Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2025 08:02 Charley Hull glímdi við veikindi en ætlaði ekki að missa af Amundi Evian Championship risamótinu. Fljótlega kom þó í ljós að hún var í engu ástandi til að spila golf. Getty/Stuart Franklin Enski kylfingurinn Charley Hull, sem er í hópi þeirra tuttugu bestu í heimi, varð að hætta keppni á Evian Championship sem er eitt af risamótunum hjá konunum. Hull var á fyrsta hring á þessu fjórða risamóti ársins. Hún hneig niður tvisvar sinnum á hringnum áður en hún ákvað að hætta keppni. Hull hafði verið að glíma við veikindi, fékk einhvern vírus en þrjóskaðist við og reyndi að spila. Atvikið varð á fjórðu holu og Hull var á parinu þegar þarna var komið við sögu. Eftir fyrra skiptið tók hún sér tíma í að jafna sig og hleypti hópnum á undan sér fram úr. Eftir fimmtán mínútna bið þá reyndi hún aftur en fór aftur í grasið eftir fyrsta högg. Þegar þetta gerðist aftur þá var kallað á hnjaskvagn og hún tilkynnti að hún væri hætt keppni. Hull, sem er 29 ára gömul, er nítjánda á heimslistanum. Hún hefur ekki unnið risamót en varð í tólfta sæti á bæði PGA meistaramótinu og á Opna bandaríska meistaramótinu á þessu ári. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@dailymailsport) Golf Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Hull var á fyrsta hring á þessu fjórða risamóti ársins. Hún hneig niður tvisvar sinnum á hringnum áður en hún ákvað að hætta keppni. Hull hafði verið að glíma við veikindi, fékk einhvern vírus en þrjóskaðist við og reyndi að spila. Atvikið varð á fjórðu holu og Hull var á parinu þegar þarna var komið við sögu. Eftir fyrra skiptið tók hún sér tíma í að jafna sig og hleypti hópnum á undan sér fram úr. Eftir fimmtán mínútna bið þá reyndi hún aftur en fór aftur í grasið eftir fyrsta högg. Þegar þetta gerðist aftur þá var kallað á hnjaskvagn og hún tilkynnti að hún væri hætt keppni. Hull, sem er 29 ára gömul, er nítjánda á heimslistanum. Hún hefur ekki unnið risamót en varð í tólfta sæti á bæði PGA meistaramótinu og á Opna bandaríska meistaramótinu á þessu ári. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@dailymailsport)
Golf Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira