Fótbolti

Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrna­lokkar, al­gjört kjaft­æði og dramatík

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Andri Már Eggertsson hitti hressa gesti á Orkumótinu í Vestmannaeyjum.
Andri Már Eggertsson hitti hressa gesti á Orkumótinu í Vestmannaeyjum. sýn skjáskot

Stuð og stemning var í Vestmannaeyjum um síðustu helgi þegar Orkumótið fór þar fram, eins og sjá má í þætti Sumarmótanna hér á Vísi og Sýn+.

Íþróttafréttamaðurinn og samfélagsmiðlastjarnan Andri Már Eggertsson tók eldhressa keppendur og gesti tali, afraksturinn má sjá í spilaranum fyrir neðan. 

Meðal annars sýndu keppendur glæsilega eyrnalokka sem þeir skörtuðu, sögðu leikinn sem þeir spiluðu vera algjört kjaftæði. Úrslit mótsins réðust svo í hádramatískri vítaspyrnukeppni.

Klippa: Sumarmótin: Orkumótið í Vestmannaeyjum

Orkumótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1984. Á mótinu keppir sjötti flokkur karla, eldra ár, og hafa margir af bestu knattspyrnumönnum landsins tekið þátt í mótinu á sínum yngri árum.

HK sigraði Þrótt frá Reykjavík í úrslitaleik um Orkumótstitilinn í ár en þessi lið mættust einnig í úrslitaleiknum í fyrra, þannig að HK hefndi fyrir tapið þegar Þróttur fagnaði titlinum.

Vítaspyrnukeppni þurfti til að skilja liðin að eins og sjá má í stiklu fyrir þátt kvöldsins hér að neðan.

Þátturinn er sá fjórði í Sumarmótaröðinni hjá Sýn. Einnig má finna þætti um Lindex, TM og Norðurálsmótin á streymisveitunni Sýn+.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×