Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin 7. júlí 2025 14:57 Bylgjulestin mætti á Írska daga á Akranesi síðasta laugardag. Bragi Guðmunds og Kristín Ruth Jónsdóttir stýrðu henni þennan laugardaginn og voru í beinni á Bylgjunni milli kl. 12 og 16. Mynd/Viktor Freyr. Veðrið lék heldur betur við gesti bæjarhátíðarinnar Írskir dagar sem fór fram á Akranesi um helgina. Bylgjulestin lét sig að sjálfsögðu ekki vanta og bauð upp á fjölbreytta dagskrá á laugardag. Það voru þau Bragi Guðmunds og Kristín Ruth Jónsdóttir sem stýrðu Bylgjulestinni þennan laugardaginn og voru þau í beinni á Bylgjunni milli kl. 12 og 16. „Við Kristín Ruth komum lestinni fyrir á Akratorgi á hinum árlegu Írsku dögum þar sem við fengum stemninguna beint í æð. Til okkar komu góðir gestir, m.a. Pauline McCarthy sem sagði okkur frá keltneskum hljóðum auk þess sem hún söng fyrir okkur hið fallega lag „Danny Boy“. Viktor Freyr ljósmyndari mætti á staðinn og myndaði gleðina. Ýttu svo á hvítu örina til hægri til að skoða fleiri myndir. Meðal gesta var Pauline McCarthy sem sagði hlustendum Bylgjunnar frá keltneskum hljóðum. Hún söng einnig lagið fræga Danny Boy. Magnús Kjartan úr Stuðlabandinu og Ísólfur Kjartans sögðu Bylgjuhlustendum frá stærsta sveitaballi í heimi. „Svo kíkti Ísabella Rós, þá nýkrýnd rauðhærðasti Íslendingurinn, til okkar með sitt fallega rauða hár.“ Keppnin um rauðhærðasta Íslendinginn fer alltaf fram á Írskum dögum. Í ár var það hin tólf ára gamla Ísabella Rós frá Hvalfjarðarsveit sem hlaut þann heiður. Um þrjátíu keppendur tóku þátt í keppninni í ár. Kristín Ruth tók þátt í ökuleikni á vegum Öskju og stóð sig með prýði að sögn Braga. „Svo glöddum við bæði heimafólk og hlustendur með flottum vinningum frá Útgerðinni Bar á Akranesi, hinni rómuðu Guðlaugu og Kallabakarí sem býður upp á hreint frábær rúnstykki. Frábær laugardagur á Akranesi.“ Samstarfsaðilar Bylgjulestarinnar voru með í för. Sjóvá og Samgöngustofa fjölluðu um umferðaröryggi, Topptjöld og vagnar sýndu iKamper vagna, 7up Zero gaf gestum frískandi drykki, bílaumboðið Askja var með bílasýningu og gjafapokarnir frá Bylgjunni voru að sjálfsögðu á sínum stað með 7up Zero pink, nammi frá Danól og varningi frá Bylgjunni. Næstu áfangastaðir Bylgjulestarinnar í sumar: 13. júlí Selfoss 19. júlí Hljómskálagarðurinn 26. júlí Vaglaskógur dd Bylgjan Bylgjulestin Akranes Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
Það voru þau Bragi Guðmunds og Kristín Ruth Jónsdóttir sem stýrðu Bylgjulestinni þennan laugardaginn og voru þau í beinni á Bylgjunni milli kl. 12 og 16. „Við Kristín Ruth komum lestinni fyrir á Akratorgi á hinum árlegu Írsku dögum þar sem við fengum stemninguna beint í æð. Til okkar komu góðir gestir, m.a. Pauline McCarthy sem sagði okkur frá keltneskum hljóðum auk þess sem hún söng fyrir okkur hið fallega lag „Danny Boy“. Viktor Freyr ljósmyndari mætti á staðinn og myndaði gleðina. Ýttu svo á hvítu örina til hægri til að skoða fleiri myndir. Meðal gesta var Pauline McCarthy sem sagði hlustendum Bylgjunnar frá keltneskum hljóðum. Hún söng einnig lagið fræga Danny Boy. Magnús Kjartan úr Stuðlabandinu og Ísólfur Kjartans sögðu Bylgjuhlustendum frá stærsta sveitaballi í heimi. „Svo kíkti Ísabella Rós, þá nýkrýnd rauðhærðasti Íslendingurinn, til okkar með sitt fallega rauða hár.“ Keppnin um rauðhærðasta Íslendinginn fer alltaf fram á Írskum dögum. Í ár var það hin tólf ára gamla Ísabella Rós frá Hvalfjarðarsveit sem hlaut þann heiður. Um þrjátíu keppendur tóku þátt í keppninni í ár. Kristín Ruth tók þátt í ökuleikni á vegum Öskju og stóð sig með prýði að sögn Braga. „Svo glöddum við bæði heimafólk og hlustendur með flottum vinningum frá Útgerðinni Bar á Akranesi, hinni rómuðu Guðlaugu og Kallabakarí sem býður upp á hreint frábær rúnstykki. Frábær laugardagur á Akranesi.“ Samstarfsaðilar Bylgjulestarinnar voru með í för. Sjóvá og Samgöngustofa fjölluðu um umferðaröryggi, Topptjöld og vagnar sýndu iKamper vagna, 7up Zero gaf gestum frískandi drykki, bílaumboðið Askja var með bílasýningu og gjafapokarnir frá Bylgjunni voru að sjálfsögðu á sínum stað með 7up Zero pink, nammi frá Danól og varningi frá Bylgjunni. Næstu áfangastaðir Bylgjulestarinnar í sumar: 13. júlí Selfoss 19. júlí Hljómskálagarðurinn 26. júlí Vaglaskógur dd
Bylgjan Bylgjulestin Akranes Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira