Lífið

Skákborðsréttir nýjasta matartískan

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Réttir í skákborðsmynstri slá í gegn á samfélagsmiðlum.
Réttir í skákborðsmynstri slá í gegn á samfélagsmiðlum. Pinterest

Réttir skornir í skákborðsmynstur hafa slegið í gegn á samfélagsmiðlum og má víða sjá myndir af litríku og fallega uppsettu hráefni sem líkist helst listaverki. Ef þú ert að leita að léttum rétti í sumarveisluna sem bragðast jafnvel enn betur en hann lítur út fyrir að gera gæti þessi nýjasta matartíska verið eitthvað fyrir þig.

Sumarið kallar á ferska og létta rétti og þessi framsetning sameinar einfaldleika og sjónræna fegurð á áhrifaríkan hátt. Oft er fetaosturinn í aðalhlutverki, raðaður upp með litríku hráefni á borð við vatnsmelónu, tómata, agúrku eða ólífur. 

Pinterest

Þessi aðferð er ekki aðeins falleg heldur líka bragðgóð og býður upp á endalausa möguleika til að leika sér með hráefni og liti.

Með réttum tólum, smá þolinmæði og örlitlu hugmyndaflugi geturðu auðveldlega breytt einföldu salati í sannkallað listaverk. Það eina sem þú þarft er beittur hnífur og – já, trúðu því eða ekki – reglustiku! Útkoman er öðruvís veisluréttur sem fangar augað, gleður bragðlaukana og fær gestina til að grípa í símann áður en þeir smakka.

Fjöldi áhrifavalda og matgæðinga erlendis hafa þegar deilt myndum af sambærilegum réttum sem eru hver öðrum glæsilegri.

Pinterest
Pinterest
Pinterest
Pinterest





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.