Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. júlí 2025 20:55 Formaður Fjölskylduhjálpar segir ekkert annað vera í stöðunni. Skjáskot/Sýn Matargjöfum Fjölskylduhjálpar Íslands verður hætt á morgun eftir 22 ára starfsemi. Formaður félagsins segir það stinga í hjartað og að tvískinnungsháttar gæti hjá stjórnvöldum. Fjölskylduhjálp Íslands hefur staðið fyrir matargjöfum í einni eða annarri mynd í 22 ár. Matarbankar Fjölskylduhjálpar hafa verið reknir síðustu þrjú árin annars vegar í Grófinni í Reykjanesbæ og hins vegar í Iðufelli í Breiðholti. Bara á síðasta ári voru 29 þúsundum matargjafa úthlutað og Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður segir lokunina munu hafa sitt að segja fyrir þá sem búa við fátækt á Íslandi. Ásgerður Jóna segir að Fjölskylduhjálp hafi undanfarin ár verið úthlutaður svokallaður velferðarstyrkur frá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu en að það hafi ekki hlotið styrk þetta árið. Engin svör berist frá stjórnvöldum og með síhækkandi reikningum og íþyngjandi reglugerðum sé lítið annað í stöðunni en að hætta matargjöfum. „Þetta stingur okkur í hjartastað. Sjálfboðaliðarnir eru allir mjög sorgmæddir,“ segir hún. Síðasta úthlutunin á morgun Samhliða matargjöfum hefur Fjölskylduhjálp einnig rekið hringrásarverslanir að Baldursgötu í Reykjanesbæ og Iðufelli í Breiðholti. Tekjurnar af því ásamt styrkjum frá yfirvöldum hafi greitt leiguna en Ásgerður segir leiguna í Iðufelli nema 3,3 milljónum króna sem félagið hefur ekki ráð á. „Eina tekjuöflunin erufatabúðirnar. Síðan með öllu því sem við erum að borga þurfum við að borga gjaldkera, bókara úti í bæ og endurskoðanda. Síðan eru það tryggingar, bíltryggingar, síminn, netið og það sem við þurfum í samskipti. Þetta eru hátt í 3 milljónir á mánuði fyrir utan bensínkostnað. Þetta er fastur kostnaður sem við getum ekkert ýtt til hliðar. Ákvörðun var tekin um það að við yrðum bara að loka Matarbankanum,“ segir Ásgerður. Hringrásarverslanir Fjölskylduhjálpar hafa að mestu rekið matarbankana.Sýn Síðasta matarúthlutunin hefur þegar farið fram í Reykjanesbæ en á morgun verður síðasta matargjöfin veitt í Iðufelli. „Við getum ekkert meira gert, annars erum við komnar sjálfar í skuld. Við getum það ekki,“ segir Ásgerður. Mikið högg fyrir þá sem minnst hafa Hún segir tvískinnungsháttar gæta hjá stjórnvöldum sem styrki alls konar verkefni í þágu baráttunnar við loftslagsvána en skelli skollaeyrum við áköll Fjölskylduhjálpar sem sinnir því tvöfalda að draga úr matarsóun og aðstoða fátæka, öryrkja og hælisleitendur. Lokun matarbankanna komi einnig til með að bitna verulega á sjálfboðaliðum Fjölskylduhjálpar sem horfi margir fram á brottvísun. „Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt. Fyrir utan sextíu sjálfboðaliða sem koma alls staðar að og hafa stutt okkur alveg gríðarlega undanfarin ár. Fólk sem er að bíða eftir því að fá landvistarleyfi. Stór hópur sem þarf að fara af landi. Ofboðslega duglegt sem myndi þiggja vinnu um leið og þeir fengju landvistarleyfi,“ segir hún. Hún segist þó ánægð með samvinnuna sem Fjölskylduhjálp og fyrirtæki landsins hafi átt og hún vonast jafnframt til að Fjölskylduhjálp geti haldið áfram að styðja við þá sem eiga minnst á milli handanna. „Þetta mun hafa mikið að segja fyrr fólkið með lægstu launin. Ég hef fylgst með í 30 ár og ég finn að það hefur voðalega lítið breyst. Ef þú hugsar um einstæðar mæður og einstæða feður, þau hafa lítið og börnin þurfa að þola mikinn skort á ýmsu,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Hjálparstarf Fjölskyldumál Hælisleitendur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira
Fjölskylduhjálp Íslands hefur staðið fyrir matargjöfum í einni eða annarri mynd í 22 ár. Matarbankar Fjölskylduhjálpar hafa verið reknir síðustu þrjú árin annars vegar í Grófinni í Reykjanesbæ og hins vegar í Iðufelli í Breiðholti. Bara á síðasta ári voru 29 þúsundum matargjafa úthlutað og Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður segir lokunina munu hafa sitt að segja fyrir þá sem búa við fátækt á Íslandi. Ásgerður Jóna segir að Fjölskylduhjálp hafi undanfarin ár verið úthlutaður svokallaður velferðarstyrkur frá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu en að það hafi ekki hlotið styrk þetta árið. Engin svör berist frá stjórnvöldum og með síhækkandi reikningum og íþyngjandi reglugerðum sé lítið annað í stöðunni en að hætta matargjöfum. „Þetta stingur okkur í hjartastað. Sjálfboðaliðarnir eru allir mjög sorgmæddir,“ segir hún. Síðasta úthlutunin á morgun Samhliða matargjöfum hefur Fjölskylduhjálp einnig rekið hringrásarverslanir að Baldursgötu í Reykjanesbæ og Iðufelli í Breiðholti. Tekjurnar af því ásamt styrkjum frá yfirvöldum hafi greitt leiguna en Ásgerður segir leiguna í Iðufelli nema 3,3 milljónum króna sem félagið hefur ekki ráð á. „Eina tekjuöflunin erufatabúðirnar. Síðan með öllu því sem við erum að borga þurfum við að borga gjaldkera, bókara úti í bæ og endurskoðanda. Síðan eru það tryggingar, bíltryggingar, síminn, netið og það sem við þurfum í samskipti. Þetta eru hátt í 3 milljónir á mánuði fyrir utan bensínkostnað. Þetta er fastur kostnaður sem við getum ekkert ýtt til hliðar. Ákvörðun var tekin um það að við yrðum bara að loka Matarbankanum,“ segir Ásgerður. Hringrásarverslanir Fjölskylduhjálpar hafa að mestu rekið matarbankana.Sýn Síðasta matarúthlutunin hefur þegar farið fram í Reykjanesbæ en á morgun verður síðasta matargjöfin veitt í Iðufelli. „Við getum ekkert meira gert, annars erum við komnar sjálfar í skuld. Við getum það ekki,“ segir Ásgerður. Mikið högg fyrir þá sem minnst hafa Hún segir tvískinnungsháttar gæta hjá stjórnvöldum sem styrki alls konar verkefni í þágu baráttunnar við loftslagsvána en skelli skollaeyrum við áköll Fjölskylduhjálpar sem sinnir því tvöfalda að draga úr matarsóun og aðstoða fátæka, öryrkja og hælisleitendur. Lokun matarbankanna komi einnig til með að bitna verulega á sjálfboðaliðum Fjölskylduhjálpar sem horfi margir fram á brottvísun. „Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt. Fyrir utan sextíu sjálfboðaliða sem koma alls staðar að og hafa stutt okkur alveg gríðarlega undanfarin ár. Fólk sem er að bíða eftir því að fá landvistarleyfi. Stór hópur sem þarf að fara af landi. Ofboðslega duglegt sem myndi þiggja vinnu um leið og þeir fengju landvistarleyfi,“ segir hún. Hún segist þó ánægð með samvinnuna sem Fjölskylduhjálp og fyrirtæki landsins hafi átt og hún vonast jafnframt til að Fjölskylduhjálp geti haldið áfram að styðja við þá sem eiga minnst á milli handanna. „Þetta mun hafa mikið að segja fyrr fólkið með lægstu launin. Ég hef fylgst með í 30 ár og ég finn að það hefur voðalega lítið breyst. Ef þú hugsar um einstæðar mæður og einstæða feður, þau hafa lítið og börnin þurfa að þola mikinn skort á ýmsu,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands.
Hjálparstarf Fjölskyldumál Hælisleitendur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira