Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50 prósent af tekjum landbúnaðar á svæðinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. júlí 2025 08:06 Anna Heiða Baldursdóttir, sérfræðingur í rannsóknum á Landbúnaðarsafni Íslands og sýningarstjóri sýningarinnar á Hvanneyri. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sögu laxveiða í Borgarfirði eru gerð góð skil á nýrri sýningu á Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri. Sýningarstjórinn segir að Borgarfjörður sé vagga laxveiða á Íslandi en tekjur af laxveiði eru til dæmis rúmlega 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu. Sýningin er í kjallara landbúnaðarsafnsins í góðu rými þar sem má meðal annars lesa fræðilegan texta á skiltum, sjá gamlar lifandi myndir úr laxveiði og fleira og fleira, allt mjög áhugavert. Anna Heiða er sýningarstjóri sýningarinnar. „Við erum með netaveiði í Hvítá á sýningunni og við erum með náttúrufræði og líffræði laxins. Við erum líka með sögu og menningu veiðanna og veiðifélög og veiðihús og svo veiðisögur líka,” segir Anna Heiða og bætir við. „Ég held að mér sé óhætt að segja að Borgarfjörðurinn sé vagga laxveiðanna því það eru allar betri veiðiár landsins hér í héraði eins og Langáin, Grímsá, Norðurá og Þveráin”. Anna Heiða segir mikla og langa hefð fyrir stangaveiði í Borgarfirði. „Já, það er frá lok 19. aldar, sem byrjað var hér að veiða á stöng en Andrés Andrésson Fjeldsted byrjaði á því og fékk erlenda veiðimenn til að koma því hann kunni ensku og þeir byrja að leigja árnar hérna af honum,” segir Anna. Eitt af upplýsingaskiltum sýningarinnar þar sem fjallað er um Veiðihús.Magnús Hlynur Hreiðarsson En laxveiði í dag, eru þetta ekki bara einhverjir ríkir karlar og konur, sem koma að veiða eða hvað? „Jú, jú, fótboltamennirnir líka. Auðvitað geta allir veidd held ég og ef þeir geta ekki veidd þá er náttúrulega bara upplifunin að vera við árbakkann, njóta náttúrunnar og fuglasöngsins.” Anna Heiða við einn af laxinum á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með Önnu sjálfa, er hún eitthvað í laxveiði í Borgarfirði? „Nei, ég hef einu sinni húkkað í hann en það var annar, sem fékk að landa honum,” segir hún hlæjandi. Og þessar athyglisverðu upplýsingar í lokin frá sýningarstjóranum. „Tekjur af laxveiði eru til dæmis ríflega 50% af tekjum landbúnaðar í Borgarfirði þannig að þetta er gríðarlega mikilvæg atvinnugrein, sem þarf að passa vel upp á,” segir Anna Heiða. Laxveiðisýningin er komin til að vera í safninu og er opinn samhliða opnun Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri. Nýja sýningin er opin alla daga vikunnar frá 11:00 til 17:00. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri Borgarbyggð Menning Lax Stangveiði Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Sýningin er í kjallara landbúnaðarsafnsins í góðu rými þar sem má meðal annars lesa fræðilegan texta á skiltum, sjá gamlar lifandi myndir úr laxveiði og fleira og fleira, allt mjög áhugavert. Anna Heiða er sýningarstjóri sýningarinnar. „Við erum með netaveiði í Hvítá á sýningunni og við erum með náttúrufræði og líffræði laxins. Við erum líka með sögu og menningu veiðanna og veiðifélög og veiðihús og svo veiðisögur líka,” segir Anna Heiða og bætir við. „Ég held að mér sé óhætt að segja að Borgarfjörðurinn sé vagga laxveiðanna því það eru allar betri veiðiár landsins hér í héraði eins og Langáin, Grímsá, Norðurá og Þveráin”. Anna Heiða segir mikla og langa hefð fyrir stangaveiði í Borgarfirði. „Já, það er frá lok 19. aldar, sem byrjað var hér að veiða á stöng en Andrés Andrésson Fjeldsted byrjaði á því og fékk erlenda veiðimenn til að koma því hann kunni ensku og þeir byrja að leigja árnar hérna af honum,” segir Anna. Eitt af upplýsingaskiltum sýningarinnar þar sem fjallað er um Veiðihús.Magnús Hlynur Hreiðarsson En laxveiði í dag, eru þetta ekki bara einhverjir ríkir karlar og konur, sem koma að veiða eða hvað? „Jú, jú, fótboltamennirnir líka. Auðvitað geta allir veidd held ég og ef þeir geta ekki veidd þá er náttúrulega bara upplifunin að vera við árbakkann, njóta náttúrunnar og fuglasöngsins.” Anna Heiða við einn af laxinum á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með Önnu sjálfa, er hún eitthvað í laxveiði í Borgarfirði? „Nei, ég hef einu sinni húkkað í hann en það var annar, sem fékk að landa honum,” segir hún hlæjandi. Og þessar athyglisverðu upplýsingar í lokin frá sýningarstjóranum. „Tekjur af laxveiði eru til dæmis ríflega 50% af tekjum landbúnaðar í Borgarfirði þannig að þetta er gríðarlega mikilvæg atvinnugrein, sem þarf að passa vel upp á,” segir Anna Heiða. Laxveiðisýningin er komin til að vera í safninu og er opinn samhliða opnun Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri. Nýja sýningin er opin alla daga vikunnar frá 11:00 til 17:00. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri
Borgarbyggð Menning Lax Stangveiði Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira