Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Valur Páll Eiríksson skrifar 8. júlí 2025 11:38 Ólafi var mjög skemmt yfir pirringi fyrrum félaga. Skjáskot/Sýn Sport Fyrrum þjálfarinn Ólafur Jóhannesson var sérfræðingur Sýnar Sport í kringum leik FH og Stjörnunnar í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Hann réði sér vart fyrir kæti yfir viðtali fyrrum samstarfsfélaga hans, Heimis Guðjónssonar, þjálfara FH, eftir leik. Heimir vandaði Helga Mikael Jónassyni, dómara leiksins, ekki kveðjurnar í viðtali við Ágúst Orra Arnarson eftir leik en Stjarnan skoraði eina mark sitt í 1-1 jafnteflinu úr heldur ódýrri vítaspyrnu. Heimir fékk að sjá atvikið í viðtali gærkvöldsins og þótti kýrskýrt að ekki hefði verið brotið á Andra Rúnari Bjarnasyni sem fiskaði spyrnuna og skoraði svo úr henni sjálfur. „Mér finnst þetta aldrei víti. Við sjáum það her, mér finnst hann bara sparka í Tomma (Tómas Orra). Mér finnst þetta aldrei vera víti,“ sagði Heimir. „Ég hef alltaf sagt það og er búinn að segja það núna í þrjú ár, þetta snýst um þekkingu. Því miður á þessum þrem árum, þá hafa dómararnir ekki bætt sig í þekkingunni. Það þarf að fara skoða það,“ sagði Heimir sem sagði þó vera fína dómara í Bestu deildinni. Aðspurður hvort Helgi Mikael væri einn þeirra var svarið einfalt: „Nei“. Óli sprakk úr hlátri Henry Birgir Gunnarsson og Ólafur Jóhannesson tóku þá við boltanum í Subway-settinu eftir viðtalið og sjá mátti að Ólafur skemmti sér konunglega yfir viðtali Heimis og var enn hlæjandi þegar þeir félagar birtust í mynd. Klippa: Óli Jó skellihlær að Heimi Ólafur og Heimir þekkjast vel en Heimir lék undir stjórn Ólafs hjá FH um nokkurra ára skeið og var einnig aðstoðarþjálfari Ólafs áður en hann tók alfarið við sem aðalþjálfari liðsins á sínum tíma. „Þarna var reynslumikill þjálfari að tala og var eflaust að sækja sér inn einhverja punkta fyrir komandi leiki,“ sagði Ólafur í kjölfarið. Aðspurður hvort hann hefði kennt Heimi þetta sagði hann: „Það held ég nú ekki. Ég hef nú alltaf talað vel um dómarana. En hann áttaði sig líklega á því í miðju viðtalinu að hann hafi verið kominn í smá ógöngur,“ sagði Ólafur léttur. Viðtalið og umræðuna má sjá í spilaranum að ofan. FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla FH tók á móti Stjörnunni í kvöld í 14. umferð Bestu deildar karla. Leikurinn endaði í 1-1 jafntefli en það hefðu getað verið skoruð svo miklu fleiri mörk. 7. júlí 2025 18:30 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Fleiri fréttir Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Heimir vandaði Helga Mikael Jónassyni, dómara leiksins, ekki kveðjurnar í viðtali við Ágúst Orra Arnarson eftir leik en Stjarnan skoraði eina mark sitt í 1-1 jafnteflinu úr heldur ódýrri vítaspyrnu. Heimir fékk að sjá atvikið í viðtali gærkvöldsins og þótti kýrskýrt að ekki hefði verið brotið á Andra Rúnari Bjarnasyni sem fiskaði spyrnuna og skoraði svo úr henni sjálfur. „Mér finnst þetta aldrei víti. Við sjáum það her, mér finnst hann bara sparka í Tomma (Tómas Orra). Mér finnst þetta aldrei vera víti,“ sagði Heimir. „Ég hef alltaf sagt það og er búinn að segja það núna í þrjú ár, þetta snýst um þekkingu. Því miður á þessum þrem árum, þá hafa dómararnir ekki bætt sig í þekkingunni. Það þarf að fara skoða það,“ sagði Heimir sem sagði þó vera fína dómara í Bestu deildinni. Aðspurður hvort Helgi Mikael væri einn þeirra var svarið einfalt: „Nei“. Óli sprakk úr hlátri Henry Birgir Gunnarsson og Ólafur Jóhannesson tóku þá við boltanum í Subway-settinu eftir viðtalið og sjá mátti að Ólafur skemmti sér konunglega yfir viðtali Heimis og var enn hlæjandi þegar þeir félagar birtust í mynd. Klippa: Óli Jó skellihlær að Heimi Ólafur og Heimir þekkjast vel en Heimir lék undir stjórn Ólafs hjá FH um nokkurra ára skeið og var einnig aðstoðarþjálfari Ólafs áður en hann tók alfarið við sem aðalþjálfari liðsins á sínum tíma. „Þarna var reynslumikill þjálfari að tala og var eflaust að sækja sér inn einhverja punkta fyrir komandi leiki,“ sagði Ólafur í kjölfarið. Aðspurður hvort hann hefði kennt Heimi þetta sagði hann: „Það held ég nú ekki. Ég hef nú alltaf talað vel um dómarana. En hann áttaði sig líklega á því í miðju viðtalinu að hann hafi verið kominn í smá ógöngur,“ sagði Ólafur léttur. Viðtalið og umræðuna má sjá í spilaranum að ofan.
FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla FH tók á móti Stjörnunni í kvöld í 14. umferð Bestu deildar karla. Leikurinn endaði í 1-1 jafntefli en það hefðu getað verið skoruð svo miklu fleiri mörk. 7. júlí 2025 18:30 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Fleiri fréttir Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla FH tók á móti Stjörnunni í kvöld í 14. umferð Bestu deildar karla. Leikurinn endaði í 1-1 jafntefli en það hefðu getað verið skoruð svo miklu fleiri mörk. 7. júlí 2025 18:30
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn