Fótbolti

Ajax riftir samningi Jordans Henderson

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jordan Henderson hefur spilað sinn síðasta leik fyrir hollenska stórliðið Ajax.
Jordan Henderson hefur spilað sinn síðasta leik fyrir hollenska stórliðið Ajax. Getty/Rico Brouwer

Jordan Henderson er laus allra mála frá hollenska félaginu Ajax og getur því samið við nýtt lið.

Forráðamenn Ajax riftu samningi Henderson í samráði við hann sjálfan. Henderson var með samning við félagið út komandi tímabil en þessi 35 ára gamli miðjumaður vildi komast í burtu núna.

„Félagið varð við ósk leikmannsins um að rifta samningnum,“ sagði Ajax í yfirlýsingu.

Henderson kom til Ajax í janúar 2024 frá sádi-arabíska félaginu Al-Ettifaq.

Hann var fyrirliði Liverpool frá 2015 til 2023 og tók við öllum bikurunum sem enska félagið vann frá 2019 til 2022.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×