Fótbolti

Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úr­slit

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gonzalo Garcia og Trent Alexander-Arnold fagna marki Madrídinga.
Gonzalo Garcia og Trent Alexander-Arnold fagna marki Madrídinga. Kevin C. Cox/Getty Images

Real Madrid tryggði sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum HM félagsliða er liðið vann 1-0 sigur gegn Juventus.

Madrídarliðið var sterkara framan af leik og skapaði sér nokkur færi til að taka forystuna í fyrri hálfleik. Inn vildi boltinn þó ekki og því var enn markalaust þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja.

Madrídingum tókst svo loksins að brjóta ísinn á 54. mínútu þegar Gonzalo Garcia kom boltanum í netið eftir undirbúning frá Trent Alexander-Arnold, sem nýverið gekk til liðs við Real Madrid frá Liverpool.

Fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaðan varð 1-0 sigur Real Madrid, sem er á leið í átta liða úrslit á kostnað Juventus. Madrídingar mæta annað hvort Dortmund eða Monterrey í átta liða úrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×