins um að nýta ætti fjármagnið með þessum hætti. Það sé því ekki rétt sem til dæmis kom fram í kvöldfréttum Sýnar í kvöld í máli Sigrúnar Unnsteinsdóttur, varaformanns framkvæmdastjórnar, að ekki séu til samþykktir um flutning fjármagnsins og að umboðið sé óskýrt. Vorstjarnan hafi verið stofnuð á Sósíalistaþingi og það alltaf legið fyrir að það ætti að vera styrktarsjóður og að flokkurinn myndi gefa frá sér það fé sem hann fengi frá ríkinu og Reykjavíkurborg. „Það er ekkert nýtt í þessu, þannig það er með ólíkindum að þeir séu að leggja fram kæru um efnahagsbrot.“ Handrit um atkvæðagreiðslu á aðalfundi Sara leggur fram með færslunni sinni mynd af „tossamiða“ sem gekk á milli manna á aðalfundi í maí þegar ný framkvæmdastjórn tók við völdum. Á miðanum er að finna leiðbeiningar til þeirra sem ætluðu að kjósa nýja framkvæmdastjórn um hvernig þau áttu að kjósa á fundinum. Þar er þeim til dæmis leiðbeint að kjósa já þegar greidd eru atkvæði um ársreikning. „Þetta var handrit um það hvernig þau áttu að kjósa og á þessum aðalfundi samþykktu þau ársreikning, þar sem er einmitt gert grein fyrir því að helmingur fari til Vorstjörnu og helmingur til Samstöðvarinnar, og að styrkurinn frá Reykjavíkurborg renni líka til Vorstjörnu,“ segir Sara sem furðar sig á þessari samþykkt í ljósi kærunnar sem nú er komin fram. Tossamiðinn sem gekk á milli á aðalfundiFacebook Tortryggni og illindi Sara segist sakna hjá nýrri framkvæmdastjórn að sjá það sama og þau kölluðu eftir á aðalfundi, það er breytt vinnubrögð, betri menningu og opin og gagnsæ samskipti. „Ég hef ekki séð neitt af því. Ég hef bara séð tortryggni og illindi,“ segir hún og gerir alvarlegar athugasemdir við það að ný framkvæmdastjórn hafi frá því að hún tók við ráðstafað allt að tveimur milljónum í lögfræðikostnað vegna þessara deilna. Sara segir réttast fyrir nýja framkvæmdastjórn að kalla til félagsfundar vilji þau ekki að fjármagn frá ríki og borg renni áfram til Vorstjörnunnar og Samstöðvarinnar. „Þau verða að kalla saman félagsfund og biðja félaga að samþykkja að hætta að veita þessu fé til Vorstjörnunnar, en þau hafa heldur ekki gert það. Þessi stjórn fer fram eins og hún ráði öllu, en það er ekki þannig. Stjórnin tekur vald sitt frá félögunum,“ segir Sara. Það hafi verið eitt af slagorðum hópsins í maí að efla lýðræði innan flokksins en hún geti ekki séð að það sé verið að gera það.
Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Fjölmiðlar Alþingi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira