Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar 8. júlí 2025 16:02 Ég held að við upplifum flest áhyggjur þegar við lesum fréttir af því að bið fólks með krabbamein eftir því að komast í geislameðferð sé orðin tvöfalt lengri en sú hámarksbið sem miðað er við. Flest þekkjum við til og vitum hversu mikið álag er á fólki sem gengur í gegnum þessa erfiðu meðferð og sömuleiðis á ástvini þess. Það er hálfóhugsandi að ímynda sér stöðu þeirra sem hafa lokið lyfjameðferð og bíða bara eftir að geta haldið áfram sinni meðferð við þennan lífsógnandi óvin. Það er þess vegna gríðarlega mikilvægt að gripið verði strax í taumana. Það þarf að greina ástæður þessarar þróunar og ráðast strax í aðgerðir sem leysa málin til framtíðar. Við heyrum fréttir af því að nú sé verið að leita til starfsmannaleiga erlendis og að fólk verði sent á sjúkrahús í öðrum löndum til að fara í geislameðferð. Á meðan að það er skiljanlegt að verið sé að leita leiða til að leysa þennan bráðavanda, er líka alveg ljóst að þetta eru plástrar sem mega alls ekki festast í sessi. Við getum ekki boðið upp á það að fólk í sinni allra viðkvæmustu stöðu þurfi að kveðja bæði öryggið sitt og félags- og stuðningsnet til að fá meðferð í öðru landi. Vandinn er auðvitað flókinn, eins og oft er. En ég er fullviss um að hægt sé að snúa málum á rétta braut og það þarf að gerast ekki seinna en strax. Fram hefur komið að tækjakostur og fjöldi starfsmanna sé meginskýring á biðtímanum. Það þarf að tryggja fjármagn fyrir húsnæði og tækjakaupum en það má ekki gleyma því að tryggja þarf einnig mönnun sem getur staðið undir starfsemi við þrjá til fjóra línuhraðla sem heilbrigðisráðherra hefur sagt þurfa til. Ég tek undir það mat, en Krabbameinsfélagið hefur greint frá spám um að krabbameinstilfellum á Íslandi muni fjölga um 57% til ársins 2040. Það þarf að ráðast í greiningu og aðgerðir sem tryggja að á Íslandi verði nægilegur fjöldi geislafræðinga og sérfræðinga í geislalækningum sem sinna geislameðferð og hafi hæfni í íslensku. Við höfum staðið framarlega í baráttunni við krabbamein og skulum ekki missa þau verðmæti úr höndunum. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég held að við upplifum flest áhyggjur þegar við lesum fréttir af því að bið fólks með krabbamein eftir því að komast í geislameðferð sé orðin tvöfalt lengri en sú hámarksbið sem miðað er við. Flest þekkjum við til og vitum hversu mikið álag er á fólki sem gengur í gegnum þessa erfiðu meðferð og sömuleiðis á ástvini þess. Það er hálfóhugsandi að ímynda sér stöðu þeirra sem hafa lokið lyfjameðferð og bíða bara eftir að geta haldið áfram sinni meðferð við þennan lífsógnandi óvin. Það er þess vegna gríðarlega mikilvægt að gripið verði strax í taumana. Það þarf að greina ástæður þessarar þróunar og ráðast strax í aðgerðir sem leysa málin til framtíðar. Við heyrum fréttir af því að nú sé verið að leita til starfsmannaleiga erlendis og að fólk verði sent á sjúkrahús í öðrum löndum til að fara í geislameðferð. Á meðan að það er skiljanlegt að verið sé að leita leiða til að leysa þennan bráðavanda, er líka alveg ljóst að þetta eru plástrar sem mega alls ekki festast í sessi. Við getum ekki boðið upp á það að fólk í sinni allra viðkvæmustu stöðu þurfi að kveðja bæði öryggið sitt og félags- og stuðningsnet til að fá meðferð í öðru landi. Vandinn er auðvitað flókinn, eins og oft er. En ég er fullviss um að hægt sé að snúa málum á rétta braut og það þarf að gerast ekki seinna en strax. Fram hefur komið að tækjakostur og fjöldi starfsmanna sé meginskýring á biðtímanum. Það þarf að tryggja fjármagn fyrir húsnæði og tækjakaupum en það má ekki gleyma því að tryggja þarf einnig mönnun sem getur staðið undir starfsemi við þrjá til fjóra línuhraðla sem heilbrigðisráðherra hefur sagt þurfa til. Ég tek undir það mat, en Krabbameinsfélagið hefur greint frá spám um að krabbameinstilfellum á Íslandi muni fjölga um 57% til ársins 2040. Það þarf að ráðast í greiningu og aðgerðir sem tryggja að á Íslandi verði nægilegur fjöldi geislafræðinga og sérfræðinga í geislalækningum sem sinna geislameðferð og hafi hæfni í íslensku. Við höfum staðið framarlega í baráttunni við krabbamein og skulum ekki missa þau verðmæti úr höndunum. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun