Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lovísa Arnardóttir skrifar 4. júlí 2025 15:39 Tónlistarkonurnar Klara Einars og Bríet eru þær einu sem koma fram á Kótelettunni samkvæmt dagskrá en skipuleggjandi segir þær í heildina fleiri. Vísir/Lýður Valberg og Vilhelm Stjórn Kítón - kvenna í tónlist, lýsir yfir vonbrigðum vegna skorts á tónlistarkonum á auglýstri dagskrá Kótelettunnar á Selfossi í ár. Tvær konur koma fram á hátíðinni, Bríet og Klara Einars, og 28 karlmenn eða hljómsveitir sem skipaðar eru karlmönnum. Skipuleggjendur segja konurnar fleiri en það og tilraunir hafi verið gerðar til að fá enn fleiri. Í yfirlýsingu frá Kítón segir að það sé óviðundandi að á dagskrá með 34 atriðum séu aðeins tvær tónlistarkonur. Katla Vigdís Vernharðsdóttir er formaður Kítón en hún er í hljómsveitunum Celebs og Betweens. Hún tók við sem formaður í maí. Hátíðin fer fram næstu helgi, 10. til 12. júlí, á Selfossi. „Ísland á áberandi mikið af framúrskarandi tónlistarkonum sem koma reglulega fram og því er enga afsökun hægt að finna fyrir því að aðeins tvær hafi ratað á auglýsta dagskrá Kótelettunnar í ár. Vald hátíðarskipuleggjenda er augljóst og því fylgir ábyrgð sem er óásættanlegt að hunsa.“ Dagskrá Kótelettunnar föstudag og laugardag. Enn á eftir að kynna atriði sem koma fram á fimmtudegi en þar eru þrjú atriði sem konur skipa.Kótelettan Fyrirmyndir skipti miklu máli Þar segir einnig að með því að bjóða tónlistarkonum ekki á svið skapist vítahringur þar sem skortur á sýnileika samkynja fyrirmynda valdi á endanum skorti á tónlistarkonum. „Samkynja fyrirmyndir hafa sterkari áhrif og skiptir það því gríðarlegu máli að ungar upprennandi tónlistarkonur geti speglað sig í þeim sem þær sjá koma fram uppi á sviði. Stjórn KÍTÓN setur sér það að markmiði að rýna til gagns og vonum við því að hátíðarhaldarar taki vel í þessa rýni okkar á dagskránni og geri betur í framhaldinu.“ Reyndu að fá fleiri konur Einar Björnsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir það rétt að hlutfallið af atriðum með konum sé lægra nú en undafarinn ár. Skipuleggjendur séu meðvitaðir um það og þyki það miður. Þau hafi reynt að hafa fleiri konur á dagskránni í ár og hafi til dæmis reynt að fá Siggu Beinteins, Ragnhildi Gísladóttur, Inspector Spacetime og fleiri en einhverjar hafi þegar verið bókaðar og einhverjar hafi ekki átt heimagengt. „Við viljum hafa dagskrána fjölbreytta ár frá ári, í fyrra komu til dæmis ellefu kvenmenn fram á Kótelettunni.“ Sigga Beinteins er ein allra besta söngkona landsins, mikill stuðbolti og gleðigjafi.Vísir/Hulda Margrét Einar tekur fram að í ár séu fleiri konur sem koma fram en eru á auglýstri dagskrá. Til dæmis sé eitt af leyniatriðunum kona. Þá sé kona í hljómsveit Koppafeitis auk þess sem Andrea Gylfadóttir muni koma fram ásamt Todmobil og hljómsveitinni Út í Hött fram á upphitunartónleikunum á fimmtudeginum. Í heildina séu því kvenkyns listamenn sjö á hátíðinni í ár en ekki tveir. Færri konur í poppi en karlar „Við þurfum að hátta dagskránni eftir vinsældum og hvað hentar hverju sinni. Við höfum ávallt verið með konur í okkar dagskrá. Við erum fyrst og fremst að sækjast eftir að fá til okkar tónlistafólk sama hvaða kyn það hefur. Því miður er það staðreynd að framboð af kvenatriðum í poppsenunni, sem hátíðin byggir grunn sinn á, er lægra en atriða sem karlmenn skipa,“ segir Anna Stella, ein af skipuleggjendum hátíðarinnar, í skriflegu svari til fréttastofu. Tónleikar á Íslandi Árborg Kótelettan Jafnréttismál Tengdar fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ „Mér finnst rosalega gott að geta verið sjálfstæð og ég verð að feta mína eigin leið, ég hef alltaf haft svolitla þörf fyrir það,“ segir hin nítján ára gamla söngkona og rísandi stjarna Klara Einarsdóttir. Klara er gríðarlega jákvæð að eðlisfari og á ekki langt að sækja tónlistarástríðuna en blaðamaður ræddi við hana um listina og lífið. 1. júlí 2025 20:02 Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Kítón segir að það sé óviðundandi að á dagskrá með 34 atriðum séu aðeins tvær tónlistarkonur. Katla Vigdís Vernharðsdóttir er formaður Kítón en hún er í hljómsveitunum Celebs og Betweens. Hún tók við sem formaður í maí. Hátíðin fer fram næstu helgi, 10. til 12. júlí, á Selfossi. „Ísland á áberandi mikið af framúrskarandi tónlistarkonum sem koma reglulega fram og því er enga afsökun hægt að finna fyrir því að aðeins tvær hafi ratað á auglýsta dagskrá Kótelettunnar í ár. Vald hátíðarskipuleggjenda er augljóst og því fylgir ábyrgð sem er óásættanlegt að hunsa.“ Dagskrá Kótelettunnar föstudag og laugardag. Enn á eftir að kynna atriði sem koma fram á fimmtudegi en þar eru þrjú atriði sem konur skipa.Kótelettan Fyrirmyndir skipti miklu máli Þar segir einnig að með því að bjóða tónlistarkonum ekki á svið skapist vítahringur þar sem skortur á sýnileika samkynja fyrirmynda valdi á endanum skorti á tónlistarkonum. „Samkynja fyrirmyndir hafa sterkari áhrif og skiptir það því gríðarlegu máli að ungar upprennandi tónlistarkonur geti speglað sig í þeim sem þær sjá koma fram uppi á sviði. Stjórn KÍTÓN setur sér það að markmiði að rýna til gagns og vonum við því að hátíðarhaldarar taki vel í þessa rýni okkar á dagskránni og geri betur í framhaldinu.“ Reyndu að fá fleiri konur Einar Björnsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir það rétt að hlutfallið af atriðum með konum sé lægra nú en undafarinn ár. Skipuleggjendur séu meðvitaðir um það og þyki það miður. Þau hafi reynt að hafa fleiri konur á dagskránni í ár og hafi til dæmis reynt að fá Siggu Beinteins, Ragnhildi Gísladóttur, Inspector Spacetime og fleiri en einhverjar hafi þegar verið bókaðar og einhverjar hafi ekki átt heimagengt. „Við viljum hafa dagskrána fjölbreytta ár frá ári, í fyrra komu til dæmis ellefu kvenmenn fram á Kótelettunni.“ Sigga Beinteins er ein allra besta söngkona landsins, mikill stuðbolti og gleðigjafi.Vísir/Hulda Margrét Einar tekur fram að í ár séu fleiri konur sem koma fram en eru á auglýstri dagskrá. Til dæmis sé eitt af leyniatriðunum kona. Þá sé kona í hljómsveit Koppafeitis auk þess sem Andrea Gylfadóttir muni koma fram ásamt Todmobil og hljómsveitinni Út í Hött fram á upphitunartónleikunum á fimmtudeginum. Í heildina séu því kvenkyns listamenn sjö á hátíðinni í ár en ekki tveir. Færri konur í poppi en karlar „Við þurfum að hátta dagskránni eftir vinsældum og hvað hentar hverju sinni. Við höfum ávallt verið með konur í okkar dagskrá. Við erum fyrst og fremst að sækjast eftir að fá til okkar tónlistafólk sama hvaða kyn það hefur. Því miður er það staðreynd að framboð af kvenatriðum í poppsenunni, sem hátíðin byggir grunn sinn á, er lægra en atriða sem karlmenn skipa,“ segir Anna Stella, ein af skipuleggjendum hátíðarinnar, í skriflegu svari til fréttastofu.
Tónleikar á Íslandi Árborg Kótelettan Jafnréttismál Tengdar fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ „Mér finnst rosalega gott að geta verið sjálfstæð og ég verð að feta mína eigin leið, ég hef alltaf haft svolitla þörf fyrir það,“ segir hin nítján ára gamla söngkona og rísandi stjarna Klara Einarsdóttir. Klara er gríðarlega jákvæð að eðlisfari og á ekki langt að sækja tónlistarástríðuna en blaðamaður ræddi við hana um listina og lífið. 1. júlí 2025 20:02 Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
„Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ „Mér finnst rosalega gott að geta verið sjálfstæð og ég verð að feta mína eigin leið, ég hef alltaf haft svolitla þörf fyrir það,“ segir hin nítján ára gamla söngkona og rísandi stjarna Klara Einarsdóttir. Klara er gríðarlega jákvæð að eðlisfari og á ekki langt að sækja tónlistarástríðuna en blaðamaður ræddi við hana um listina og lífið. 1. júlí 2025 20:02