Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. júlí 2025 12:17 Helgi Vífill Júlíusson, hlutabréfagreinandi hjá Reitun. vísir/kvika Stjórn Kviku banka og stjórn Arion banka hafa undirritað viljayfirlýsingu um hefja formlegar samrunaviðræður á milli bankanna. Hlutabréfagreinandi hjá Reitun segir að ef það verður úr samruna Arion banka og Kviku banka muni það mögulega skila betri kjörum fyrir neytendur. Frá því var greint í kauphallartilkynningu frá Kviku í gærkvöldi að Kvika hafi samþykkt beiðni Arion banka um samrunaviðræður. Í viðræðum um sameiningu félaganna er lagt til grundvallar að viðskiptagengið verði 19,17 krónur á hvern hlut í Kviku banka og 174,5 krónur á hlut fyrir Arion banka. Stærri banki, betri kjör Helgi Vífill Júlíusson, hlutabréfagreinandi hjá Reitun, segir að samruni gæti haft í för með sér betri kjör fyrir neytendur enda séu kröfur og kvaðir Fjármálaeftirlitsins hér á landi verulegar. Helgi segir kvaðirnar mun meiri hér á landi en í Evrópu. „Þannig að íslensku bankarnir þurfa í raun og veru mun meiri stærðarhagkvæmi til að geta staðið undir þessum kvöðum. Til þess að geta boðið okkur landsmönnum, bæði einstaklingum og fyrirtækjum þjónustu á skynsamlegum kjörum. Það er mjög mikilvægt fyrir þessa banka að leita að stærðarhagkvæmi fyrir okkur. Þetta er ekki bara græðgi fyrir hluthafanna í grunninn. Þeir eru að leita leiða til að geta boðið betri verð.“ Arion banki og Íslandsbanki óskuðu báðir eftir samrunaviðræðum við Kviku banka í maí, og fór það svo að Kvika hafnaði báðum tilboðunum og sagði hvorugt nógu gott. Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka sagði í tölvupósti til starfsfólks í dag að niðurstaða gærdagsins hafi verið vonbrigði. Íslandsbanki hafi teygt sig eins langt í verði og talið var mögulegt með tilliti til hagsmuna hluthafa bankans. Græddu töluvert á því að ana ekki út í viðræður Helgi segir Kviku hafa grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum í maí. Þá bauð Íslandsbanki tíu prósent yfir markaðsvirði hlutabréfa og tilboð Arion á markaðasvirði en síðan þá hefur gengi Kviku hækkað verulega. „Íslandsbanki býður tíu prósent ofan á markaðsvirðið, svo maður ímyndaði sér að Kvika myndi frekar vilja ræða við Íslandsbanka sem býður betur. En svo kemur á daginn og núna líður tíminn og uppfærir Arion banki tilboðið sitt og það er þá orðið tuttugu prósent hærra en var upphaflega boðið. Með því að bíða rólegir og ana ekki út í viðræðunnar þá eru þeir komnir með tuttugu prósent hærra verðtilboð.“ Það verði nóg að ræða í samrunaviðræðunum. Samkeppniseftirlitið muni væntanlega fylgjast grannt með enda rekur Arion eina stærstu eignastýringu landsins og Kvika með fjölda eigna í stýringu fyrir fjárfesta. „Viðræðurnar munu auðvitað taka töluverðan tíma. En síðan er það að fá þetta í gegn hjá Samkeppniseftirlitinu. Það verður einhver löng bið eftir því.“ Kvika banki Arion banki Fjármálafyrirtæki Kaup og sala fyrirtækja Íslandsbanki Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Frá því var greint í kauphallartilkynningu frá Kviku í gærkvöldi að Kvika hafi samþykkt beiðni Arion banka um samrunaviðræður. Í viðræðum um sameiningu félaganna er lagt til grundvallar að viðskiptagengið verði 19,17 krónur á hvern hlut í Kviku banka og 174,5 krónur á hlut fyrir Arion banka. Stærri banki, betri kjör Helgi Vífill Júlíusson, hlutabréfagreinandi hjá Reitun, segir að samruni gæti haft í för með sér betri kjör fyrir neytendur enda séu kröfur og kvaðir Fjármálaeftirlitsins hér á landi verulegar. Helgi segir kvaðirnar mun meiri hér á landi en í Evrópu. „Þannig að íslensku bankarnir þurfa í raun og veru mun meiri stærðarhagkvæmi til að geta staðið undir þessum kvöðum. Til þess að geta boðið okkur landsmönnum, bæði einstaklingum og fyrirtækjum þjónustu á skynsamlegum kjörum. Það er mjög mikilvægt fyrir þessa banka að leita að stærðarhagkvæmi fyrir okkur. Þetta er ekki bara græðgi fyrir hluthafanna í grunninn. Þeir eru að leita leiða til að geta boðið betri verð.“ Arion banki og Íslandsbanki óskuðu báðir eftir samrunaviðræðum við Kviku banka í maí, og fór það svo að Kvika hafnaði báðum tilboðunum og sagði hvorugt nógu gott. Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka sagði í tölvupósti til starfsfólks í dag að niðurstaða gærdagsins hafi verið vonbrigði. Íslandsbanki hafi teygt sig eins langt í verði og talið var mögulegt með tilliti til hagsmuna hluthafa bankans. Græddu töluvert á því að ana ekki út í viðræður Helgi segir Kviku hafa grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum í maí. Þá bauð Íslandsbanki tíu prósent yfir markaðsvirði hlutabréfa og tilboð Arion á markaðasvirði en síðan þá hefur gengi Kviku hækkað verulega. „Íslandsbanki býður tíu prósent ofan á markaðsvirðið, svo maður ímyndaði sér að Kvika myndi frekar vilja ræða við Íslandsbanka sem býður betur. En svo kemur á daginn og núna líður tíminn og uppfærir Arion banki tilboðið sitt og það er þá orðið tuttugu prósent hærra en var upphaflega boðið. Með því að bíða rólegir og ana ekki út í viðræðunnar þá eru þeir komnir með tuttugu prósent hærra verðtilboð.“ Það verði nóg að ræða í samrunaviðræðunum. Samkeppniseftirlitið muni væntanlega fylgjast grannt með enda rekur Arion eina stærstu eignastýringu landsins og Kvika með fjölda eigna í stýringu fyrir fjárfesta. „Viðræðurnar munu auðvitað taka töluverðan tíma. En síðan er það að fá þetta í gegn hjá Samkeppniseftirlitinu. Það verður einhver löng bið eftir því.“
Kvika banki Arion banki Fjármálafyrirtæki Kaup og sala fyrirtækja Íslandsbanki Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira