Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 2. júlí 2025 15:01 Dalabyggð hefur ítrekað undanfarin misseri og ár kallað eftir viðbragði og aðgerðum dómsmálaráðherra varðandi algjört aðstöðuleysi starfsemi lögreglunnar í Búðardal og sem og þörf fyrir aukna mönnun lögreglunnar á svæðinu. Í dag hefur Lögreglustjóraembættið á Vesturlandi afnot af 9,8 fermetra skrifstofurými í Búðardal þó að þarfagreining sýni að meira þurfi til svo aðstaðan geti kallast ásættanleg og í Búðardal er einungis einn lögreglumaður búsettur og starfandi að jafnaði í 50% starfi lögreglumanns. Í skýrslu Ríkislögreglustjóra um Löggæslu í Dalabyggð sem kom út í desember 2023, segir að staðsetning lögreglustöðva þurfi m.a. að taka hliðsjón af því hvar fólk býr og verkefni eiga sér stað en einnig útkallsvegalengdum, slysatíðni, viðbragðstíma, stærðar landsvæða, veðurfarsaðstæðna, færðar o.s.frv. Þá er lágmarks mönnunarþörf grenndarlögreglustöðvar í héraðinu talin vera fjórir til níu lögreglumenn. Ekki liggur fyrir skilgreining um hvaða aðstaða skuli vera til staðar en að lágmarki verði að gera kröfu til þess að þar sé aðstaða fyrir varðstofu, skýrslugerð, yfirheyrslur, starfsmannaaðstaða og bílageymsla fyrir lögreglubifreiðar ásamt fangaklefa til skammtímavistunar fanga. Það gefur því augaleið að 9,8 fermetra skrifstofa er ekki að uppfylla það lágmark sem lögreglan talar um að þurfi til. Ekki heldur dugar til að hér sé einungis 50% stöðuhlutfall lögreglumanns þó svo sá einstaklingur sem um ræðir sé öflugur á ýmsum sviðum og Dalamenn upp til hópa lög hlýðnir. Ljóst er að ef ekki er lögreglustöð í Búðardal er það eini byggðarkjarninn í umdæmi lögreglustjórans á Vesturlandi þar sem ekki er innan við 45 mínútna akstursfjarlægð til lögreglustöðvar. Sveitarfélagið er vel staðsett landfræðilega til að þjónusta út frá þéttbýlinu Búðardal, þar sem segja má að um 80km séu í næsta þéttbýli hvert sem litið er (Reykhólar, Hólmavík, Hvammstangi, Borgarnes, Stykkishólmur), þó það svæði nái út fyrir skilgreint lögregluumdæmi Vesturlands. Niðurstaða fyrrnefndrar skýrslu Ríkislögreglustjóra er sú að verkefnafjöldi sé slíkur að mikilvægt sé að til staðar sé mönnuð lögregluvakt í Dalabyggð, þörf sé á auknum afbrotavörnum og að lögreglustöð í Búðardal verði að lágmarki mönnuð fjórum lögreglumönnum. Í dag starfar eins og fyrr sagði einn lögreglumaður í 50% starfi í Dalabyggð auk þess sem til staðar hafa verið héraðslögreglumenn. Aðrar vaktir hafa verið mannaðar með lögreglumönnum frá m.a. Akranesi og Borgarnesi en engin föst viðvera til staðar. Uppi eru áform um uppbyggingu sameiginlegs húsnæðis viðbragðsaðila í Dalabyggð og hefur lögreglustjóraembættið á Vesturlandi tekið þátt í því samtali auk annarra sem um ræðir í þeim efnum. Má þarf m.a. nefna Heilbrigðisstofnun Vesturlands vegna aðstöðu fyrir bílakost þeirrar stofnunar, slökkvilið Dalabyggðar, Björgunarsveitina Ósk og fl. Einnig hefur FSRE (Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir) verið upplýst um stöðu mála. Hjá FSRE fást þau svör að það sé skilningur á stöðunni en til þess að sú stofnun geti aðhafst sé nauðsynlegt að viðkomandi ráðuneyti gefi heimild sem og að þess sé getið með skýrum hætti í Fjármálaáætlun að gert sé ráð fyrir verkefninu. Er hér með þessu greinarkorni enn og aftur skorað á þá sem með ákvörðunarvaldið fara að stíga fast til jarðar og láta verkin tala hvað varðar aðstöðumál löggæslu, mönnun löggæslu og aðstöðu viðbragðsaðila í Búðardal. Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Dalabyggð Lögreglan Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Dalabyggð hefur ítrekað undanfarin misseri og ár kallað eftir viðbragði og aðgerðum dómsmálaráðherra varðandi algjört aðstöðuleysi starfsemi lögreglunnar í Búðardal og sem og þörf fyrir aukna mönnun lögreglunnar á svæðinu. Í dag hefur Lögreglustjóraembættið á Vesturlandi afnot af 9,8 fermetra skrifstofurými í Búðardal þó að þarfagreining sýni að meira þurfi til svo aðstaðan geti kallast ásættanleg og í Búðardal er einungis einn lögreglumaður búsettur og starfandi að jafnaði í 50% starfi lögreglumanns. Í skýrslu Ríkislögreglustjóra um Löggæslu í Dalabyggð sem kom út í desember 2023, segir að staðsetning lögreglustöðva þurfi m.a. að taka hliðsjón af því hvar fólk býr og verkefni eiga sér stað en einnig útkallsvegalengdum, slysatíðni, viðbragðstíma, stærðar landsvæða, veðurfarsaðstæðna, færðar o.s.frv. Þá er lágmarks mönnunarþörf grenndarlögreglustöðvar í héraðinu talin vera fjórir til níu lögreglumenn. Ekki liggur fyrir skilgreining um hvaða aðstaða skuli vera til staðar en að lágmarki verði að gera kröfu til þess að þar sé aðstaða fyrir varðstofu, skýrslugerð, yfirheyrslur, starfsmannaaðstaða og bílageymsla fyrir lögreglubifreiðar ásamt fangaklefa til skammtímavistunar fanga. Það gefur því augaleið að 9,8 fermetra skrifstofa er ekki að uppfylla það lágmark sem lögreglan talar um að þurfi til. Ekki heldur dugar til að hér sé einungis 50% stöðuhlutfall lögreglumanns þó svo sá einstaklingur sem um ræðir sé öflugur á ýmsum sviðum og Dalamenn upp til hópa lög hlýðnir. Ljóst er að ef ekki er lögreglustöð í Búðardal er það eini byggðarkjarninn í umdæmi lögreglustjórans á Vesturlandi þar sem ekki er innan við 45 mínútna akstursfjarlægð til lögreglustöðvar. Sveitarfélagið er vel staðsett landfræðilega til að þjónusta út frá þéttbýlinu Búðardal, þar sem segja má að um 80km séu í næsta þéttbýli hvert sem litið er (Reykhólar, Hólmavík, Hvammstangi, Borgarnes, Stykkishólmur), þó það svæði nái út fyrir skilgreint lögregluumdæmi Vesturlands. Niðurstaða fyrrnefndrar skýrslu Ríkislögreglustjóra er sú að verkefnafjöldi sé slíkur að mikilvægt sé að til staðar sé mönnuð lögregluvakt í Dalabyggð, þörf sé á auknum afbrotavörnum og að lögreglustöð í Búðardal verði að lágmarki mönnuð fjórum lögreglumönnum. Í dag starfar eins og fyrr sagði einn lögreglumaður í 50% starfi í Dalabyggð auk þess sem til staðar hafa verið héraðslögreglumenn. Aðrar vaktir hafa verið mannaðar með lögreglumönnum frá m.a. Akranesi og Borgarnesi en engin föst viðvera til staðar. Uppi eru áform um uppbyggingu sameiginlegs húsnæðis viðbragðsaðila í Dalabyggð og hefur lögreglustjóraembættið á Vesturlandi tekið þátt í því samtali auk annarra sem um ræðir í þeim efnum. Má þarf m.a. nefna Heilbrigðisstofnun Vesturlands vegna aðstöðu fyrir bílakost þeirrar stofnunar, slökkvilið Dalabyggðar, Björgunarsveitina Ósk og fl. Einnig hefur FSRE (Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir) verið upplýst um stöðu mála. Hjá FSRE fást þau svör að það sé skilningur á stöðunni en til þess að sú stofnun geti aðhafst sé nauðsynlegt að viðkomandi ráðuneyti gefi heimild sem og að þess sé getið með skýrum hætti í Fjármálaáætlun að gert sé ráð fyrir verkefninu. Er hér með þessu greinarkorni enn og aftur skorað á þá sem með ákvörðunarvaldið fara að stíga fast til jarðar og láta verkin tala hvað varðar aðstöðumál löggæslu, mönnun löggæslu og aðstöðu viðbragðsaðila í Búðardal. Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun