Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson og Svanborg R. Jónsdóttir skrifa 11. júlí 2025 09:32 Þegar ríkið og stofnanir þess gera sig sekar um að beita valdi sínu gegn náttúrunni og þeim sem reyna að verja hana, þá erum við ekki lengur að tala um venjubundið ferli í lýðræðisríki. Þá er farið að skyggja á sjálft grundvallarmarkmið stjórnsýslu – að þjóna fólkinu og vernda þau verðmæti sem ekki verða endursköpuð. Dæmið um Hvammsvirkjun dregur upp mynd af stjórnsýslu sem virðist líta á náttúruvernd sem fyrirstöðu fremur en skyldu. Þegar landeigendur kæra framkvæmd en fá ekki að sjá málið klárað með eðlilegri málsmeðferð áður en framkvæmdaleyfi er veitt á ný, og þegar ráðherra sem ber ábyrgð á bæði orkumálum og náttúruvernd bætir við lögum sem grafa undan réttindum náttúrunnar, þá er eitthvað bogið við stjórnsýsluna. Þetta er ekki bara spurning um Þjórsá eða eitt virkjunarverkefni. Þetta er spurning um grundvallarhugsun: hver á rödd í samfélaginu? Ef náttúran getur ekki talað, og þeir sem reyna að tala fyrir hennar hönd eru kerfisbundið þaggaðir, þá eru lögin ekki lengur hlutlaus. Þá vinna þau með ofbeldisvaldi, gegn jafnrétti. Lýðræðið byggir á því að allir hafi rétt til þátttöku, líka þegar þeir sem eru í minnihluta, líka þegar þeir eru ósammála og sérstaklega þegar þeir minna á það sem við gleymum of oft: að náttúran hefur sitt eigið réttmæti, ekki bara nytsemi. Hvammsvirkjun er prófsteinn, ekki bara á stjórnsýslu Íslands heldur á siðferði okkar allra. Hvernig bregðumst við við þegar valdið spyr ekki lengur „hvað er rétt?“ heldur „hvað komumst við upp með?“ Ber yfirvöldum og Landsvirkjun að fara að lögum eða eru þau stikkfrí? Á að ríkja hér Trumpismi í umhverfismálum þar sem lög eru ýmist brotin og lögum er breytt eftir hagsmunum græðgi- og gróðasjónarmiða? Það er eins og að það hafi verið settur úlfur í sauðargæru sem „umhverfisráðherra". Hann telur vondar fréttir vera góðar enda virðist hann lítið spá í verndun umhverfisins. Mér finnst stórundarlegt að hann komi úr röðum Samfylkingarfólks Samfylkingin - en kannski er flokkurinn enginn málsvari umhverfisverndar og siglir undir fölskum flöggum sjálfbærni? Orkuskortur er ekki vandamálið eins og klifað er á — forgangsröðunin er það. Við búum á landi þar sem meira rafmagn er framleitt á hvern íbúa en nánast nokkurs staðar annars staðar í heiminum. Samt er talað um „orkuskort" í umræðunni eins og við séum á barmi neyðar. Það er ekki rétt. Raforkan okkar fer að mestu til stóriðju, stórnotenda sem borga minna en almenningur og fá forgang í framkvæmdum. Á meðan eru náttúruverndarlög veikluð, framkvæmdaleyfi endurvakin þrátt fyrir lögbrot og stjórnvöld keyra virkjanafyrirætlanir áfram með lagaumhverfi sem sífellt er gert óhagstæðara fyrir náttúruna en þægilegra fyrir fjárfesta. Við þurfum að svara stóru spurningunni: Til hvers og hvers vegna framleiðum við svona mikið rafmagn? Hver ætti að njóta þess? Ætlum við virkilega að fórna ósnortinni náttúru fyrir rafmagn sem við þurfum ekki sjálf, heldur til að selja öðrum? Við eigum ekki að þurfa að velja milli náttúru og rafmagns. Við eigum nóg rafmagn. Það sem vantar er pólitísk kjarkur til að forgangsraða almannahagsmunum, náttúru, heimilum og komandi kynslóðum, framar hagnaði stórnotenda, með öðrum orðum hugsa um sjálfbærni til framtíðar. Nú er tíminn til að standa með náttúrunni. Því ef við gerum það ekki, hver gerir það þá? Höfundar eru íbúar á Stóra-Núpi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ríkið og stofnanir þess gera sig sekar um að beita valdi sínu gegn náttúrunni og þeim sem reyna að verja hana, þá erum við ekki lengur að tala um venjubundið ferli í lýðræðisríki. Þá er farið að skyggja á sjálft grundvallarmarkmið stjórnsýslu – að þjóna fólkinu og vernda þau verðmæti sem ekki verða endursköpuð. Dæmið um Hvammsvirkjun dregur upp mynd af stjórnsýslu sem virðist líta á náttúruvernd sem fyrirstöðu fremur en skyldu. Þegar landeigendur kæra framkvæmd en fá ekki að sjá málið klárað með eðlilegri málsmeðferð áður en framkvæmdaleyfi er veitt á ný, og þegar ráðherra sem ber ábyrgð á bæði orkumálum og náttúruvernd bætir við lögum sem grafa undan réttindum náttúrunnar, þá er eitthvað bogið við stjórnsýsluna. Þetta er ekki bara spurning um Þjórsá eða eitt virkjunarverkefni. Þetta er spurning um grundvallarhugsun: hver á rödd í samfélaginu? Ef náttúran getur ekki talað, og þeir sem reyna að tala fyrir hennar hönd eru kerfisbundið þaggaðir, þá eru lögin ekki lengur hlutlaus. Þá vinna þau með ofbeldisvaldi, gegn jafnrétti. Lýðræðið byggir á því að allir hafi rétt til þátttöku, líka þegar þeir sem eru í minnihluta, líka þegar þeir eru ósammála og sérstaklega þegar þeir minna á það sem við gleymum of oft: að náttúran hefur sitt eigið réttmæti, ekki bara nytsemi. Hvammsvirkjun er prófsteinn, ekki bara á stjórnsýslu Íslands heldur á siðferði okkar allra. Hvernig bregðumst við við þegar valdið spyr ekki lengur „hvað er rétt?“ heldur „hvað komumst við upp með?“ Ber yfirvöldum og Landsvirkjun að fara að lögum eða eru þau stikkfrí? Á að ríkja hér Trumpismi í umhverfismálum þar sem lög eru ýmist brotin og lögum er breytt eftir hagsmunum græðgi- og gróðasjónarmiða? Það er eins og að það hafi verið settur úlfur í sauðargæru sem „umhverfisráðherra". Hann telur vondar fréttir vera góðar enda virðist hann lítið spá í verndun umhverfisins. Mér finnst stórundarlegt að hann komi úr röðum Samfylkingarfólks Samfylkingin - en kannski er flokkurinn enginn málsvari umhverfisverndar og siglir undir fölskum flöggum sjálfbærni? Orkuskortur er ekki vandamálið eins og klifað er á — forgangsröðunin er það. Við búum á landi þar sem meira rafmagn er framleitt á hvern íbúa en nánast nokkurs staðar annars staðar í heiminum. Samt er talað um „orkuskort" í umræðunni eins og við séum á barmi neyðar. Það er ekki rétt. Raforkan okkar fer að mestu til stóriðju, stórnotenda sem borga minna en almenningur og fá forgang í framkvæmdum. Á meðan eru náttúruverndarlög veikluð, framkvæmdaleyfi endurvakin þrátt fyrir lögbrot og stjórnvöld keyra virkjanafyrirætlanir áfram með lagaumhverfi sem sífellt er gert óhagstæðara fyrir náttúruna en þægilegra fyrir fjárfesta. Við þurfum að svara stóru spurningunni: Til hvers og hvers vegna framleiðum við svona mikið rafmagn? Hver ætti að njóta þess? Ætlum við virkilega að fórna ósnortinni náttúru fyrir rafmagn sem við þurfum ekki sjálf, heldur til að selja öðrum? Við eigum ekki að þurfa að velja milli náttúru og rafmagns. Við eigum nóg rafmagn. Það sem vantar er pólitísk kjarkur til að forgangsraða almannahagsmunum, náttúru, heimilum og komandi kynslóðum, framar hagnaði stórnotenda, með öðrum orðum hugsa um sjálfbærni til framtíðar. Nú er tíminn til að standa með náttúrunni. Því ef við gerum það ekki, hver gerir það þá? Höfundar eru íbúar á Stóra-Núpi.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar