Fótbolti

Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nuno Mendes, Vitinha, Goncalo Ramos og Joao Neves eru að eiga sögulegt ár í fótboltanum.
Nuno Mendes, Vitinha, Goncalo Ramos og Joao Neves eru að eiga sögulegt ár í fótboltanum. Getty/Maja Hitij

Fjórir portúgalskir knattspyrnumenn eiga möguleika á því að verða sjöfaldir meistarar á árinu 2025 eftir magnaða framgöngu með bæði félagsliði og landsliði.

Leikmennirnir eru Vitinha, Joao Neves, Gonçalo Ramos og Nuno Mendes en þeir eiga það sameiginlegt að spila bæði með Paris Saint Germain og portúgalska landsliðinu.

Portúgal vann Þjóðadeildina í sumar eftir sigur á Spánverjum í úrslitaleik.

Paris Saint Germain vann Meistaradeildina í fyrsta skiptið í sögu félagsins í vor en liðið varð einnig franskur meistari, franskur bikarmeistari og vann Meistarakeppnina í Frakklandi.

Þeir eiga möguleika á því að bæta við tveimur titlum á þessu ári og í raun í næstu tveimur leikjum.

Fyrst er það úrslitaleikur heimsmeistarakeppni félagsliða á móti Chelsea og svo er þegar Ofurbikar UEFA á móti Tottenham þar sem liðin mætast sem unnu Meistaradeildina (PSG) og Evrópudeildin (Spurs) á síðustu leiktíð.

Vitinha, Joao Neves og Nuno Mendes voru allir í byrjunarliði Portúgals í úrslitaleiknum á móti Spáni en Gonçalo Ramos kom inn á sem varamaður og skoraði í vítakeppninni.

Í úrslitaleik Meistaradeildarinnar voru fyrrnefndir þrír einnig í byrjunarliði PSG en Ramos kom inn á sem varamaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×