Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. júlí 2025 22:59 Sverrir Páll Einarsson er formaður Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, sem stendur að baki vefsíðunni. Vísir/Málþóf.is Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, hefur hleypt af stokkunum vefsíðunni Málþóf.is, þar sem finna má samantekt á tölfræði tengda yfirstandandi málþófi vegna veiðigjaldafrumvarpsins. Formaður Uppreisnar segir Íslandsmetið í málþófi innan seilingar. „Okkur fannst mikið af tölum í tengslum við þetta málþóf á reiki. Þetta eru náttúrlega fáránlega háar tölur,“ segir Sverrir Páll Einarsson formaður Uppreisnar í samtali við fréttastofu. Hátt í tvö þúsund ræður fluttar „Þannig að okkur langaði að taka þetta saman og setja fram á skýran og greinargóðan hátt og varpa ljósi á hversu sturlað þetta er orðið. Og vera með ein gagnabanka þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um þetta.“ Þegar þetta er skrifað hafa samkvæmt vefnum Malthof.is 1866 ræður verið fluttar um frumvarpið, 142 klukkutímum verið eytt í að ræða það og kostnaður við að reka Alþingi meðan á málþófinu stendur nemur rúmum 322 milljónum króna. Uppreisnarliðarnir sjá um að uppfæra vefinn handvirkt hverju sinni þannig að vera má að tölfræðin breytist ekki alltaf í rauntíma. Eini dagskrárliður þingfundar dagsins voru veiðigjöldin en fundurinn hefur staðið yfir í rúman hálfan sólarhring. Lengsta málþóf í sögu Alþingis samkvæmt vefnum voru 147 klukkustundir, í frumvarpi um þriðja orkupakkann árið 2019. Því er líklegt að metið yfir lengstu umræðu, frá því að deildum Alþingis var fækkað úr tveimur í eina árið 1991, verði slegið í nótt eða á morgun. Ofarlega í röðinni yfir mest ræddu frumvörpin eru Icesave frumvarpið 2010, rætt í 135 klukkustundir, og frumvarp um EES-samninginn 1993, rætt í hundrað klukkustundir. Þórarinn Ingi rætt í sex og hálfa klukkustund Á síðunni kemur jafnframt fram hverjir „ræðukóngarnir“, eins og Uppreisnarliðarnir kalla þá, eru. Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknar hefur þegar þetta er skrifað flutt 130 ræður og talað í alls sex og hálfa klukkustund um frumvarpið. Því næst er Ingibjörg Davíðsdóttir þingmaður Miðflokksins með 102 ræður og samtals rúma fimm og hálfa klukkustund. Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur rætt frumvarpið í 81 ræðu í fimm og hálfs klukkustund. Njáll Trausti Friðbertsson flokksbróðir hans hefur rætt frumvarpið í 93 ræðum en þó skemur en Jón Pétur eða rúmar fimm klukkustundir. Fimmti ræðukóngurinn er Þorgrímur Sigmundsson þingmaður Miðflokksins sem hefur rætt frumvarpið í fimm klukkustundir en þó í 101 ræðu. „Ástæðan fyrir því að við erum að vekja athygli á hinum þremur málunum sem hafa verið rætt lengst er að sýna fram á hvað hin málin voru svakalega umdeild innan þjóðarinnar en veiðigjaldafrumvarpið er með stuðning frá stórum hluta þjóðarinnar,“ segir Sverrir Páll. Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Viðreisn Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
„Okkur fannst mikið af tölum í tengslum við þetta málþóf á reiki. Þetta eru náttúrlega fáránlega háar tölur,“ segir Sverrir Páll Einarsson formaður Uppreisnar í samtali við fréttastofu. Hátt í tvö þúsund ræður fluttar „Þannig að okkur langaði að taka þetta saman og setja fram á skýran og greinargóðan hátt og varpa ljósi á hversu sturlað þetta er orðið. Og vera með ein gagnabanka þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um þetta.“ Þegar þetta er skrifað hafa samkvæmt vefnum Malthof.is 1866 ræður verið fluttar um frumvarpið, 142 klukkutímum verið eytt í að ræða það og kostnaður við að reka Alþingi meðan á málþófinu stendur nemur rúmum 322 milljónum króna. Uppreisnarliðarnir sjá um að uppfæra vefinn handvirkt hverju sinni þannig að vera má að tölfræðin breytist ekki alltaf í rauntíma. Eini dagskrárliður þingfundar dagsins voru veiðigjöldin en fundurinn hefur staðið yfir í rúman hálfan sólarhring. Lengsta málþóf í sögu Alþingis samkvæmt vefnum voru 147 klukkustundir, í frumvarpi um þriðja orkupakkann árið 2019. Því er líklegt að metið yfir lengstu umræðu, frá því að deildum Alþingis var fækkað úr tveimur í eina árið 1991, verði slegið í nótt eða á morgun. Ofarlega í röðinni yfir mest ræddu frumvörpin eru Icesave frumvarpið 2010, rætt í 135 klukkustundir, og frumvarp um EES-samninginn 1993, rætt í hundrað klukkustundir. Þórarinn Ingi rætt í sex og hálfa klukkustund Á síðunni kemur jafnframt fram hverjir „ræðukóngarnir“, eins og Uppreisnarliðarnir kalla þá, eru. Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknar hefur þegar þetta er skrifað flutt 130 ræður og talað í alls sex og hálfa klukkustund um frumvarpið. Því næst er Ingibjörg Davíðsdóttir þingmaður Miðflokksins með 102 ræður og samtals rúma fimm og hálfa klukkustund. Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur rætt frumvarpið í 81 ræðu í fimm og hálfs klukkustund. Njáll Trausti Friðbertsson flokksbróðir hans hefur rætt frumvarpið í 93 ræðum en þó skemur en Jón Pétur eða rúmar fimm klukkustundir. Fimmti ræðukóngurinn er Þorgrímur Sigmundsson þingmaður Miðflokksins sem hefur rætt frumvarpið í fimm klukkustundir en þó í 101 ræðu. „Ástæðan fyrir því að við erum að vekja athygli á hinum þremur málunum sem hafa verið rætt lengst er að sýna fram á hvað hin málin voru svakalega umdeild innan þjóðarinnar en veiðigjaldafrumvarpið er með stuðning frá stórum hluta þjóðarinnar,“ segir Sverrir Páll.
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Viðreisn Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira