„Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Hinrik Wöhler skrifar 10. júlí 2025 22:49 Besti fyrri hálfleikur Vals í sumar að mati þjálfara liðsins, Srdjan Tufegdzic. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, fagnaði 3-0 sigri á Hlíðarenda í kvöld en Valur lagði eistneska liðið Flora Tallinn í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Hann var einkar ánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik. „Mér finnst fyrri hálfleikur hjá okkur sá besti í sumar og þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt. Mjög sanngjarnt, yfir með þremur mörkum og gátum alveg bætt við fleirum í fyrri hálfleik,“ sagði Tufegdzic skömmu eftir leik. Leikmenn Vals féllu aftar á völlinn í seinni hálfleik og pressuðu gestirnir frá Eistlandi mun meira en þeir gerðu í fyrri hálfleik. Tufegdzic segir að leikplanið hafi breyst í seinni hálfleik. „Seinni hálfleikur, þá breyttu þeir og komu hærra á okkur. Við hættum aðeins að gera þetta sem við gerðum í fyrri hálfleik og hvernig við vorum að leggja leikinn upp. Við misstum aðeins stjórnina á þá en án þess að þeir voru að skapa færi, sem er líka styrkleiki. Við höldum áfram með varnarleikinn þó þeir séu að skapa. Heilt yfir er ég ánægður með sigurinn en í rauninni er bara 45 mínútur búnar.“ Hann segir að það voru ákveðin atriði sem klikkuðu í seinni hálfleik og þjálfarateymi Vals mun fara yfir málin á næstu dögum. „Pressan þeirra var þannig að við náðum ekki lesa í og hættum að gera það sem við gerðum vel í fyrri hálfleik. Hreyfing án bolta, hlaup í ákveðin svæði og allt það. Nú fáum við heila viku og við förum vel yfir þetta.“ Föst leikatriði skiluðu tveimur mörkum Tómas Bent Magnússon skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik. Hið fyrra kom úr hornspyrna en hið seinna úr aukaspyrnu. Tufegdzic þakkar Hauki Páli Sigurðssyni fyrir vinnuna kringum föstu leikatriðin og það skilaði tveimur mörkum. „Við erum að æfa þetta mikið. Haukur Páll sér um föstu leikatriðin og við erum að legga mikla áherslu á það. Alltaf ánægjulegt að skora fyrsta markið svona og opna leikinn, það hjálpar með spilamennskuna,“ sagði Tufegdzic Jónatan Ingi Jónsson var á skotskónum í kvöld.Vísir/Anton Þriðja mark Valsmanna var einkar glæsilegt, eftir flott samspil rak Jónatan Ingi Jónsson smiðshöggið á laglega sókn. „Jónatan á þetta mark skilið. Upp á síðkastið hefur hann kannski ekki skorað eins mikið og hann gerði í upphafi tímabils. Varnarleikur, ákefð og vinnusemi sem hann er búinn að sýna. Ég sagði við hann fyrir nokkrum vikum að hann myndi fá þetta til baka og nú er hann að uppskera,“ sagði Tufegdzic um þriðja markið. Gott veganesti inn í seinni leikinn Valsarar mæta fullir sjálfstrausts til Eistlands eftir viku og með þriggja marka forskot sem veganesti. „Bara eins og við mættum í dag. Það breytist ekkert, góður fyrri hálfleikur en seinni hálfleikurinn þurfum að skoða vel. Höfum heila viku til að fara yfir þessa hluti og vera klárir í 90 mínútur í Eistlandi,“ sagði Tufegdzic að lokum. Valur Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Leik lokið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
„Mér finnst fyrri hálfleikur hjá okkur sá besti í sumar og þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt. Mjög sanngjarnt, yfir með þremur mörkum og gátum alveg bætt við fleirum í fyrri hálfleik,“ sagði Tufegdzic skömmu eftir leik. Leikmenn Vals féllu aftar á völlinn í seinni hálfleik og pressuðu gestirnir frá Eistlandi mun meira en þeir gerðu í fyrri hálfleik. Tufegdzic segir að leikplanið hafi breyst í seinni hálfleik. „Seinni hálfleikur, þá breyttu þeir og komu hærra á okkur. Við hættum aðeins að gera þetta sem við gerðum í fyrri hálfleik og hvernig við vorum að leggja leikinn upp. Við misstum aðeins stjórnina á þá en án þess að þeir voru að skapa færi, sem er líka styrkleiki. Við höldum áfram með varnarleikinn þó þeir séu að skapa. Heilt yfir er ég ánægður með sigurinn en í rauninni er bara 45 mínútur búnar.“ Hann segir að það voru ákveðin atriði sem klikkuðu í seinni hálfleik og þjálfarateymi Vals mun fara yfir málin á næstu dögum. „Pressan þeirra var þannig að við náðum ekki lesa í og hættum að gera það sem við gerðum vel í fyrri hálfleik. Hreyfing án bolta, hlaup í ákveðin svæði og allt það. Nú fáum við heila viku og við förum vel yfir þetta.“ Föst leikatriði skiluðu tveimur mörkum Tómas Bent Magnússon skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik. Hið fyrra kom úr hornspyrna en hið seinna úr aukaspyrnu. Tufegdzic þakkar Hauki Páli Sigurðssyni fyrir vinnuna kringum föstu leikatriðin og það skilaði tveimur mörkum. „Við erum að æfa þetta mikið. Haukur Páll sér um föstu leikatriðin og við erum að legga mikla áherslu á það. Alltaf ánægjulegt að skora fyrsta markið svona og opna leikinn, það hjálpar með spilamennskuna,“ sagði Tufegdzic Jónatan Ingi Jónsson var á skotskónum í kvöld.Vísir/Anton Þriðja mark Valsmanna var einkar glæsilegt, eftir flott samspil rak Jónatan Ingi Jónsson smiðshöggið á laglega sókn. „Jónatan á þetta mark skilið. Upp á síðkastið hefur hann kannski ekki skorað eins mikið og hann gerði í upphafi tímabils. Varnarleikur, ákefð og vinnusemi sem hann er búinn að sýna. Ég sagði við hann fyrir nokkrum vikum að hann myndi fá þetta til baka og nú er hann að uppskera,“ sagði Tufegdzic um þriðja markið. Gott veganesti inn í seinni leikinn Valsarar mæta fullir sjálfstrausts til Eistlands eftir viku og með þriggja marka forskot sem veganesti. „Bara eins og við mættum í dag. Það breytist ekkert, góður fyrri hálfleikur en seinni hálfleikurinn þurfum að skoða vel. Höfum heila viku til að fara yfir þessa hluti og vera klárir í 90 mínútur í Eistlandi,“ sagði Tufegdzic að lokum.
Valur Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Leik lokið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira