Hætta við yfirtökuna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. júlí 2025 18:17 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/vilhelm BBL 212 ehf. hefur fallið frá áformum um yfirtökutilboð á öllu hlutafé flugfélagsins Fly Play hf. Félagið hefur tryggt sér áskriftarloforð fyrir 2,4 milljörðum króna í formi útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Play til kauphallar. Þann 10. júní tilkynnti Fly Play hf. að félaginu hafi borist tilkynning frá félaginu BBL 212 ehf., þess efnis BBL 212 ehf. og yfirtökuhópur, sem leiddur er af Einari Erni Ólafssyni forstjóra Play og Elíasi Skúla Skúlasyni, að yfirtökuhópurinn hygðist gera valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé félagsins. „Play hefur borist tilkynning frá BBL 212 ehf. og yfirtökuhópnum um að fallið sé frá áformum um valfrjálst tilboð,“ segir í tilkynningunni. Eftirfarandi hafi komið fram í tilkynningu frá BBL 212 og yfirtökuhópnum: „Áform og framtíðarsýn yfirtökuhópsins hafa fengið góðar viðtökur hluthafa félagsins, en eftir samtöl við hluthafa hefur komið fram að vilji margra er að Play hafi hlutabréf sín áfram skráð á aðalmarkað. Í ljósi framangreinds hefur yfirtökuhópurinn tekið ákvörðun um að falla frá áformum um að gera valfrjálst yfirtökutilboð í hlutabréf félagsins, en mun áfram styðja við félagið í komandi vegferð, sem einhugur er um meðal hluthafa félagsins.“ Í fréttatilkynningu frá Play segir að félagið hafi tryggt sér áskriftarloforð fyrir 20 milljónum Bandaríkjadala, eða andvirði um 2,425 milljónum króna. Fjármögnunin verði í formi útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára. Stærstu eigendur félagsins og aðrir íslenskir fjárfestar verði meðal þeirra sem taka þátt í fjármögnuninni. „Er það skýr stuðningsyfirlýsing við áframhaldandi uppbyggingu Play og breytingar sem boðaðar hafa verið á viðskiptalíkani félagsins,“ segir í tilkynningu. Breytingarnar sem boðaðar hafa verið eru eftirfarandi: Gott framboð verði til sólarlandastaða og vinsælla borga meðal Íslendinga. Fjórar flugvélar sinni flugi frá Íslandi. Vélarnar fjórar verði áfram rauðar, áhafnir frá Íslandi og á íslenskum kjarasamningum. Hinar sex vélarnar verði leigðar í arðbær verkefni til annarra flugrekenda. Flugi til Norður-Ameríku verði hætt frá og með október 2025 og borgaráfangastöðum í Norður-Evrópu fækkað. Flogið verði undir maltnesku flugrekstrarleyfi og íslenska flugrekstrarleyfinu skilað. Á sama tíma verði líkt og fyrr segir fallið frá boðuðu yfirtökutilboði í allt hlutafé. „Við áttum mörg góð samtöl við hluthafa þar sem þeir lýstu yfir miklum vilja til að hafa félagið áfram skráð á aðalmarkaði Kauphallar. Þess vegna var þessi leið farin við útfærslu á fjármögnun félagsins. Félagið hefur þess í stað safnað áskriftarloforðum að breytanlegu skuldabréfi að upphæð 2.425 m.kr. Þessi niðurstaða er skýr stuðningsyfirlýsing við áætlanir félagsins og áframhaldandi uppbyggingu. Viðbrögðin við nýju viðskiptamódeli eru góð og það er ánægjulegt að sjá aukið vægi stofnanafjárfesta í þessari fjármögnunarlotu. Við höfum nú þegar séð jákvæð áhrif breytts viðskiptalíkans á rekstur félagsins þar sem við einblínum á flugleiðir sem skila góðri afkomu og leigjum út þotur í arðbær verkefni til annarra flugrekenda. Við ætlum að byggja upp öflugt og gott flugfélag sem Íslendingar velja og höldum ótrauð áfram á þeirri braut,“ er haft eftir Einari Erni Ólafssyni forstjóra Play. Fréttin hefur verið uppfærð. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá Play til kauphallar. Þann 10. júní tilkynnti Fly Play hf. að félaginu hafi borist tilkynning frá félaginu BBL 212 ehf., þess efnis BBL 212 ehf. og yfirtökuhópur, sem leiddur er af Einari Erni Ólafssyni forstjóra Play og Elíasi Skúla Skúlasyni, að yfirtökuhópurinn hygðist gera valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé félagsins. „Play hefur borist tilkynning frá BBL 212 ehf. og yfirtökuhópnum um að fallið sé frá áformum um valfrjálst tilboð,“ segir í tilkynningunni. Eftirfarandi hafi komið fram í tilkynningu frá BBL 212 og yfirtökuhópnum: „Áform og framtíðarsýn yfirtökuhópsins hafa fengið góðar viðtökur hluthafa félagsins, en eftir samtöl við hluthafa hefur komið fram að vilji margra er að Play hafi hlutabréf sín áfram skráð á aðalmarkað. Í ljósi framangreinds hefur yfirtökuhópurinn tekið ákvörðun um að falla frá áformum um að gera valfrjálst yfirtökutilboð í hlutabréf félagsins, en mun áfram styðja við félagið í komandi vegferð, sem einhugur er um meðal hluthafa félagsins.“ Í fréttatilkynningu frá Play segir að félagið hafi tryggt sér áskriftarloforð fyrir 20 milljónum Bandaríkjadala, eða andvirði um 2,425 milljónum króna. Fjármögnunin verði í formi útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára. Stærstu eigendur félagsins og aðrir íslenskir fjárfestar verði meðal þeirra sem taka þátt í fjármögnuninni. „Er það skýr stuðningsyfirlýsing við áframhaldandi uppbyggingu Play og breytingar sem boðaðar hafa verið á viðskiptalíkani félagsins,“ segir í tilkynningu. Breytingarnar sem boðaðar hafa verið eru eftirfarandi: Gott framboð verði til sólarlandastaða og vinsælla borga meðal Íslendinga. Fjórar flugvélar sinni flugi frá Íslandi. Vélarnar fjórar verði áfram rauðar, áhafnir frá Íslandi og á íslenskum kjarasamningum. Hinar sex vélarnar verði leigðar í arðbær verkefni til annarra flugrekenda. Flugi til Norður-Ameríku verði hætt frá og með október 2025 og borgaráfangastöðum í Norður-Evrópu fækkað. Flogið verði undir maltnesku flugrekstrarleyfi og íslenska flugrekstrarleyfinu skilað. Á sama tíma verði líkt og fyrr segir fallið frá boðuðu yfirtökutilboði í allt hlutafé. „Við áttum mörg góð samtöl við hluthafa þar sem þeir lýstu yfir miklum vilja til að hafa félagið áfram skráð á aðalmarkaði Kauphallar. Þess vegna var þessi leið farin við útfærslu á fjármögnun félagsins. Félagið hefur þess í stað safnað áskriftarloforðum að breytanlegu skuldabréfi að upphæð 2.425 m.kr. Þessi niðurstaða er skýr stuðningsyfirlýsing við áætlanir félagsins og áframhaldandi uppbyggingu. Viðbrögðin við nýju viðskiptamódeli eru góð og það er ánægjulegt að sjá aukið vægi stofnanafjárfesta í þessari fjármögnunarlotu. Við höfum nú þegar séð jákvæð áhrif breytts viðskiptalíkans á rekstur félagsins þar sem við einblínum á flugleiðir sem skila góðri afkomu og leigjum út þotur í arðbær verkefni til annarra flugrekenda. Við ætlum að byggja upp öflugt og gott flugfélag sem Íslendingar velja og höldum ótrauð áfram á þeirri braut,“ er haft eftir Einari Erni Ólafssyni forstjóra Play. Fréttin hefur verið uppfærð.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent