Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2025 17:00 Diogo Jota vann bikar með Cristiano Ronaldo í síðasta leik sínum á ferlinum sem var úrslitaleikur Þjóðadeildar UEFA. Getty/Jose Breton Diogo Jota, leikmaður Liverpool, lést í nótt ásamt bróður sínum eftir að þeir lentu í bílslysi á Spáni. Nú vitum við meira um hvað þeir voru að gera og hvert þeir voru að fara. Bílslysið varð í kringum hálffeitt að staðartíma eða um hálf ellefu að íslenskum tíma í gærkvöldi. Bræðurnir óku saman Lamborghini bíl og voru að taka fram úr öðrum bíl þegar dekk sprakk á bílnum. Þeir misstu stjórn á bílnum og hann fór út af veginum. Það kviknaði strax í bílnum og hann brann á augabragði. Jota var nýbúinn að gangast undir lítils háttar skurðaðgerð og læknir hans mældi með því að hann myndi ekki fljúga til Englands. Jota þurfti samt sem áður að komast aftur til Liverpool áður en undirbúningstímabilið færi af stað. Þeir bræður ákváðu því að keyra þangað sem Jota gæti tekið ferjuna til Englands. Liverpool byrjar æfingar á mánudaginn kemur og fyrsti undirbúningsleikurinn er fyrirhugaður gegn Preston North End sunnudaginn 13. júlí. Stuðningsmenn Liverpool hafa safnast saman fyrir utan Anfield til að minnast portúgalska framherjans. Þar mátti líka sjá stuðningsmann nágrannaliðsins og erkifjendanna í Everton mæta með blóm. Sumir hafa beðið Liverpool um að leggja númerinu tuttugu til minningar um Jota þannig að hann verði sá síðasti til að klæðast treyju með því númeri fyrir þá rauðklæddu. Jürgen Klopp, fyrrverandi knattspyrnustjóri Liverpool og sá sem keypti Jota frá Úlfunum, er einn af þeim sem hafa skrifað hjartnæm minningarorð um leikmanninn. Cristiano Ronaldo er annar. Fjölmargir samherjar, mótherjar, félög og knattspyrnusambönd hafa minnst hans. Liverpool hefur einnig stofnað minningarbók um Jota. Það er bæði hægt að minnast Jota með því að skrifa í bókina á Anfield en eins verður stafræn minningarbók stofnuð á netinu fyrir þau sem komast ekki á staðinn. Mínútuþögn verður fyrir leiki dagsins á Evrópumóti kvenna til minningar um bræðurna. Jota giftist æskuást sinni fyrir aðeins tveimur vikum en þau eiga þrjú lítil börn saman. Hann lyfti bæði bikar í síðasta leik sínum með Liverpool (enski meistaratitilinn) og í síðasta leik sínum með portúgalska landsliðinu (Þjóðadeild UEFA). View this post on Instagram A post shared by The Football VAR (@foot.var) Enski boltinn Andlát Diogo Jota Spánn Portúgal Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Barcelona | Guðjohnsen slagurinn í Lundúnum Fótbolti „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Sjá meira
Bílslysið varð í kringum hálffeitt að staðartíma eða um hálf ellefu að íslenskum tíma í gærkvöldi. Bræðurnir óku saman Lamborghini bíl og voru að taka fram úr öðrum bíl þegar dekk sprakk á bílnum. Þeir misstu stjórn á bílnum og hann fór út af veginum. Það kviknaði strax í bílnum og hann brann á augabragði. Jota var nýbúinn að gangast undir lítils háttar skurðaðgerð og læknir hans mældi með því að hann myndi ekki fljúga til Englands. Jota þurfti samt sem áður að komast aftur til Liverpool áður en undirbúningstímabilið færi af stað. Þeir bræður ákváðu því að keyra þangað sem Jota gæti tekið ferjuna til Englands. Liverpool byrjar æfingar á mánudaginn kemur og fyrsti undirbúningsleikurinn er fyrirhugaður gegn Preston North End sunnudaginn 13. júlí. Stuðningsmenn Liverpool hafa safnast saman fyrir utan Anfield til að minnast portúgalska framherjans. Þar mátti líka sjá stuðningsmann nágrannaliðsins og erkifjendanna í Everton mæta með blóm. Sumir hafa beðið Liverpool um að leggja númerinu tuttugu til minningar um Jota þannig að hann verði sá síðasti til að klæðast treyju með því númeri fyrir þá rauðklæddu. Jürgen Klopp, fyrrverandi knattspyrnustjóri Liverpool og sá sem keypti Jota frá Úlfunum, er einn af þeim sem hafa skrifað hjartnæm minningarorð um leikmanninn. Cristiano Ronaldo er annar. Fjölmargir samherjar, mótherjar, félög og knattspyrnusambönd hafa minnst hans. Liverpool hefur einnig stofnað minningarbók um Jota. Það er bæði hægt að minnast Jota með því að skrifa í bókina á Anfield en eins verður stafræn minningarbók stofnuð á netinu fyrir þau sem komast ekki á staðinn. Mínútuþögn verður fyrir leiki dagsins á Evrópumóti kvenna til minningar um bræðurna. Jota giftist æskuást sinni fyrir aðeins tveimur vikum en þau eiga þrjú lítil börn saman. Hann lyfti bæði bikar í síðasta leik sínum með Liverpool (enski meistaratitilinn) og í síðasta leik sínum með portúgalska landsliðinu (Þjóðadeild UEFA). View this post on Instagram A post shared by The Football VAR (@foot.var)
Enski boltinn Andlát Diogo Jota Spánn Portúgal Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Barcelona | Guðjohnsen slagurinn í Lundúnum Fótbolti „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Sjá meira