Veður

Skýjað með skúrum í höfuð­borginni

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Búast má við súld á morgun og heldur svalara veðri vestantil.
Búast má við súld á morgun og heldur svalara veðri vestantil. Vísir/Vilhelm

Skýjað er í dag og sums staðar smá skúrir víða um land en bjart með köflum og yfirleitt þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti er á bilinu 10 til 20 stig og hlýjast norðaustan- og austanlands.

Súld eða dálítið rigning verður á vestanverðu landinu á morgun og skúrir norðaustantil seinnipartinn en úrkomulítið á Suðausturlandi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:

Suðvestan 3-10 m/s. Súld eða dálítil rigning um landið vestanvert, en skúrir á Norðaustur- og Austurlandi seinnipartinn.

Hiti 9 til 18 stig, hlýjast austantil.

Á föstudag og laugardag:

Suðlæg eða breytileg átt og rigning öðru hverju. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:

Breytileg átt, skýjað og sums staðar dálítil væta. Fremur hlýtt.

Á mánudag:

Austan- og norðaustanátt, bjart með köflum og hlýtt í veðri, en þoka og svalara við norður- og austurströndina.

Á þriðjudag:

Austlæg átt og rigning syðst, en þokuloft austanlands og við norðurströndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×