„Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. júlí 2025 11:52 Félagssálfræðingurinn Sigvaldi Sigurðarson kannaði áhrif skilaboða sem leggja áherslu á persónulega ábyrgð á líðan fólks. Sjálfsræktarskilaboð sem leggja áherslu á ábyrgð einstaklingsins á eigin hamingju hafa neikvæð áhrif á þá sem glíma við kvíða, þunglyndi eða neikvæða sjálfsímynd. Að kenna fólki í fátækt um eigin heilsufarsvanda án þess að horfa til samfélagslegra þátta sé óraunhæf einföldun. Þetta er meðal þess sem kemur fram í greininni „Þegar sjálfsrækt særir“ sem Sigvaldi Sigurðarson, félagssálfræðingur og verkefnastjóri hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar, skrifaði í nýjasta tölublað SÍBS-blaðsins sem fjallar um sjálfsrækt. Greinin byggir á meistararitgerð Sigvalda í félagssálfræði frá 2019 þar sem hann kannaði áhrif skilaboða sem leggja áherslu á persónulega ábyrgð á líðan fólks. Fréttastofa ræddi við Sigvalda um hinn sístækkandi sjálfsræktariðnað, rannsóknina og niðurstöður hennar sem eru mjög forvitnilegar. Sjálfsræktariðnaðurinn stækkar og stækkar „Ég fór að kafa í þessi skilaboð sjálfsræktariðnaðarins sem eru allsráðandi í dag. Þetta var á tíma sem mikið af áhrifavöldum voru að kyssa pening, að „secret-a“ hluti til þess að eignast meira og allt þetta ,Vertu besta útgáfan af sjálfum þér',“ segir Sigvaldi um aðdraganda rannsóknarinnar. Sigvaldi Sigurðssson sökkti sér í heim sjálfsræktarinnar. Hann fór í kjölfarið að velta því fyrir sér hvort þeir sem predikuðu þessi skilaboð vissu hvaða áhrif þau hefðu á fólk. „Hamingjan er orðin mælikvarði á velferð og lífsgæði í vestrænu samfélagi. Þessi einstaklingshyggja, þar sem hver og einn ber ábyrgð á lífi sínu og heilsu, er orðin allsráðandi. Einstaklingshyggjan leggur áherslu á sjálfstæði, persónulegan árangur og að að skara fram úr,“ segir Sigvaldi. Hinum megin á skalanum er hóphyggja sem gengur út á að einstaklingurinn sé hluti af stærri heild og að velferð hvers og eins tengist velferð annarra. Hérlendis hefur einstaklingshyggja gegnsýrt mikið af menningu okkar og birtist víða, þar með talið í sjálfshjálpariðnaðinum og áhrifavöldum samtímans. „Það er endalaust einhverjar sjálfshjálparbækur og sjálfshjálparsíður og allir orðnir lífsráðgjafar á netinu. Það er orðið svo mikið og gott aðgengi að því að vera með skoðun og að predika hluti,“ segir Sigvaldi. Síðustu ár hefur sjálfsræktariðnaðurinn stækkað og er því spáð að á næstu níu árum muni hann tvöfaldast að sögn Sigvalda. Sjálfsræktin gangi oft út á árangur og afköst. „Fólk eigi að hugsa jákvætt og nýta sjálfsræktina til að hámarka eigin árangur og eigin líðan,“ segir Sigvaldi. Fólk lúðri út alls konar skilaboðum Jákvæð sálfræði spili lykilhlutverk í sjálfsræktariðnaðinum. Að sögn Sigvalda sé jákvæð sálfræði yfirleitt hjálpleg en falli stundum í varasama gryfju. „Ég hef verið gagnrýninn á jákvæða sálfræði og grínast stundum með að ég hafi lært neikvæða sálfræði. En jákvæða sálfræðin er drifkrafturinn að þessari hamingjuhreyfingu sem gengur oft út á að hamingjan sé jafn aðgengileg öllum, í höndum einstaklingsins óháð aðstæðum,“ segir Sigvaldi. Um leið hunsi hún samfélagslega, efnahagslega og félagslega þætti sem sé varasamt. „Ég ímynda mér alltaf að þetta komi frá góðum stað, að fólk sé að reyna að deila góðum boðskap sem eigi að nýtast öðrum. En síðan er þetta bara ekki alltaf svona einfalt, það sem nýtist fyrir þig nýtist kannski ekki fyrir aðra,“ segir Sigvaldi. Samfélagsmiðlar séu kjörinn vettvangur fyrir misgáfuleg ráð. „Fólk er að lúðra út alls konar ráðum sem það veit ekkert hvernig fara í annað fólk. Það er það sem ég var að kanna,“ segir Sigvaldi. Einn hópur varð fyrir áhrifum „Ég byrjaði að fylgja alls konar áhrifavöldum, skoðaði sjálfshjálparbækur og síður. Tók þaðan fullt af setningum sem ég taldi ýta undir ofurmikla sjálfsábyrgð eða akkúrat öfugt, samfélagslega ábyrgð,“ segir hann um upphaf rannsóknarinnar. Sigvaldi safnaði saman hátt í hundrað setningum sem fóru í for-rannsókn þar sem þeim var fækkað niður í ýtrustu öfgar pólanna tveggja, sjálfsræktar og samhyggðar. Sjálfshjálpargúrúinn Alda Karen varð fræg árið 2019 fyrir möntru sína: „Þú ert nóg“ Ýktustu setningarnar voru lagðar fyrir þátttakendur í rannsókninni og síðan var mælt hvernig fólkinu leið eftir að hafa séð skilaboðin. Fyrir rannsóknina höfðu þátttakendur þurft að svara því hvort þeir glímdu við kvíða, þunglyndi eða teldu raunsjálf sitt vera langt frá því sem þeir vildu að það væri. „Heilt yfir hafði þetta engin áhrif, hvorki jákvæð né neikvæð, á fólk, hvort sem það voru sjálfsræktarskilaboð eða samhyggðarskilaboð,“ segir Sigvaldi um áhrif skilaboðanna. Hins vegar var einn hópur þátttakenda sem fann fyrir áhrifum: Þeir sem voru með kvíða, þunglyndi, bjuggu yfir miklu sjálfsmisræmi eða voru óánægðir með lífið. „Fólk þurfti ekki að vera með öll einkennin í einu en þegar fólk var með eitthvað af þessum einkennum þá leið því verr eftir að hafa séð þessi skilaboð,“ segir Sigvaldi. „Ég ímynda mér að þessar setningar séu hannaðar fyrir fólk sem líður illa til þess að lyfta því upp. En það er greinilegt að þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr þegar það sér setningar sem ýta undir svona mikla sjálfsábyrgð,“ segir Sigvaldi. Fólk sem er útsett fyrir skilaboðunum þarf mestu hjálpina „Við sjáum þetta út um allt, í auglýsingum, í stefnumótun og án gagnrýni getur þetta verið skaðlegt. Rannsóknir hafa sýnt að svona félagslegir þættir hafa margfalt meiri áhrif á velferð samfélaga en áhersla á sjálfsrækt,“ segir Sigvaldi. Það standi ekki allir jafnir þegar kemur að því að öðlast hamingju. „Að kenna fólki í fátækt um eigin heilsufarsvanda án þess að horfa til samfélagslegra þátta er ekki bara óraunhæf einföldun heldur siðferðislega varasamt,“ segir hann. Kjarni málsins samkvæmt Sigvalda er að ef hamingjan er ákvörðun þá byrjar fólk að kenna sér sjálft um ef það er þunglynt eða kvíðið. „Þessar sjálfsásakanir eru ekki að fara hjálpa neinum. Sérstaklega fyrir þau sem hafa reynt og reynt að komast yfir þunglyndið sitt eða að koma sér úr erfiðum lífsaðstæðum en ekkert virðist virka. Þetta gæti vel útskýrt rannsóknarniðurstöðurnar, að fólki leið verr eftir að hafa séð skilaboð sjálfsábyrgðarinnar,“ segir hann. Fólk sem prediki sjálfsrækt meini vel og sé ekki að reyna að láta fólki líða illa en það sé gott fyrir alla að skoða hvernig skilaboð þeir eru að senda út í kosmósinn. „Oftast er það þannig að fólkið sem er mest útsett fyrir svona skilaboðum er fólkið sem þarf mestu hjálpina. Fólkið sem er að glíma við eitthvað andlega, það er líklegast til að grípa sjálfshjálp sem ákveðna líflínu fyrir sig. Þess vegna er þetta vandamál mikilvægt,“ segir Sigvaldi Geðheilbrigði Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ekki allir sáttir við ummæli Öldu Karenar: „Lausnin við þessu er svo einföld“ Alda Karen Hjaltalín, fyrirlesarinn sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu, var gestur Íslands í dag í gærkvöldi. 15. janúar 2019 11:30 Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í greininni „Þegar sjálfsrækt særir“ sem Sigvaldi Sigurðarson, félagssálfræðingur og verkefnastjóri hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar, skrifaði í nýjasta tölublað SÍBS-blaðsins sem fjallar um sjálfsrækt. Greinin byggir á meistararitgerð Sigvalda í félagssálfræði frá 2019 þar sem hann kannaði áhrif skilaboða sem leggja áherslu á persónulega ábyrgð á líðan fólks. Fréttastofa ræddi við Sigvalda um hinn sístækkandi sjálfsræktariðnað, rannsóknina og niðurstöður hennar sem eru mjög forvitnilegar. Sjálfsræktariðnaðurinn stækkar og stækkar „Ég fór að kafa í þessi skilaboð sjálfsræktariðnaðarins sem eru allsráðandi í dag. Þetta var á tíma sem mikið af áhrifavöldum voru að kyssa pening, að „secret-a“ hluti til þess að eignast meira og allt þetta ,Vertu besta útgáfan af sjálfum þér',“ segir Sigvaldi um aðdraganda rannsóknarinnar. Sigvaldi Sigurðssson sökkti sér í heim sjálfsræktarinnar. Hann fór í kjölfarið að velta því fyrir sér hvort þeir sem predikuðu þessi skilaboð vissu hvaða áhrif þau hefðu á fólk. „Hamingjan er orðin mælikvarði á velferð og lífsgæði í vestrænu samfélagi. Þessi einstaklingshyggja, þar sem hver og einn ber ábyrgð á lífi sínu og heilsu, er orðin allsráðandi. Einstaklingshyggjan leggur áherslu á sjálfstæði, persónulegan árangur og að að skara fram úr,“ segir Sigvaldi. Hinum megin á skalanum er hóphyggja sem gengur út á að einstaklingurinn sé hluti af stærri heild og að velferð hvers og eins tengist velferð annarra. Hérlendis hefur einstaklingshyggja gegnsýrt mikið af menningu okkar og birtist víða, þar með talið í sjálfshjálpariðnaðinum og áhrifavöldum samtímans. „Það er endalaust einhverjar sjálfshjálparbækur og sjálfshjálparsíður og allir orðnir lífsráðgjafar á netinu. Það er orðið svo mikið og gott aðgengi að því að vera með skoðun og að predika hluti,“ segir Sigvaldi. Síðustu ár hefur sjálfsræktariðnaðurinn stækkað og er því spáð að á næstu níu árum muni hann tvöfaldast að sögn Sigvalda. Sjálfsræktin gangi oft út á árangur og afköst. „Fólk eigi að hugsa jákvætt og nýta sjálfsræktina til að hámarka eigin árangur og eigin líðan,“ segir Sigvaldi. Fólk lúðri út alls konar skilaboðum Jákvæð sálfræði spili lykilhlutverk í sjálfsræktariðnaðinum. Að sögn Sigvalda sé jákvæð sálfræði yfirleitt hjálpleg en falli stundum í varasama gryfju. „Ég hef verið gagnrýninn á jákvæða sálfræði og grínast stundum með að ég hafi lært neikvæða sálfræði. En jákvæða sálfræðin er drifkrafturinn að þessari hamingjuhreyfingu sem gengur oft út á að hamingjan sé jafn aðgengileg öllum, í höndum einstaklingsins óháð aðstæðum,“ segir Sigvaldi. Um leið hunsi hún samfélagslega, efnahagslega og félagslega þætti sem sé varasamt. „Ég ímynda mér alltaf að þetta komi frá góðum stað, að fólk sé að reyna að deila góðum boðskap sem eigi að nýtast öðrum. En síðan er þetta bara ekki alltaf svona einfalt, það sem nýtist fyrir þig nýtist kannski ekki fyrir aðra,“ segir Sigvaldi. Samfélagsmiðlar séu kjörinn vettvangur fyrir misgáfuleg ráð. „Fólk er að lúðra út alls konar ráðum sem það veit ekkert hvernig fara í annað fólk. Það er það sem ég var að kanna,“ segir Sigvaldi. Einn hópur varð fyrir áhrifum „Ég byrjaði að fylgja alls konar áhrifavöldum, skoðaði sjálfshjálparbækur og síður. Tók þaðan fullt af setningum sem ég taldi ýta undir ofurmikla sjálfsábyrgð eða akkúrat öfugt, samfélagslega ábyrgð,“ segir hann um upphaf rannsóknarinnar. Sigvaldi safnaði saman hátt í hundrað setningum sem fóru í for-rannsókn þar sem þeim var fækkað niður í ýtrustu öfgar pólanna tveggja, sjálfsræktar og samhyggðar. Sjálfshjálpargúrúinn Alda Karen varð fræg árið 2019 fyrir möntru sína: „Þú ert nóg“ Ýktustu setningarnar voru lagðar fyrir þátttakendur í rannsókninni og síðan var mælt hvernig fólkinu leið eftir að hafa séð skilaboðin. Fyrir rannsóknina höfðu þátttakendur þurft að svara því hvort þeir glímdu við kvíða, þunglyndi eða teldu raunsjálf sitt vera langt frá því sem þeir vildu að það væri. „Heilt yfir hafði þetta engin áhrif, hvorki jákvæð né neikvæð, á fólk, hvort sem það voru sjálfsræktarskilaboð eða samhyggðarskilaboð,“ segir Sigvaldi um áhrif skilaboðanna. Hins vegar var einn hópur þátttakenda sem fann fyrir áhrifum: Þeir sem voru með kvíða, þunglyndi, bjuggu yfir miklu sjálfsmisræmi eða voru óánægðir með lífið. „Fólk þurfti ekki að vera með öll einkennin í einu en þegar fólk var með eitthvað af þessum einkennum þá leið því verr eftir að hafa séð þessi skilaboð,“ segir Sigvaldi. „Ég ímynda mér að þessar setningar séu hannaðar fyrir fólk sem líður illa til þess að lyfta því upp. En það er greinilegt að þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr þegar það sér setningar sem ýta undir svona mikla sjálfsábyrgð,“ segir Sigvaldi. Fólk sem er útsett fyrir skilaboðunum þarf mestu hjálpina „Við sjáum þetta út um allt, í auglýsingum, í stefnumótun og án gagnrýni getur þetta verið skaðlegt. Rannsóknir hafa sýnt að svona félagslegir þættir hafa margfalt meiri áhrif á velferð samfélaga en áhersla á sjálfsrækt,“ segir Sigvaldi. Það standi ekki allir jafnir þegar kemur að því að öðlast hamingju. „Að kenna fólki í fátækt um eigin heilsufarsvanda án þess að horfa til samfélagslegra þátta er ekki bara óraunhæf einföldun heldur siðferðislega varasamt,“ segir hann. Kjarni málsins samkvæmt Sigvalda er að ef hamingjan er ákvörðun þá byrjar fólk að kenna sér sjálft um ef það er þunglynt eða kvíðið. „Þessar sjálfsásakanir eru ekki að fara hjálpa neinum. Sérstaklega fyrir þau sem hafa reynt og reynt að komast yfir þunglyndið sitt eða að koma sér úr erfiðum lífsaðstæðum en ekkert virðist virka. Þetta gæti vel útskýrt rannsóknarniðurstöðurnar, að fólki leið verr eftir að hafa séð skilaboð sjálfsábyrgðarinnar,“ segir hann. Fólk sem prediki sjálfsrækt meini vel og sé ekki að reyna að láta fólki líða illa en það sé gott fyrir alla að skoða hvernig skilaboð þeir eru að senda út í kosmósinn. „Oftast er það þannig að fólkið sem er mest útsett fyrir svona skilaboðum er fólkið sem þarf mestu hjálpina. Fólkið sem er að glíma við eitthvað andlega, það er líklegast til að grípa sjálfshjálp sem ákveðna líflínu fyrir sig. Þess vegna er þetta vandamál mikilvægt,“ segir Sigvaldi
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ekki allir sáttir við ummæli Öldu Karenar: „Lausnin við þessu er svo einföld“ Alda Karen Hjaltalín, fyrirlesarinn sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu, var gestur Íslands í dag í gærkvöldi. 15. janúar 2019 11:30 Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Ekki allir sáttir við ummæli Öldu Karenar: „Lausnin við þessu er svo einföld“ Alda Karen Hjaltalín, fyrirlesarinn sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu, var gestur Íslands í dag í gærkvöldi. 15. janúar 2019 11:30