Lífið

Björt og Fannar selja ein­býlis­hús fyrir 90 milljónir

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Fannar og Björt hafa endurnýjað þriggja hæða einbýlishús á Siglufirði.
Fannar og Björt hafa endurnýjað þriggja hæða einbýlishús á Siglufirði.

Systkinin Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingkona, og Fannar Ólafsson, fjárfestir og fyrrverandi körfuboltamaður, hafa sett glæsilegt einbýlishús á Siglufirði á sölu. Þau keyptu húsið árið 2021 fyrir 31,8 milljónir króna. Eftir umfangsmiklar endurbætur síðustu tvö ár er það nú auglýst á 90 milljónir króna.

Björt segir í færslu á samfélagsmiðlum að hún hafi keypt húsið á Siglufirði í eina skiptið sem hún hafði lítið að gera á 20 árum. Hún og bróðir hennar Fannar fóru í tíu vikna framkvæmdaátak og nutu aðstoðar frábærra iðnaðarmanna á staðnum. Nú, þar sem þau eru aftur orðin verulega upptekin í daglegu lífi hafa þau ákveðið að setja húsið á sölu.

„Hvanneyrarbrautin er byggð upp eins og Torfastaðir, nóg pláss fyrir stórfjölskylduna og alla vinina sem vilja njóta saman á Siglufirði. Við erum hinsvegar orðin svolítið of upptekin í erli dagsins enn og aftur, og með smá trega þó, þá setjum við þetta skemmtilega verkefni og fallega hús á sölu,“ skrifar Björt.

Rúmgott fjölskylduhús

Um er að ræða rúmgott og glæsilegt einbýlishús á þremur hæðum, alls 252 fermetrar að stærð. Húsið var upphaflega byggt árið 1936 en hefur nú verið endurnýjað verulega, bæði að utan sem innan.

Á aðalhæðinni er forstofa, svefnherbergi, sjónvarpsherbergi sem nýtist einnig sem skrifstofa, eldhús, borðstofa og stofa. Milli miðhæðar og efri hæðar er fallegur teppalagður stigi sem leiðir upp á svefnherbergisgang.

Efri hæðin skiptist í fjögur svefnherbergi og baðherbergi. Í kjallaranum eru tvær stúdíóíbúðir sem bjóða upp á tekjumöguleika eða aukið rými fyrir fjölskyldu og gesti.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.