Lífið

„Því­líkur fílingur bara“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Halla, Erpur og Eiður Smári í góðum fíling.
Halla, Erpur og Eiður Smári í góðum fíling.

Halla Vilhjálmsdóttir, leikkona og verðbréfamiðlari, birti í dag mynd af sér ásamt knattspyrnukempunni Eiði Smára Guðjohnsen í hringrásinni á Instagram. Þetta er fyrsta myndin sem Halla birtir opinberlega af þeim saman.

Það var rapparinn Erpur Eyvindarson sem deildi myndinni fyrst á sínum samfélagsmiðlum, en Halla endurbirti hana síðar sjálf. „Þvílíkur fílingur bara,“ skrifaði Erpur við myndina sem tekin var í Höfuðstöðinni. Undir myndinni mátti heyra lagið Kiss and Tell með Bryan Ferry.

Þó hvorki Halla né Eiður hafi tjáð sig opinberlega um samband sitt hafa þau notið lífsins saman síðustu mánuði – bæði hér heima og erlendis. Í vikunni fóru þau meðal annars saman í golf í Brautarholti á Kjalarnesi.

Svipað var uppi á teningnum í mars síðastliðnum þegar þau héldu í skíðaferð til Sviss ásamt góðum vinum. Þá hafði Vísir haft veður af stefnumótum þeirra Eiðs Smára og Höllu sem virðast taka lífinu með ró og eitt skref í einu. 

Þau voru bæði áður í langtímasamböndum og eiga börn með fyrri mökum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.